Lífið

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Höddi Magg í hlutverki sínu í Steypustöðinni árið 2018.
Höddi Magg í hlutverki sínu í Steypustöðinni árið 2018.

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Þjóðverjar höfðu nokkra yfirburði í leiknum sem lauk með 6-0 sigri þeirra þýsku. Í stöðunni 3-0 fyrir Þýskaland fékk Klara Buhl dauðafæri eftir frábært skil en skaut í stöngina.

„Kalt er það Klara,“ sagði Höddi. Albert Brynjar Ingason knattspyrnusérfræðingur deildi myndskeiði á Twitter og sagði draum vera að rætast, að heyra Hörð nota þennan frasa.

Hörður greip til sama frasa í grínþætti Steypustöðvarinnar fyrir fimm árum. Í þættinum lék hann sjálfan sig, lýsanda sem lætur sér ekki nægja að lýsa fótboltaleikjum heldur öllu því sem er að gerast í lífi hans.

Brot úr þættinum má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Höddi Magg til liðs við RÚV

Sparkspekingurinn Hörður Magnússon verður álitsgjafi á RÚV í umfjöllun ríkisútvarpsins um Mjólkurbikarinn, deildarkeppni karla og kvenna í knattspyrnu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×