Glæpamenn geta líka verið „woke“ Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2022 08:01 Jón Atli stimplar sig rækilega inn í stétt glæpasagnahöfunda með nýjum krimma. Í viðtali sem hér fer segir hann ljóst að samfélagsmiðlar hafi haft áhrif á skáldskapinn en vandinn til dæmis við slaufunarmenningu sem þar þrífst sé að viðbragðið er oftast það sama. Allt hafi sama vægi hvort heldur um er að ræða alvarlega atburði í samfélaginu eða nýjar umbúðir utan um sælgæti. vísir/vilhelm Jón Atli Jónasson var að senda frá sér hörkukrimma sem heitir Brotin. Þetta er harðsoðin glæpasaga og ef að er gáð er umfjöllunarefnið ef til vill ekki svo ýkja fjarri þeim íslenska veruleika sem við blasir. Höfundurinn er í það minnsta á því að þetta sé raunsæi. Jón Atli er enginn nýgræðingur á ritvellinum, hann hefur vissulega fjallað um glæpi í höfundaverki sínu en hann er engu að síður nýr í sístækkandi klúbbi glæpasagnahöfunda. Pönkið í Berlín á undanhaldi Kannski ágætt að spyrja Jón Atla bara hvernig þetta kemur til; hvers vegna hann ráðist í það nú að skrifa krimma? „Ég bjó erlendis í rúmlega sjö ár og leiddist inni í að þróa sjónvarpsseríur - oftar en ekki glæpaseríur þannig að þaðan fékk ég áhugann á þessu auk þess sem ég skrifaði tvö útvarpsverk um annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Landakotsskólamálið hins vegar. Bæði nokkurs konar „true crime-verk“. Ég hafði verið að skrifa fyrir leikhús og svo nokkrar kvikmyndir hérna heima. Ingvar Þórðarson framleiðandi hnippti í mig. Hann býr þarna úti og eitt leiddi af öðru.“ Ferill Jóns Atla er reyndar afskaplega forvitnilegur. Hann byrjaði í útvarpi, reyndar í barnaútvarpi Ríkisútvarpsins og var svo lengi útvarpsstjarna á hinu þá nýja X-i sem vakti mikla athygli. Þaðan fór Jón Atli í leikhúsið, starfaði með Vesturporti á tímabili og var einn stofnenda Mindgroup, sem eru evrópsk regnhlífarsamtök leikhússfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Evrópubúar standa í þeirri meiningu að allir Norðurlandabúar séu sérfræðingar í glæpasagnagerð. Og það á sér sínar skýringar.vísir/vilhelm Undanfarin árin hefur Jón Atli verið búsettur í Berlín ásamt Urði konu sinni og þremur dætrum en þangað hafa margir íslenskir listamenn farið á undanförnum árum. „Þegar við fluttum þangað var ennþá smá pönk í borginni en mér finnst það vera á undanhaldi. Margir klúbbar að loka og svona,“ segir Jón Atli um stemmninguna í Berlín. Og það gekk vel að fá verkefni í handritagerð þar. Oft við það einmitt að aðlaga glæpasögur að sjónvarpi. „Það er eins og Evrópubúar haldi að Norðurlandabúar beri eitthvað extra skynbragð á glæpaseríur. Þannig að það hjálpaði sjálfsagt. Þrátt fyrir að ég hafi svo sem ekki kunnað margt fyrir mér í þessu.“ Undirheimasaga sem er ansi nálægt veruleikanum Og vissulega hefur hin norræna glæpasaga náð að hasla sér völl á heimsvísu. Rekja má upphaf hennar til vinsælla bóka Maj Sjöwall og Per Wahlöö og svo tóku Henning Mankell og fleiri upp þann þráð. Að ógleymdri íslensku deildinni allri með Arnald Indriðason í broddi fylkingar. Kannski má segja að Jo Nesbö hafi bætt við samfélagslegu norrænu rökkursöguna eigindum úr amerísku glæpasögunni – aukinni hörku. „Og svo flottar glæpaseríur auðvitað. Annars hefur Stieg Larsson alltaf verið minn maður.