22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir. Tónlist 20. ágúst 2022 16:00
Idol leitar að stjörnu í Reykjavík Framleiðendur Idolsins hafa verið á leið sinni um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Síðasta stoppið er Reykjavík þar sem prufur fara fram í dag á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13:00. Jafnframt er þetta síðasti dagurinn þar sem hægt er að senda inn prufur í rafrænu formi. Lífið 20. ágúst 2022 10:01
Menningarnæturtónleikar X977 snúa aftur en nú á nýjum stað Sögulegir Menningarnæturtónleikar X977 í Portinu á Bar 11 snúa nú aftur í ár í nýju porti, Kolaportinu. Tónlist 19. ágúst 2022 19:00
Aldrei boðið í partý nema gítarinn fylgi með Allt frá því að tónlistarmaðurinn Sváfnir fékk sinn fyrsta gítar um tíu ára gamall hefur það verið einhverskonar náttúrulögmál að gítarinn rati í hendurnar á honum þar sem fólk kemur saman á mannamótum og í partýjum. Sváfnir var nú að senda frá sér nýtt lag, Gítarinn, en í laginu fjallar hann um blessun og bölvun gítarleikarans að vera aldrei boðið í partý nema að gítarinn fylgi með. Tónlist 19. ágúst 2022 18:01
„Sumt er á yfirborðinu, annað lendir undir“ Listakonan Sandra H. Andersen sækir innblástur í áhugaverðar konur í listsköpun sinni en hún hefur verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin átta ár, fyrst í Los Angeles og svo í New York þar sem hún býr í dag. Sandra stendur fyrir sýningunni Lag eftir lag sem er einungis opin á morgun, Menningarnótt, en blaðamaður heyrði í henni og fékk að skyggnast inn í hennar listræna hugarheim. Menning 19. ágúst 2022 17:01
Dorrit stal senunni á frumsýningu Beast Í gær var kvikmyndin Beast frumsýnd, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, og fór frumsýningin fram í Laugarásbíó. Það var þó engin önnur er Dorrit Moussaieff sem stal senunni og hélt uppi stuðinu á staðnum. Lífið 19. ágúst 2022 15:31
Hamagangi Rúriks við orgelið lauk með brothljóði SOS Barnaþorpunum á Íslandi hafa undanfarna mánuði borist peningagreiðslur frá sjónvarpsstöðvum í Þýskalandi sem nema samtals tæplega 2,2 milljónum króna. Lífið 19. ágúst 2022 15:24
„Hefði hlegið að mér og sagt að mig væri að dreyma of stórt“ Hin 19 ára gamla Kolbrún Óskarsdóttir, jafnan þekkt sem KUSK, hefur átt öflugt tónlistarár. Hún sigraði Músíktilraunir í mars síðastliðnum og hefur komið fram á tónleikum víða um landið síðan þá. KUSK var að senda frá sér lagið UNDAN BERUM HIMNI, sem er jafnframt fyrsti síngúll af væntanlegri plötu. Tónlist 19. ágúst 2022 15:00
Tónlistarveisla Bylgjunnar á Menningarnótt sýnd í beinni útsendingu Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísir. Lífið 19. ágúst 2022 13:40
Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. Tónlist 19. ágúst 2022 13:30
The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 19. ágúst 2022 10:30
Björk sakar Katrínu um svik á ögurstundu Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi á ögurstundu svikið samkomulag sem hún á að hafa gert við Björk og sænska loftslagsaðgerðasinnann Gretu Thunberg. Björk segir að Katrín hafi ekki gert neitt fyrir umhverfið. Innlent 19. ágúst 2022 09:43
Heitasta listapar landsins býður í heimsókn Listræna kærustuparið Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson ætla að veita gestum og gangandi innsýn í skapandi hugarheima sína á Menningarnótt með opinni vinnustofu. Blaðamaður heyrði í Sögu og fékk að heyra nánar frá þessum viðburði. Menning 19. ágúst 2022 08:01
