„Stutt gúggl“ til að komast að því hver drap Tupac Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júlí 2023 09:01 Dóri DNA hefur lengi fylgst með morðmáli Tupacs. vísir Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segir lítið mál að komast að líklegri niðurstöðu um það hver hafi drepið rapparann Tupac Shakur. Nýjar vendingar í morðmáli rapparans hafa vakið mikla athygli. Greint var frá því í vikunni að lögreglan í Las Vegas hafi fengið leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas en málið hefur talist óupplýst síðan. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segist hafa fengið málið á heilann þegar hann sá fyrstu frétt um dauða Tupacs á RÚV fyrir rúmum aldarfjórðungi. „Þetta gerist þegar ég er á príma aldri fyrir svona hluti,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Örlagaríkt kvöld í Vegas Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að húsleit lögreglu hafi verið í húsi Paulu Clemons sem var gift Keefe D, fyrrverandi gengjameðlimi Crip-gengisins í Los Angeles. Keefe D er jafnframt frændi Orlando Anderson sem hefur lengi verið grunaður um að hafa skotið Tupac. Kvöldið örlagaríka eiga þeir Orlando og Keefe D, ásamt öðrum gengjameðlimum, að hafa orðið fyrir áras af hendi Tupacs í Las Vegas. Segir sagan að sú árás hafi orðið kveikjan að hefndarárás Orlando þar sem Tupac var skotinn í bíl sínum seinna um kvöldið, eftir að hafa mætt á bardaga Mike Tyson í Vegas. Orlando hélt ávallt fram sakleysi sínu en var drepinn tveimur árum eftir morðið, 7. september árið 1998. Með Tupac í för umrætt kvöld var Suge Knight, einn eiganda plötufyrirtækisins Death Row og fleiri gengjameðlimir þeirra. Kemur úr millistéttarjarðvegi „Þessi bylgja af rappi, sem kallaðist gangsta rapp, kallaði fram að menn eins og Suge Knight væri með alvöru gangstera í kringum sig. Á meðan átti svona mikinn pening réði hann lögum og lofum og þeir rúlluðu með, voru harðir og hræðilegir,“ segir Halldór. Hann segir Tupac hafa breyst mikið með inngöngu sinni til Death Row. „Þá er hann kominn með tattú eins og þeir og látinn halda að hann sé töluvert meiri gangster en hann er. Þetta er maður sem var í listaskóla, fékk pólitískt uppeldi og var dansari lengi. Kemur úr meiri millistéttarjarðvegi en maður heldur. En þarna er hann kominn í eitthvað bófahlutverk. Margir vöruðu hann við þessu og þessum félagsskap fyrir.“ Halldór Laxness Halldórsson var sjálfur rappari áður en hann lagði uppistand, ritstörf og rekstur fyrir sig. Dauðadómur undirritaður En aftur að kvöldinu örlagaríka. „Fyrr um daginn höfðu einhverjir gaurar úr Crips-genginu tekið keðju af einum Death row meðlimi. Á þessum Mike Tyson bardaga sjá þeir manninn sem tók keðjuna og Tupac labbar upp að honum og kýlir hann. Í kjölfarið ráðast þeir allir á hann.“ „Menn hafa sagt að með þessu hafi hann bara undirritað dauðadóm sinn, því þessir gaurar voru bara bangers, eins og sagt er. Þeir fóru og drápu hann seinna um kvöldið. Suge Knight vissi það alveg, Keefe D lýsir því að Suge Knight hafi horft á þá þegar bíllinn stoppaði.“ Dóri segir dauða Biggie Smalls, The Notorious B.I.G., oft blandað saman við dauða Tupac. „Þetta tengist auðvitað en í þetta blandast spilltir lögregluþjónar sem voru líka öryggisverðir. Það mál er töluvert flóknara. En þetta kennir okkur að showbusiness og glæpir eru hættulegt combo.“ Stutt gúgl Tupac var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni árið 1994 en var laus úr fangelsi gegn tryggingu sem Suge Knight greiddi. „Hann skrifaði undir hjá Suge Knight á servíettu inni í fangelsinu. Þannig hann fór bara úr öskunni í eldinn og fer úr því að gefa út lög um stéttaskiptingu og unglingþunganir, í að vera gangster. Og allt gerir han þetta fyrir 26 ára aldur, segir Halldór og heldur áfram: „Gaurarnir sem voru ákærðir með honum eru alvöru New York gangsterar, alveg geggjaðir gaurar. Mike Tyson hafði hitt Tupac á einhverjum klúbbi og séð hann með þessum gaurum og varað hann við þessum félagsskap.“ Halldór segir málið liggja ljóst fyrir í dag. „A case of keeping it real, goes wrong.“ „Þú þarft ekki að gúgla meira en í Tupac meira en í tíu mínútur til að vera bara: „Já, þessi gaur drap pottþétt Tupac.“ Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. 18. júlí 2023 23:28 Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. 