“ Þannig eru til ýmsar tegundir glæpasagna. En þín velheppnaða bók, leyfi ég mér að segja, er harðsoðin, tryllir meira en félags- og samfélagslega ofin eins og kannski má segja að sé skýrt einkenni nordic noir? „Já og nei. Mín saga gerist í undirheimum sem eru ansi nálægt veruleikanum. Ég meina dómsmálaráðherra skar upp herör gegn gengjum nokkrum vikum eftir að bókin kom út. En bókin hefst einmitt á því. Svo maður tali nú ekki um hópa af grímuklæddum mönnum,“ segir Jón og glottir. Sagan hverfist að einhverju leyti um leit að stálpi sem hverfur. Jón Atli segir það hafa kostað nokkra glímu við tungumálið.vísir/vilhelm „Bókin er lögð upp til að sýna ákveðna sneiðmynd af samfélaginu. Sem er auðvitað það sem margir eru að gera.“ Spurður segist Jón Atli hafa lagst í talsverða heimildarvinnu við gerð sögunnar. „Eða bara svipaða og blaðamenn gera, held ég. Eða gerðu?“ segir Jón Atli skelmislega en blaðamaður lætur sem hann taki ekki eftir þessu neyðarlega skoti á blaðamannastéttina. „Ég fór og hitti fólk og aflaði mér trúnaðarmanna.“ Í hinum svokölluðu undirheimum sem hafa verið að koma upp á yfirborðið? „Já.“ Kynami unglings í skugga slæmra aðstæðna Þannig hafa glæpasagnaskrifin lengi verið inni í myndinni hjá Jóni Atla. Hann sendi frá sér bók sem kom aðeins út á Storytel, sem heitir Andnauð og Jón Atli skilgreinir sem sína fyrstu glæpasögu. Og rúmur áratugur er síðan hann sigraði í glæpasagnakeppni DV í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag og hreppti þá sjálfa Gaddakylfuna. Hana fékk hann fyrir smásöguna Í kjallaranum. „Verk Jóns Atla Jónassonar fjalla iðulega um íslenskt samfélag og hann finnur sig oft knúinn til að takast á við þau málefni samfélagsins sem erfitt er að horfast í augu við,“ skrifar Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, sem ræddi við Jón Atla þá í tilefni af verðlaununum. Þar segist hann hafa kynnt sér í þaula frásagnir af fólki sem fremur voðaverk, ófreskur í mannsmynd á borð við Anders Breivik og Josef Fritzl. Á hvaða tímapunkti segja slíkir menn sig úr samfélagi manna, spyr Jón Atli þá. Og hann spyr enn. Í Brotin er einn þráður hvarf stálps sem hverfur. Svo það sé bara sagt eins og það er þá eru málefni transfólks jarðsprengjusvæði. Þannig komst Eiríkur Örn Nordahl rithöfundur að því fullkeyptu þegar hann sendi frá sér bókina Hans Blær; hann er enn að vinna sig út úr því að hafa fengið að finna til tevatnsins á Twitter. Sú persóna kallar á að inn í skrifin séu hugtakanotkun og beyging fléttuð inn í meginmálið að hluta. Kostaði þetta mikla glímu við tungumálið? „Jú, sá þráður var dálítið snúinn. En viðfangsefnið, það er að segja kynami unglings í skugga slæmra félagslegra aðstæðna, fannst mér saga sem má og á að segja.“ En hann getur verið heitur sá hópur sem lætur sig þau mál sérstaklega varða og ber á því að hann móðgist ef menn stíga óvart út af línunni. Það hefur ekkert staðið í þér? „Nei, enda tala ég ekki fyrir unglingsstálpið í sögunni. Fornöfnin auka auðvitað á flækjustig rannsóknarinnar og sögupersónurnar hafa ýmsar skoðanir á þessari sjálfsleit þess.“ Glæpasagnaskrifin ekki óeðlilegt framhald Hér fyrr í þessu viðtali er rakinn þinn forvitnilegi ferill, í útvarpi og svo leikhúsi… þetta er ekki beinlínis hefðbundin ferill glæpasagnahöfundar, ef það er eitthvað hefðbundið í því? „Nei. Margir glæpasagnahöfundar koma úr blaðamannastétt. Það leikhús sem ég var að skrifa og gera var oftar enn ekki að fjalla um samtímann hverju sinni og oft pólitískt. Þannig að það er kannski ekki svo stórt stökk.“ Já, þetta eru oft að upplagi lögfræðingar og/eða blaðamenn? „Einmitt.“ Jón Atli veit ekki alveg hvað veldur þessum mikla áhuga Íslendinga á glæpasögum.vísir/vilhelm Glæpasagan hefur dómínerað bókaútgáfuna undanfarna tvo áratugi. Er ekki eitthvað óvænt við það að maður með þína fjölþættu reynslu fari í þann slag? „Mér finnst það alls ekkert óvænt. Henning Mankell var til að mynda leikskáld í grunninn. Mér finnst að mörgu leyti glæpasagan sem platform henta mér ágætlega sem höfundi. Gaman að fá að bæta við flóruna og allt það. En ég hefði sjálfsagt aldrei gert það ef ekki hefði verið fyrir sjónvarpsvinnuna. Þar lærði ég ákveðið handverk þegar kemur að þessum sögum.“ Elítan gefst upp fyrir glæpasögunni Jón Atli segist hafa verið um sex mánuði að setja söguna saman en hún á sér lengri aðdraganda. Flestir glæpasagnahöfundar sem Jón Atli þekkir eru um það bil ár skrifa bók. Af hverju heldurðu að Íslendingar séu svona áhugasamir um glæpasöguna? „Ég hef ekki hugmynd,“ segir Jón Atli hreinskilnislega. „En við erum með ótrúlega framlínu höfunda sem hafa líka skapað mikla eftirspurn erlendis. Ég var á Iceland Noir í síðasta mánuði og þá sá maður áhugann.“ Og þú dengir þér óhræddur í pottinn, þá miklu samkeppni? „Þú last bókina – segð þú mér?“ Jújú, ég get með góðri samvisku gefið þessari bók góða einkunn. En lengstum hefur það verið sem hinni svokölluðu menningarelítu sé ekkert um þessa skáldsagnagrein gefið. Hún hefur talað niður til þessa fyrirbæris, sem lágmenningar – formúlubókmennta – en allt kemur fyrir ekki. Ekkert lát er á vinsældunum. Og nú má greina einhvers konar uppgjöf með einskonar samruna Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, glæpasagnaverðlaunanna. Hvernig kemur þessi þróun þér fyrir sjónir? Er þetta til marks um uppgjöf elítunnar? „Já, loksins gáfust þeir upp,“ svarar Jón Atli hlæjandi og veltir fyrir sér ræðu hins málglaða blaðamanns. „Ég held bara að þessi aðgreining sé gamaldags. Eru verðlaunin ekki líka hugsuð til að vekja athygli almennings og peppa höfunda og svona? Góð bók er bara góð bók.“ Jújú, þetta er auðvitað markaðsstönt útgefenda. Sem elska krimmann meðan fagurbókmenntahöfundar hafa viljað líta á þetta sem kúltúríska upphefð. „Er þetta ekki dálítið eins og fólk sem hlustar bara á klassíska tónlist – ég meina það er aldrei að fara að kveikja á Aphex Twin? Næsti flokkur sem við bætum við eru vísindaskáldsögurnar í bókmenntaverðlaunin.“ Vonar að sagan rati á hvíta tjaldið Sérðu þessa nýju bók fyrir þér sem byrjunina á löngum rithöfundaferli? „Ég veit það svo sem ekki - en mig langar að halda áfram með þessar persónur þannig að ég reikna með því.“ Og ætlar þá að bæta í símaskrá Jón Atli Jónasson rithöfundur? „Jakob? Glæpasagnahöfundur!“ segir Jón Atli og furðar sig á þessari spurningu í ljósi þess sem áður sagði. Jón Atli segir ekki ólíklegt að hann muni breyta starfstitli sínum í símaskrá og það verði þá Jón Atli Jónasson glæpasagnahöfundur.vísir/vilhelm Ég hafði það á tilfinningunni, þegar ég las söguna, að höfundur sæi hana fyrir sér á hvítatjaldinu. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart að teknu tilliti til reynslu þinnar og ferils. Er það eitthvað sem þú sérð fyrir þér að gæti gerst? „Já, það eru einhverjar þreifingar með það en ekkert til að tala um opinberlega í bili. En það er kannski meira bara af því að ég er í þeim bransa hvort eð er. En jú – það væri ferlega skemmtilegt.“ Jón Atli var næstum því búinn að koma sér hjá því að svara næstu spurningu, með því að vilja titla sig glæpasagnahöfund fremur en rithöfund þannig að það verður að taka örlítinn krók að næstu spurningu. Einar Kárason rithöfundur kom nýlega inn á snúinn vinkil í menningarpólitíkinni sem varðar dekur margra rithöfunda við því að reistar séu skorður við tjáningarfrelsi í nafni „woke-ismans“? „Já einmitt. Ég sá þetta. Ég get ekki talað fyrir geirann sem slíkan. Það er samt ákveðin lína sem hefur færst og að mestu leyti til góðs. Mér fannst þessi viðbrögð sem JK Rowling fékk bera vott af nettri hysteríu. Orðin sem falla á okkar tímum, og þá sérstaklega á netinu, þýða allt og svo ekkert í leiðinni. Býr Einar ekki við fullkomið málfrelsi? Er ekki bara allt í lagi að sumir séu ósammála honum eða þá mér? Er það ekki bara heilbrigt?