Jonah Hill setur geðheilsuna í fyrsta sæti Leikarinn Jonah Hill segist ekki ætla að taka þátt í kynningarherferðum sem tengjast þeim kvikmyndum sem hann kemur að í náinni framtíð. Þetta gerir hann til þess að forðast kvíðann og kvíðaköstin sem hafa fylgt slíkum störfum hjá honum í gegnum árin. Lífið 18. ágúst 2022 17:30
Svona var LXS hópurinn valinn: „Ég var ekki lengi að segja já“ Í fyrsta þættinum af LXS var sýnt frá fyrstu ferð áhrifavaldahópsins umtalaða, þegar hópurinn myndaðist. Lífið 18. ágúst 2022 14:30
Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði. Lífið 18. ágúst 2022 13:33
Röyksopp á Airwaves 2022 Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram með pomp og prakt 3. - 5. nóvember næstkomandi. Fjölbreytt tónlistaratriði koma fram í ár en hátíðin tilkynnti rétt í þessu 23 atriði til viðbótar við dagskrána. Tónlist 18. ágúst 2022 10:01
Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. Innlent 17. ágúst 2022 20:30
Ekki gefnar miklar líkur á bata Svavar Viðarsson fékk blóðtappa í heila og greindist með hjartagalla fyrir um ári síðan og voru honum ekki gefnar miklar líkur á bata. Albumm 17. ágúst 2022 14:31
KR-ingar „woke-væðast“ með nýjum söngtexta Bubbi Morthens sá ljósið en nú er verið að gera nýja útgáfu af KR-lagi hans „Allir sem einn“, nýr texti sem ekki hljómar lengur allir sem einn heldur öll sem eitt. Lífið 17. ágúst 2022 14:19
Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. Bíó og sjónvarp 17. ágúst 2022 14:08
Von á ágætisveðri á Menningarnótt Veðurspáin lítur ágætlega út fyrir þá sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Engin úrkoma er í kortunum og nokkuð bjart og fínt veður verður framan af degi. Veður 17. ágúst 2022 13:23
Hætt að vera Glowie í bili Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. Lífið 17. ágúst 2022 09:28
Stór og spennandi plön í kringum útgáfuna Tónlistarmaðurinn snny sendir frá sér nýtt lag. snny er frá Bandaríkjunum en býr hér á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni og hefur gert síðustu ár. Albumm 17. ágúst 2022 00:32
Kirkja í Texas sögð hafa sýnt söngleikinn „Hamilton“ í leyfisleysi Kirkja í Texas er sögð hafa breytt og bætt við texta í uppsetningu á hinum geysi vinsæla Broadway söngleik „Hamilton.“ Kirkjan er sögð hafa bætt við atriði þar sem Alexander Hamilton iðrist synda sinna og biðji Guð fyrirgefningar. Lífið 16. ágúst 2022 23:32
Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Erlent 16. ágúst 2022 21:04
Pop Idol stjarnan Darius látinn rétt rúmlega fertugur Söngvarinn og leikarinn Darius Campbell Danesh er látinn aðeins 41 árs gamall. Danesh skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann tók þátt í hæfileikaþáttunum Popstars og Pop Idol fyrir tveimur áratugum síðan. Lífið 16. ágúst 2022 17:01
Vopnuð vasaljósum á sýningu sjóðheits listamanns Pétur Geir Magnússon opnaði sýninguna Annarskonar Annaspann síðastliðna helgi við góðar viðtökur. Yfir 200 manns mættu á opnunina og Pétur hefur nú þegar selt rúmlega helming verkanna. Menning 16. ágúst 2022 14:31
Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16. ágúst 2022 12:56
Höfundur Hestahvíslarans fallinn frá Enski rithöfundurinn Nicholas Evans, sem þekktastur er fyrir að hafa ritað skáldsöguna um Hestahvíslarann, er látinn, 72 ára að aldri. Menning 16. ágúst 2022 07:37