„Flest lögin túlka ákveðið rótleysi“ Fyrir skömmu kom út lagið Finding Place, titillag stuttskífu sem tónlistarkonan MIMRA sendir frá sér þann 1. apríl næstkomandi. MIMRA fylgir plötunni úr hlaði með útgáfu- og upptöku tónleikum í Salnum í Kópavogi ásamt hljómsveit sama kvöld og platan kemur út. Albumm 21. mars 2022 15:30
Júníus flutti You'll Never Walk Alone með stæl Í síðasta þætti af Glaumbæ á Stöð 2 var þema þáttarins trú og aðeins flutt lög sem tengjast trúarbrögðum. Tónlist 21. mars 2022 14:30
Konungur meistaranna Í dag er stórhátíðardagur allra tónlistarmanna. Jóhann Sebastían Bach fæddist á þessum degi 21. mars í litlu smáþorpi í Þýskalandi, Eisenach, árið 1685 sem gerir meistarann 337 ára gamlan í dag. Skoðun 21. mars 2022 14:01
„Þetta snýst um að skemmta sér og vera í augnablikinu“ Hljómsveitin ArnarArna gefur út í dag nýjustu smáskífu sína, Water and Radio. Það markar fjórðu smáskífuna af væntanlegri breiðskífu með sama nafni. Albumm 20. mars 2022 20:45
Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice Tólf ára Íslendingur sló í gegn í þýska Voice og kepptust dómarar þáttarins við að fá Íslendinginn í sitt lið. Lífið 20. mars 2022 14:03
Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. Menning 20. mars 2022 07:00
Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 19. mars 2022 20:22
Bein útsending: Hlustendaverðlaunin afhent í Kolaportinu Hlustendaverðlaunin 2022 eru afhent í kvöld en þetta er í níunda skipti sem hátíðin fer fram. Viðburðurinn fer fram í Kolaportinu en sýnt verður frá verðlaununum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Tónlist 19. mars 2022 17:01
Íslenski listinn: Ava Max og Tiesto krafsa í toppinn Tónlistarfólkið Ava Max og Tiesto sameina krafta sína í laginu The Motto sem kom út í nóvember mánuði 2021. Lagið er komið með tæplega 200 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify og situr í öðru sæti íslenska listans á FM957 eftir að hafa hægt og rólega hækkað sig upp listann á síðustu vikum. Tónlist 19. mars 2022 16:01
Dagsetningar fyrir 13 ára afmæli Extreme Chill hátíðarinnar eru lentar! Dagsetningar fyrir 13 ára afmæli Extreme Chill hátíðarinnar voru að lenda. 6.-.9 Október 2022 frekari upplýsingar, Dagskrá og Early Bird miðasala hefst 1 Maí. Albumm 19. mars 2022 15:46
„Óraunverulegt að vera kölluð aftur og aftur upp á svið“ Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Hljómsveitin Írafár kemur fram á hátíðinni en hún á enn metið í fjölda verðlauna frá upphafi Hlustendaverðlaunanna. Tónlist 19. mars 2022 13:01
Stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Séra Bjössi og Háski gefa út lagið Drive í dag, föstudaginn 18.mars en lagið stefnir á að verða dans slagari sumarsins! Albumm 19. mars 2022 00:00
Langþráðir afmælistónleikar GusGus fara loksins fram Afmælistónleikar hljómsveitarinnar GusGus fara loks fram í Hörpu í kvöld, tveimur árum á eftir áætlun. Menning 18. mars 2022 19:06
„Ætlum að gera eitthvað geggjað úr þessu“ Hlustendaverðlaunin 2022 verða haldin annað kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 og á Vísi. Aron Can kemur fram á hátíðinni en hann er tilnefndur í fjórum flokkum. Tónlist 18. mars 2022 18:01
Samdi lög um ástarsorg áður en hún upplifði hana sjálf Una Torfadóttir var að gefa út sitt fyrsta lag í dag en sem barn skrifaði hún dramatíska texta um ástarsorg sem hún hafði aldrei upplifað. Í dag býr hún yfir mikilli lífsreynslu sem hún vinnur meðal annars úr með því að semja tónlist. Lífið 18. mars 2022 13:31
Bríet gefur út lagið Flugdreki: „Lagið fjallar um að sleppa takinu“ Á miðnætti gaf söngkonan Bríet út lagið Flugdreki. Þetta er fyrsta lag Bríetar á íslensku síðan hún gaf út margverðlaunuðu plötuna sína kveðja, Bríet. Tónlist 18. mars 2022 10:06
Klondike frá Úkraínu opnunarmynd Stockfish Film Festival Stockfish kvikmyndahátíðin verður sett í Bíó Paradís fimmtudaginn 24. mars og stendur í fullum skrúða til 3. apríl. Bíó og sjónvarp 18. mars 2022 09:00
Damon Albarn tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna Damon Albarn er á meðal þeirra sem hljóta tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Damon, sem gerði garðinn frægan með Blur og síðar Gorillaz er nú orðinn íslenskur ríkisborgari. Tónlist 17. mars 2022 17:52
Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? Lífið 17. mars 2022 12:16
Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. Tónlist 17. mars 2022 09:56
„Allir þurfa á smá ást að halda núna“ „Tímasetningin er fullkomin, við þurfum eitthvað hlýtt í hjartað og það er fátt fallegra en fólk í leit að ástinni," segir Ása Ninna Pétursdóttir um nýja seríu Fyrsta bliksins en önnur sería stefnumótaþáttanna byrjar í sýningu á Stöð 2 í næstu viku. Lífið 17. mars 2022 06:00
Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022 Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi. Tónlist 16. mars 2022 20:01
„Frá framleiðendum vitleysunnar kemur meiri vitleysa“ Allra síðasta veiðiferðin kemur í kvikmyndahús um helgina og er framhaldið jafnvel klúrara en fyrri myndin samkvæmt leikurunum en í henni veltust þeir naktir um í grasinu. Lífið 16. mars 2022 17:31
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Lífið 16. mars 2022 16:31
Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette. Lífið 16. mars 2022 15:31
Hefur öðlast styrk, skilning og getu til þess að mæta tilfinningunum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýninguna „Feelings served; table for one“ í dag klukkan 17:00. Sýningin er haldin í Núllinu, listagalleríi neðanjarðar á Bankastræti 0. Undanfarna daga hefur Júlíanna verið í óða önn við að breyta hráu rýminu í undraheim en blaðamaður heyrði í henni hljóðið. Menning 16. mars 2022 14:31
Indí smellur um ástina og óttann Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna. Albumm 16. mars 2022 14:31
Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag. Viðskipti innlent 15. mars 2022 14:00
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. Tónlist 15. mars 2022 13:31
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. Tónlist 15. mars 2022 10:36