“ Samfélagsmiðlarnir fletja merkinguna út, allt fær sama vægi Já, ég velti þessu fyrir mér hvað þig varðar ekki síst vegna þessarar miðlægu persónu, stálpsins sem hverfur? „Já. Fólk er meira á tánum held ég – passar sig að móðga ekki eða meiða – sem að vissu leyti er ágætt - okkur vantar meiri mildi í samfélagið. Það má ekki gleyma því að Metoo-hreyfingin er viðbragð við alvarlegum glæpum og ofbeldiskúltúr sem beinist fyrst og fremst að konum og börnum.“ En er ekki ákveðin hætta á að skáldskapurinn líði ef höfundar eru hræddir, heftir í sínu flæði þegar stokkið er á flest með það fyrir augum að geta sýnt fram á fordómaleysi sitt og gæsku. Með bókstafstúlkun að vopni. Mér dettur í hug þegar Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar taldi sig knúinn til að biðjast afsökunar á því að nýnasistar í afdölum væru ekki nógu PC í tali? Skáldskapurinn hlýtur að líða fyrir slíka hlekki túlkunar sem lætur sig margræði texta og persónusköpunar sig engu skipta? „Sumir glæpamenn eru líka „woke“. Í bókinni er ég að reyna að teikna upp sannfærandi mynd af undirheimunum sem taka líka breytingum í sama takti og aðrir hlutar samfélagsins. Nýfrjálshyggjan hefur látið taka til sín þar líka. Þar eru menn líka að lesa ævisögur Steve Jobs og Elons Musk.“ Jón Atli segir að glæpamenn geti nú líka verið „woke“ og jafnvel að þeir lesi ævisögur Musk og Jobs.vísir/vilhelm Jón Atli hugsar sig um. „Sko, vandinn við slaufunarmenningu er að viðbragðið er oftast það sama. Það vantar, á stundum, að skilja kjarnann frá hisminu. Allt hefur sama vægi. Hvort um er að ræða alvarlega atburði í samfélaginu eða nýjar umbúðir utan um sælgæti. Um leið og allt hefur sama vægi í umræðunni erum við á villigötum. En það er kannski óumflýjanlegt. Það jákvæða er að allir hafa platform en í leiðinni getur það kallað á svakalegan samfélagslegan hávaða. Hvað viðkemur bókmenntum í þessu samhengi þá held ég að þær hafi aldrei verið sprækari á Íslandi. Það er hár standard á því sem er að koma út. Hvort sem um er að ræða fagurbókmenntir eða glæpasögur.“ Hinar miðlægu valdablokkir til umfjöllunar En, þetta er kannski ekki eitthvað sem glæpasagnageirinn þarf að velta mikið fyrir sér, eða hvað? „Ég er enginn sérfræðingur í þessu. En þegar kemur að glæpasögum þá eru þær flestar skrifaðar út frá ákveðnum húmanískum grunni eða grunngildum sem höfundurinn telur sig deila með lesendum sínum. Ef sú breyta fer eitthvað að skekkjast þá missa lesendur viðkomandi höfundar kannski áhugann og fara bara að lesa eitthvað annað. Og þá er nú gott að fólk muni eftir honum Jóni Atla sínum,“ segir Jón Atli og brosir sínu fegursta. En það er varla góð staða ef helftin höfunda stundar sjálfsritskoðun með lægsta samnefnarann og Bechtel-próf sér efst í huga. Varla merkilegur skáldskapur sem kemur út úr því? (Spyr blaðamaður óþreytandi). „Ég geri það að minnsta kosti ekki.“ Þú sagðir að ákveðin flatneskja og þar með innihaldsleysi megineinkenni þeirrar umræðu sem geisar á netinu en heldurðu ekki að þessi samfélagsmiðlabylting hafi haft áhrif á skáldsagnagerð? „Ég held að hún hafi áhrif sem við erum að sjá í auknum mæli. Umræðan er ekki jafn miðlæg og hún var eftir að samfélagsmiðlarnir komu inn í myndina. En þó held ég samt að valdið og valdablokkirnar sem ráða í samfélaginu séu ennþá miðlægar ef svo mætti að orði komast. Ég er að skrifa um þær í þessari sögu að ákveðnu leyti. Um hvað fjölmenningarlegt samfélag er og ekki síst hvaða augum Íslendingar sjá það. Þessa hugmynd um að fólk flytjist hingað að mestu til að skúra og skeina - eins og það er orðað í bókinni.“ Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Jón Atli er enginn nýgræðingur á ritvellinum, hann hefur vissulega fjallað um glæpi í höfundaverki sínu en hann er engu að síður nýr í sístækkandi klúbbi glæpasagnahöfunda. Pönkið í Berlín á undanhaldi Kannski ágætt að spyrja Jón Atla bara hvernig þetta kemur til; hvers vegna hann ráðist í það nú að skrifa krimma? „Ég bjó erlendis í rúmlega sjö ár og leiddist inni í að þróa sjónvarpsseríur - oftar en ekki glæpaseríur þannig að þaðan fékk ég áhugann á þessu auk þess sem ég skrifaði tvö útvarpsverk um annars vegar Guðmundar- og Geirfinnsmálið og Landakotsskólamálið hins vegar. Bæði nokkurs konar „true crime-verk“. Ég hafði verið að skrifa fyrir leikhús og svo nokkrar kvikmyndir hérna heima. Ingvar Þórðarson framleiðandi hnippti í mig. Hann býr þarna úti og eitt leiddi af öðru.“ Ferill Jóns Atla er reyndar afskaplega forvitnilegur. Hann byrjaði í útvarpi, reyndar í barnaútvarpi Ríkisútvarpsins og var svo lengi útvarpsstjarna á hinu þá nýja X-i sem vakti mikla athygli. Þaðan fór Jón Atli í leikhúsið, starfaði með Vesturporti á tímabili og var einn stofnenda Mindgroup, sem eru evrópsk regnhlífarsamtök leikhússfólks sem vinna að tilraunakenndri leiklist. Evrópubúar standa í þeirri meiningu að allir Norðurlandabúar séu sérfræðingar í glæpasagnagerð. Og það á sér sínar skýringar.vísir/vilhelm Undanfarin árin hefur Jón Atli verið búsettur í Berlín ásamt Urði konu sinni og þremur dætrum en þangað hafa margir íslenskir listamenn farið á undanförnum árum. „Þegar við fluttum þangað var ennþá smá pönk í borginni en mér finnst það vera á undanhaldi. Margir klúbbar að loka og svona,“ segir Jón Atli um stemmninguna í Berlín. Og það gekk vel að fá verkefni í handritagerð þar. Oft við það einmitt að aðlaga glæpasögur að sjónvarpi. „Það er eins og Evrópubúar haldi að Norðurlandabúar beri eitthvað extra skynbragð á glæpaseríur. Þannig að það hjálpaði sjálfsagt. Þrátt fyrir að ég hafi svo sem ekki kunnað margt fyrir mér í þessu.“ Undirheimasaga sem er ansi nálægt veruleikanum Og vissulega hefur hin norræna glæpasaga náð að hasla sér völl á heimsvísu. Rekja má upphaf hennar til vinsælla bóka Maj Sjöwall og Per Wahlöö og svo tóku Henning Mankell og fleiri upp þann þráð. Að ógleymdri íslensku deildinni allri með Arnald Indriðason í broddi fylkingar. Kannski má segja að Jo Nesbö hafi bætt við samfélagslegu norrænu rökkursöguna eigindum úr amerísku glæpasögunni – aukinni hörku. „Og svo flottar glæpaseríur auðvitað. Annars hefur Stieg Larsson alltaf verið minn maður.“ Þannig eru til ýmsar tegundir glæpasagna. En þín velheppnaða bók, leyfi ég mér að segja, er harðsoðin, tryllir meira en félags- og samfélagslega ofin eins og kannski má segja að sé skýrt einkenni nordic noir? „Já og nei. Mín saga gerist í undirheimum sem eru ansi nálægt veruleikanum. Ég meina dómsmálaráðherra skar upp herör gegn gengjum nokkrum vikum eftir að bókin kom út. En bókin hefst einmitt á því. Svo maður tali nú ekki um hópa af grímuklæddum mönnum,“ segir Jón og glottir. Sagan hverfist að einhverju leyti um leit að stálpi sem hverfur. Jón Atli segir það hafa kostað nokkra glímu við tungumálið.vísir/vilhelm „Bókin er lögð upp til að sýna ákveðna sneiðmynd af samfélaginu. Sem er auðvitað það sem margir eru að gera.“ Spurður segist Jón Atli hafa lagst í talsverða heimildarvinnu við gerð sögunnar. „Eða bara svipaða og blaðamenn gera, held ég. Eða gerðu?“ segir Jón Atli skelmislega en blaðamaður lætur sem hann taki ekki eftir þessu neyðarlega skoti á blaðamannastéttina. „Ég fór og hitti fólk og aflaði mér trúnaðarmanna.“ Í hinum svokölluðu undirheimum sem hafa verið að koma upp á yfirborðið? „Já.“ Kynami unglings í skugga slæmra aðstæðna Þannig hafa glæpasagnaskrifin lengi verið inni í myndinni hjá Jóni Atla. Hann sendi frá sér bók sem kom aðeins út á Storytel, sem heitir Andnauð og Jón Atli skilgreinir sem sína fyrstu glæpasögu. Og rúmur áratugur er síðan hann sigraði í glæpasagnakeppni DV í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag og hreppti þá sjálfa Gaddakylfuna. Hana fékk hann fyrir smásöguna Í kjallaranum. „Verk Jóns Atla Jónassonar fjalla iðulega um íslenskt samfélag og hann finnur sig oft knúinn til að takast á við þau málefni samfélagsins sem erfitt er að horfast í augu við,“ skrifar Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður, sem ræddi við Jón Atla þá í tilefni af verðlaununum. Þar segist hann hafa kynnt sér í þaula frásagnir af fólki sem fremur voðaverk, ófreskur í mannsmynd á borð við Anders Breivik og Josef Fritzl. Á hvaða tímapunkti segja slíkir menn sig úr samfélagi manna, spyr Jón Atli þá. Og hann spyr enn. Í Brotin er einn þráður hvarf stálps sem hverfur. Svo það sé bara sagt eins og það er þá eru málefni transfólks jarðsprengjusvæði. Þannig komst Eiríkur Örn Nordahl rithöfundur að því fullkeyptu þegar hann sendi frá sér bókina Hans Blær; hann er enn að vinna sig út úr því að hafa fengið að finna til tevatnsins á Twitter. Sú persóna kallar á að inn í skrifin séu hugtakanotkun og beyging fléttuð inn í meginmálið að hluta. Kostaði þetta mikla glímu við tungumálið? „Jú, sá þráður var dálítið snúinn. En viðfangsefnið, það er að segja kynami unglings í skugga slæmra félagslegra aðstæðna, fannst mér saga sem má og á að segja.“ En hann getur verið heitur sá hópur sem lætur sig þau mál sérstaklega varða og ber á því að hann móðgist ef menn stíga óvart út af línunni. Það hefur ekkert staðið í þér? „Nei, enda tala ég ekki fyrir unglingsstálpið í sögunni. Fornöfnin auka auðvitað á flækjustig rannsóknarinnar og sögupersónurnar hafa ýmsar skoðanir á þessari sjálfsleit þess.“ Glæpasagnaskrifin ekki óeðlilegt framhald Hér fyrr í þessu viðtali er rakinn þinn forvitnilegi ferill, í útvarpi og svo leikhúsi… þetta er ekki beinlínis hefðbundin ferill glæpasagnahöfundar, ef það er eitthvað hefðbundið í því? „Nei. Margir glæpasagnahöfundar koma úr blaðamannastétt. Það leikhús sem ég var að skrifa og gera var oftar enn ekki að fjalla um samtímann hverju sinni og oft pólitískt. Þannig að það er kannski ekki svo stórt stökk.“ Já, þetta eru oft að upplagi lögfræðingar og/eða blaðamenn? „Einmitt.“ Jón Atli veit ekki alveg hvað veldur þessum mikla áhuga Íslendinga á glæpasögum.vísir/vilhelm Glæpasagan hefur dómínerað bókaútgáfuna undanfarna tvo áratugi. Er ekki eitthvað óvænt við það að maður með þína fjölþættu reynslu fari í þann slag? „Mér finnst það alls ekkert óvænt. Henning Mankell var til að mynda leikskáld í grunninn. Mér finnst að mörgu leyti glæpasagan sem platform henta mér ágætlega sem höfundi. Gaman að fá að bæta við flóruna og allt það. En ég hefði sjálfsagt aldrei gert það ef ekki hefði verið fyrir sjónvarpsvinnuna. Þar lærði ég ákveðið handverk þegar kemur að þessum sögum.