Fótbolti

Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Robbie Williams er mikill fótboltaáhugamaður.
Robbie Williams er mikill fótboltaáhugamaður. getty/Fred Duval

Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Southgate leitar til enskrar tónlistarstórstjörnu til að troða upp fyrir enska landsliðinu. Á EM í fyrra fékk hann nefnilega Ed Sheeran til að skemmta ensku landsliðsmönnunum.

Núna varð Williams fyrir valinu. Það hitti vel á enda skemmti Íslandsóvinurinn á setningarhátíð heimsmeistaramótsins.

England vann Senegal, 3-0, í sextán liða úrslitum HM á sunnudaginn. Enska liðsins bíður afar erfitt verkefni í átta liða úrslitunum á laugardaginn; leikur gegn heimsmeisturum Frakklands. Það er spurning hvort ljúfir tónar Williams geri gæfumuninn.

Þetta verður aðeins þriðji leikur Englands og Frakklands á HM. Englendingar unnu Frakka í riðlakeppninni á HM 1966 og 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×