Handbolti

Enginn leikur í Eyjum í kvöld - frestað um 18 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Ársælsson og félagar komust ekki til Eyja í kvöld.
Arnar Freyr Ársælsson og félagar komust ekki til Eyja í kvöld. Vísir/Andri Marinó
Handknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að fresta leik ÍBV og Fram í Olís-deild karla sem átti að fram í Vestmannaeyjum í kvöld.

Ekki er hægt að komast til Eyja í dag vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum til mánudagsins 24. nóvember eða um heila 18 daga.

Eyjamenn spila þrjá leiki fram að Framleiknum, heimaleik við FH, útileik við ÍR og heimaleik við Aftureldingu.

Framarar spila þrjá leiki fram að nýjum leiktíma, útileiki við Hafnarfjarðarliðin Hauka og FH og svo heimaleik við ÍR.

Framarar mæta síðan Aftureldingu í sömu viku og þeir fara út í Eyjar en Eyjamenn heimsækja HK á laugardeginum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×