“ Elítan gefst upp fyrir glæpasögunni Jón Atli segist hafa verið um sex mánuði að setja söguna saman en hún á sér lengri aðdraganda. Flestir glæpasagnahöfundar sem Jón Atli þekkir eru um það bil ár skrifa bók. Af hverju heldurðu að Íslendingar séu svona áhugasamir um glæpasöguna? „Ég hef ekki hugmynd,“ segir Jón Atli hreinskilnislega. „En við erum með ótrúlega framlínu höfunda sem hafa líka skapað mikla eftirspurn erlendis. Ég var á Iceland Noir í síðasta mánuði og þá sá maður áhugann.“ Og þú dengir þér óhræddur í pottinn, þá miklu samkeppni? „Þú last bókina – segð þú mér?“ Jújú, ég get með góðri samvisku gefið þessari bók góða einkunn. En lengstum hefur það verið sem hinni svokölluðu menningarelítu sé ekkert um þessa skáldsagnagrein gefið. Hún hefur talað niður til þessa fyrirbæris, sem lágmenningar – formúlubókmennta – en allt kemur fyrir ekki. Ekkert lát er á vinsældunum. Og nú má greina einhvers konar uppgjöf með einskonar samruna Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans, glæpasagnaverðlaunanna. Hvernig kemur þessi þróun þér fyrir sjónir? Er þetta til marks um uppgjöf elítunnar? „Já, loksins gáfust þeir upp,“ svarar Jón Atli hlæjandi og veltir fyrir sér ræðu hins málglaða blaðamanns. „Ég held bara að þessi aðgreining sé gamaldags. Eru verðlaunin ekki líka hugsuð til að vekja athygli almennings og peppa höfunda og svona? Góð bók er bara góð bók.“ Jújú, þetta er auðvitað markaðsstönt útgefenda. Sem elska krimmann meðan fagurbókmenntahöfundar hafa viljað líta á þetta sem kúltúríska upphefð. „Er þetta ekki dálítið eins og fólk sem hlustar bara á klassíska tónlist – ég meina það er aldrei að fara að kveikja á Aphex Twin? Næsti flokkur sem við bætum við eru vísindaskáldsögurnar í bókmenntaverðlaunin.“ Vonar að sagan rati á hvíta tjaldið Sérðu þessa nýju bók fyrir þér sem byrjunina á löngum rithöfundaferli? „Ég veit það svo sem ekki - en mig langar að halda áfram með þessar persónur þannig að ég reikna með því.“ Og ætlar þá að bæta í símaskrá Jón Atli Jónasson rithöfundur? „Jakob? Glæpasagnahöfundur!“ segir Jón Atli og furðar sig á þessari spurningu í ljósi þess sem áður sagði. Jón Atli segir ekki ólíklegt að hann muni breyta starfstitli sínum í símaskrá og það verði þá Jón Atli Jónasson glæpasagnahöfundur.vísir/vilhelm Ég hafði það á tilfinningunni, þegar ég las söguna, að höfundur sæi hana fyrir sér á hvítatjaldinu. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart að teknu tilliti til reynslu þinnar og ferils. Er það eitthvað sem þú sérð fyrir þér að gæti gerst? „Já, það eru einhverjar þreifingar með það en ekkert til að tala um opinberlega í bili. En það er kannski meira bara af því að ég er í þeim bransa hvort eð er. En jú – það væri ferlega skemmtilegt.“ Jón Atli var næstum því búinn að koma sér hjá því að svara næstu spurningu, með því að vilja titla sig glæpasagnahöfund fremur en rithöfund þannig að það verður að taka örlítinn krók að næstu spurningu. Einar Kárason rithöfundur kom nýlega inn á snúinn vinkil í menningarpólitíkinni sem varðar dekur margra rithöfunda við því að reistar séu skorður við tjáningarfrelsi í nafni „woke-ismans“? „Já einmitt. Ég sá þetta. Ég get ekki talað fyrir geirann sem slíkan. Það er samt ákveðin lína sem hefur færst og að mestu leyti til góðs. Mér fannst þessi viðbrögð sem JK Rowling fékk bera vott af nettri hysteríu. Orðin sem falla á okkar tímum, og þá sérstaklega á netinu, þýða allt og svo ekkert í leiðinni. Býr Einar ekki við fullkomið málfrelsi? Er ekki bara allt í lagi að sumir séu ósammála honum eða þá mér? Er það ekki bara heilbrigt?