Handbolti

Haukar pökkuðu Fram saman - Afturelding á sigurbraut | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/ernir
Haukar áttu ekki í vandræðum með að valta yfir Fram, 26-13, í tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, en staðan í hálfleik var 12-7 heimamönnum í vil.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók myndirnar sem sjá má hér að ofan á leik Stjörnunna og Aftureldingar í kvöld.

Janus Daði Smárason var markahæstur Haukanna með sjö mörk og Vilhjálmur Geir Hauksson skoraði fimm. Hjá gestunum var Kristinn Björgúlfsson markahæstur með þrjú mörk.

Eftir tvö töp í röð er Afturelding aftur komin á sigurbraut, en hún lagði Stjörnuna í Garðabænum með sex marka mun, 28-22.

Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur Aftureldingar með sex mörk en Ari Magnús Þorgeirsson skoraði jafnmikið fyrir Stjörnuna.

Afturelding áfram á toppnum með 15 stig líkt og Valur en Haukarnir eru með ellefu stig í fimmta sæti. Stjarnan er með fimm stig í áttunda sæti og Framarar á botninum með fjögur stig.

Stjarnan - Afturelding 22-28 (11-16)

Mörk Stjörnunnar: Ari Magnús Þorgeirsson 6, Víglundur Jarl Þórsson 4, Þórir Ólafsson 3, Andri Hjartar Grétarsson 2, Starri Friðrikssno 2, Hilmar Pálsson 2, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1.

Mörk Aftureldingar: Jóhann Gunnar Einarsson 6/3, Gestur Ingvarsson 5, Böðvar Páll Ásgeirsson 3, Örn Ingi Bjarkason 3, Pétur Júníusson 2, Hrafn Ingvarsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Elvar Ásgeirsson 2, Gunnar Malmquist 2, Birkir Benediktsson 1.

Haukar - Fram 26-13 (12-7)

Mörk Hauka: Janus Daði Smárason 7, Vilhjálmur Geir Hauksson 5, Þröstur Þráinsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Einar Pétur Pétursson 1.

Mörk Fram: Kristinn Björgúlfsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Þröstur Bjarkason 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 2, Elías Bóasson 1, Garðar Benedikt Sigurjónsson 1, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Kristófer Fannar Guðmundsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×