6. júlí 2017 22:15 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að lögreglan í Las Vegas hafi fengið leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas en málið hefur talist óupplýst síðan. Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, segist hafa fengið málið á heilann þegar hann sá fyrstu frétt um dauða Tupacs á RÚV fyrir rúmum aldarfjórðungi. „Þetta gerist þegar ég er á príma aldri fyrir svona hluti,“ segir Halldór í samtali við Vísi. Örlagaríkt kvöld í Vegas Fjölmiðlar vestanhafs greina frá því að húsleit lögreglu hafi verið í húsi Paulu Clemons sem var gift Keefe D, fyrrverandi gengjameðlimi Crip-gengisins í Los Angeles. Keefe D er jafnframt frændi Orlando Anderson sem hefur lengi verið grunaður um að hafa skotið Tupac. Kvöldið örlagaríka eiga þeir Orlando og Keefe D, ásamt öðrum gengjameðlimum, að hafa orðið fyrir áras af hendi Tupacs í Las Vegas. Segir sagan að sú árás hafi orðið kveikjan að hefndarárás Orlando þar sem Tupac var skotinn í bíl sínum seinna um kvöldið, eftir að hafa mætt á bardaga Mike Tyson í Vegas. Orlando hélt ávallt fram sakleysi sínu en var drepinn tveimur árum eftir morðið, 7. september árið 1998. Með Tupac í för umrætt kvöld var Suge Knight, einn eiganda plötufyrirtækisins Death Row og fleiri gengjameðlimir þeirra. Kemur úr millistéttarjarðvegi „Þessi bylgja af rappi, sem kallaðist gangsta rapp, kallaði fram að menn eins og Suge Knight væri með alvöru gangstera í kringum sig. Á meðan átti svona mikinn pening réði hann lögum og lofum og þeir rúlluðu með, voru harðir og hræðilegir,“ segir Halldór. Hann segir Tupac hafa breyst mikið með inngöngu sinni til Death Row. „Þá er hann kominn með tattú eins og þeir og látinn halda að hann sé töluvert meiri gangster en hann er. Þetta er maður sem var í listaskóla, fékk pólitískt uppeldi og var dansari lengi. Kemur úr meiri millistéttarjarðvegi en maður heldur. En þarna er hann kominn í eitthvað bófahlutverk. Margir vöruðu hann við þessu og þessum félagsskap fyrir.“ Halldór Laxness Halldórsson var sjálfur rappari áður en hann lagði uppistand, ritstörf og rekstur fyrir sig. Dauðadómur undirritaður En aftur að kvöldinu örlagaríka. „Fyrr um daginn höfðu einhverjir gaurar úr Crips-genginu tekið keðju af einum Death row meðlimi. Á þessum Mike Tyson bardaga sjá þeir manninn sem tók keðjuna og Tupac labbar upp að honum og kýlir hann. Í kjölfarið ráðast þeir allir á hann.“ „Menn hafa sagt að með þessu hafi hann bara undirritað dauðadóm sinn, því þessir gaurar voru bara bangers, eins og sagt er. Þeir fóru og drápu hann seinna um kvöldið. Suge Knight vissi það alveg, Keefe D lýsir því að Suge Knight hafi horft á þá þegar bíllinn stoppaði.“ Dóri segir dauða Biggie Smalls, The Notorious B.I.G., oft blandað saman við dauða Tupac. „Þetta tengist auðvitað en í þetta blandast spilltir lögregluþjónar sem voru líka öryggisverðir. Það mál er töluvert flóknara. En þetta kennir okkur að showbusiness og glæpir eru hættulegt combo.“ Stutt gúgl Tupac var dæmdur fyrir kynferðislega áreitni árið 1994 en var laus úr fangelsi gegn tryggingu sem Suge Knight greiddi. „Hann skrifaði undir hjá Suge Knight á servíettu inni í fangelsinu. Þannig hann fór bara úr öskunni í eldinn og fer úr því að gefa út lög um stéttaskiptingu og unglingþunganir, í að vera gangster. Og allt gerir han þetta fyrir 26 ára aldur, segir Halldór og heldur áfram: „Gaurarnir sem voru ákærðir með honum eru alvöru New York gangsterar, alveg geggjaðir gaurar. Mike Tyson hafði hitt Tupac á einhverjum klúbbi og séð hann með þessum gaurum og varað hann við þessum félagsskap.“ Halldór segir málið liggja ljóst fyrir í dag. „A case of keeping it real, goes wrong.“ „Þú þarft ekki að gúgla meira en í Tupac meira en í tíu mínútur til að vera bara: „Já, þessi gaur drap pottþétt Tupac.“
Bandaríkin Tónlist Tengdar fréttir Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. 18. júlí 2023 23:28 Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. 6. júlí 2017 22:15 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Húsleit vegna morðsins á Tupac Shakur Lögreglan í Las Vegas fór fram á og fékk leitarheimild vegna rannsóknar á morðinu á rapparanum Tupac Shakur. 26 ár eru síðan rapparinn var myrtur þann 7. september árið 1996 í Las Vegas og hefur morðinginn aldrei fundist. 18. júlí 2023 23:28
Bréf Tupac til Madonnu á uppboði: „Ég ætlaði aldrei að særa þig“ Söngkonan Madonna og rapparinn Tupac Shakur voru, að sögn Madonnu, par í um þrjú ár áður en rapparinn lést árið 1996. 6. júlí 2017 22:15