“ Samfélagsmiðlarnir fletja merkinguna út, allt fær sama vægi Já, ég velti þessu fyrir mér hvað þig varðar ekki síst vegna þessarar miðlægu persónu, stálpsins sem hverfur? „Já. Fólk er meira á tánum held ég – passar sig að móðga ekki eða meiða – sem að vissu leyti er ágætt - okkur vantar meiri mildi í samfélagið. Það má ekki gleyma því að Metoo-hreyfingin er viðbragð við alvarlegum glæpum og ofbeldiskúltúr sem beinist fyrst og fremst að konum og börnum.“ En er ekki ákveðin hætta á að skáldskapurinn líði ef höfundar eru hræddir, heftir í sínu flæði þegar stokkið er á flest með það fyrir augum að geta sýnt fram á fordómaleysi sitt og gæsku. Með bókstafstúlkun að vopni. Mér dettur í hug þegar Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar taldi sig knúinn til að biðjast afsökunar á því að nýnasistar í afdölum væru ekki nógu PC í tali? Skáldskapurinn hlýtur að líða fyrir slíka hlekki túlkunar sem lætur sig margræði texta og persónusköpunar sig engu skipta? „Sumir glæpamenn eru líka „woke“. Í bókinni er ég að reyna að teikna upp sannfærandi mynd af undirheimunum sem taka líka breytingum í sama takti og aðrir hlutar samfélagsins. Nýfrjálshyggjan hefur látið taka til sín þar líka. Þar eru menn líka að lesa ævisögur Steve Jobs og Elons Musk.“ Jón Atli segir að glæpamenn geti nú líka verið „woke“ og jafnvel að þeir lesi ævisögur Musk og Jobs.vísir/vilhelm Jón Atli hugsar sig um. „Sko, vandinn við slaufunarmenningu er að viðbragðið er oftast það sama. Það vantar, á stundum, að skilja kjarnann frá hisminu. Allt hefur sama vægi. Hvort um er að ræða alvarlega atburði í samfélaginu eða nýjar umbúðir utan um sælgæti. Um leið og allt hefur sama vægi í umræðunni erum við á villigötum. En það er kannski óumflýjanlegt. Það jákvæða er að allir hafa platform en í leiðinni getur það kallað á svakalegan samfélagslegan hávaða. Hvað viðkemur bókmenntum í þessu samhengi þá held ég að þær hafi aldrei verið sprækari á Íslandi. Það er hár standard á því sem er að koma út. Hvort sem um er að ræða fagurbókmenntir eða glæpasögur.“ Hinar miðlægu valdablokkir til umfjöllunar En, þetta er kannski ekki eitthvað sem glæpasagnageirinn þarf að velta mikið fyrir sér, eða hvað? „Ég er enginn sérfræðingur í þessu. En þegar kemur að glæpasögum þá eru þær flestar skrifaðar út frá ákveðnum húmanískum grunni eða grunngildum sem höfundurinn telur sig deila með lesendum sínum. Ef sú breyta fer eitthvað að skekkjast þá missa lesendur viðkomandi höfundar kannski áhugann og fara bara að lesa eitthvað annað. Og þá er nú gott að fólk muni eftir honum Jóni Atla sínum,“ segir Jón Atli og brosir sínu fegursta. En það er varla góð staða ef helftin höfunda stundar sjálfsritskoðun með lægsta samnefnarann og Bechtel-próf sér efst í huga. Varla merkilegur skáldskapur sem kemur út úr því? (Spyr blaðamaður óþreytandi). „Ég geri það að minnsta kosti ekki.“ Þú sagðir að ákveðin flatneskja og þar með innihaldsleysi megineinkenni þeirrar umræðu sem geisar á netinu en heldurðu ekki að þessi samfélagsmiðlabylting hafi haft áhrif á skáldsagnagerð? „Ég held að hún hafi áhrif sem við erum að sjá í auknum mæli. Umræðan er ekki jafn miðlæg og hún var eftir að samfélagsmiðlarnir komu inn í myndina. En þó held ég samt að valdið og valdablokkirnar sem ráða í samfélaginu séu ennþá miðlægar ef svo mætti að orði komast. Ég er að skrifa um þær í þessari sögu að ákveðnu leyti. Um hvað fjölmenningarlegt samfélag er og ekki síst hvaða augum Íslendingar sjá það. Þessa hugmynd um að fólk flytjist hingað að mestu til að skúra og skeina - eins og það er orðað í bókinni.“
Höfundatal Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Lífið Fleiri fréttir Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira