Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 27-25 | Baráttusigur ÍR-inga Stefán Árni Pálsson í Austurbergi skrifar 16. nóvember 2014 14:00 Björgvin Þór Hólmgeirsson. Vísir/Vilhelm ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
ÍR vann góðan sigur á ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik, 27-25, í fínum handboltaleik. ÍR-ingar voru stóran hluta úr leiknum með yfirhöndina og virkilega skynsamir í sínum aðgerðum. Fyrsti sigur ÍR-inga í nóvember því í höfn. Leikurinn byrjaði vel fyrir ÍR-inga og voru þeir greinilega vel stemmdir fyrir leikinn hér á heimavelli. Þeir komust fljótlega í 4-1 og voru með frumkvæðið stóran hluta af fyrri hálfleiknum. Eyjamenn voru aldrei langt frá og munaði oftast aðeins einu marki á liðunum. Theódór Sigurbjörnsson var flottur í liði ÍBV fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og skoraði hann fimm mörk í fyrri hálfleik. Eyjamenn áttu frábæran lokasprett í fyrri hálfleiknum og skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Staðan var því 15-14 fyrir ÍBV í hálfleik og stemmningin virtist vera með gestunum. ÍR-ingar gerðu þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og komust yfir 17-15. Heimamenn voru gríðar sterkir á upphafsmínútunum og fór Björgvin Hólmgeirsson mikinn í liði ÍR. Eyjamenn virkuðu þreyttir og nokkuð óskipulagðir í sínum sóknarleik. Þegar rúmlega tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan 22-19 fyrir ÍR. Heimamenn voru ákveðnari út leikinn og það sem einkenndi sóknarleik þeirra var skynsemi. Leikmenn liðsins biðu ávallt eftir góðu færi og það skilaði sér. Eyjamenn náðu aldrei að narta í þriggja marka forskot ÍR-inga og að lokum unnu heimamenn sterkan sigur 27-25. Björgvin Hólmgeirsson fór á kostum eins og vanalega og gerði átta mörk. Theódór Sigurbjörnsson skoraði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Einar Hólmgeirsson: Gott að koma til baka með sigri„Ég er bara ánægður með mína menn og þá sérstaklega með síðari hálfleikinn,“ segir Einar Hólmgeirsson, annar þjálfari, ÍR-inga eftir leikinn. „Við byrjuðum leikinn ágætlega en síðan hleyptum við þeim inn í hann og misstum nokkuð dampinn eftir það.“ Einar segir að það sem rætt hafi verið um inni í klefa í hálfleik hafi gengið fullkomlega upp í síðari hálfleiknum. „Þegar maður skoðar leikinn í heild sinni þá var þetta ágætis sigur. Ég hefði viljað dreifa meira álaginu og skipta fleirum inn á en ég náði ekki að rúlla liðinu nægilega vel og það eitthvað sem við verðum að skoða.“ Einar segir hópinn vera góðan hjá ÍR. „Það var mikilvægt að ná þessum sigri eftir tvo tapleiki í röð.“ Gunnar: Gerðum okkur mjög erfitt fyrir„Það vantaði bara herslumuninn,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Maður verður að gefa markverði þeirra hrós eftir leikinn, hann var okkur mjög erfiður og tók tvö víti á mikilvægum tímapunkti.“ Gunnar segir að markvarslan hans megin hafi aftur á móti ekki verið nægilega góð. „Við þurfum að nýta okkar færi betur og auðvitað fá meiri markvörslu. Ég var í raun ánægður með varnarleikinn hjá okkur.“ Gunnar segir að liðið hafi einfaldlega gert sér erfitt fyrir í dagi með grundvallar mistökum. „Við missum stundum einbeitinguna á ákveðnum tímapunktum og okkur var refsað fyrir það. Við erum ekkert hræddir þrátt fyrir að vera aðeins með níu stig í deildinni. Við erum með menn í meiðslum og þurfum að treysta á unga stráka. Menn eru ekkert að fara á taugum."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti