Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Boði Logason skrifar 20. júlí 2023 13:16 Það var öllu tjaldað til við gerð myndbandsins og má segja að strákarnir fari á kostum með epískum dansporum. Vísir Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. Strákarnir gáfu út sitt fyrsta lag fyrr í sumar, Rúllettuna, sem fékk góðar viðtökur. Nú hefur annað lag sveitarinnar litið dagsins ljós og heitir það Krumla. Útsetning og lagasmíð í höndum Ásgeirs Orra Ásgeirssonar í StopWaitGo og textinn eftir þá alla. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér: Klippa: IceGuys - Krumla Jón Jónsson segir í samtali við Vísi að þeir hafi fundið fyrir mikilli pressu frá aðdáendahópi sínum, IceGang, að gefa út nýtt lag. „Lagið nær á skemmtilegan hátt að flétta saman gamla góða Krumlu-leikinn og þessu týpíska „haltu mér, slepptu mér“ sambandi tveggja einstaklinga,“ segir hann. Óhætt er að segja að myndbandið sé eitt metnaðarfyllsta tónlistarmyndband seinni ára og var öllu tjaldað til. Leikstjórar eru Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason.Baldur Kristjánsson Leikstjórar myndbandsins eru þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason og er það framleitt í gegnum fyrirtækið Atlavík, sem er í eigu þeirra og Hannesar Þórs Halldórssonar. Danshöfundur er Stella Rósenkranz. Strákarnir æfðu samtals í 15 klukkustundir til að fullkomna sporin. Allan og Hannes eru ánægðir með útkomuna og segja að verkefnið hafi verið einstaklega skemmtilegt. „Þessir strákar eru svo hæfileikaríkir og dönsuðu til dæmis eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað. Við skemmtum okkur konunglega að leikstýra þeim,“ segir Allan. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik GíslasonBaldur Kristjánsson Stella Rósenkranz sá um að kenna strákunum að dansa og það má með sanni segja að það hafi tekist með eindæmum vel.Baldur Kristjánsson Leikstjórarnir, Allan og Hannes, ásamt strákunum í IceGuys. Baldur Kristjánsson „Til hvers að vakna og sakna, til hvers ef ekkert mun batna,“ syngja strákarnir meðal annars í laginu, Krumla.Baldur Kristjánsson Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Strákarnir gáfu út sitt fyrsta lag fyrr í sumar, Rúllettuna, sem fékk góðar viðtökur. Nú hefur annað lag sveitarinnar litið dagsins ljós og heitir það Krumla. Útsetning og lagasmíð í höndum Ásgeirs Orra Ásgeirssonar í StopWaitGo og textinn eftir þá alla. Horfa má á tónlistarmyndbandið hér: Klippa: IceGuys - Krumla Jón Jónsson segir í samtali við Vísi að þeir hafi fundið fyrir mikilli pressu frá aðdáendahópi sínum, IceGang, að gefa út nýtt lag. „Lagið nær á skemmtilegan hátt að flétta saman gamla góða Krumlu-leikinn og þessu týpíska „haltu mér, slepptu mér“ sambandi tveggja einstaklinga,“ segir hann. Óhætt er að segja að myndbandið sé eitt metnaðarfyllsta tónlistarmyndband seinni ára og var öllu tjaldað til. Leikstjórar eru Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason.Baldur Kristjánsson Leikstjórar myndbandsins eru þeir Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason og er það framleitt í gegnum fyrirtækið Atlavík, sem er í eigu þeirra og Hannesar Þórs Halldórssonar. Danshöfundur er Stella Rósenkranz. Strákarnir æfðu samtals í 15 klukkustundir til að fullkomna sporin. Allan og Hannes eru ánægðir með útkomuna og segja að verkefnið hafi verið einstaklega skemmtilegt. „Þessir strákar eru svo hæfileikaríkir og dönsuðu til dæmis eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað. Við skemmtum okkur konunglega að leikstýra þeim,“ segir Allan. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik GíslasonBaldur Kristjánsson Stella Rósenkranz sá um að kenna strákunum að dansa og það má með sanni segja að það hafi tekist með eindæmum vel.Baldur Kristjánsson Leikstjórarnir, Allan og Hannes, ásamt strákunum í IceGuys. Baldur Kristjánsson „Til hvers að vakna og sakna, til hvers ef ekkert mun batna,“ syngja strákarnir meðal annars í laginu, Krumla.Baldur Kristjánsson
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira