Góðan daginn, faggi á faraldsfæti: „Ögrandi að fara úr íslensku búbblunni“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. júlí 2023 14:21 Bjarni Snæbjörnsson er mjög spenntur að fara til Edinborgar að sýna verkið Góðan daginn, faggi. Leifur Wilberg Leiksýningin Góðan daginn faggi er á leið út fyrir landsteinana en hún verður sýnd á Fringe listahátíðinni í Edinborg 4. - 27. ágúst. Blaðamaður ræddi við Bjarna Snæbjörnsson en ásamt honum standa Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi að sýningunni og fara þau öll saman út. Ráðstefna í Montreal kveikjan „Þetta er risa stór listahátíð og við hlökkum mikið til,“ segir Bjarni og bætir við að þau hafi lengi verið spennt fyrir Fringe. Ferlið hófst þegar þau fóru á tengiliðaráðstefnu sviðslista í Montreal síðastliðinn nóvember. „Þar kynntumst við fullt af fólki frá alls konar hátíðum úti í heimi, þar á meðal manni sem heitir Tom og er listrænn stjórnandi í leikhúsinu Summerhall í Edinborg.“ Bjarni segir að þeim hafi litist mjög vel á Tom og húsnæðið. „Við lærðum líka svo mikið af því að hlusta á fyrirlestur hjá honum. Þannig að við sóttum um að vera hjá honum í Summerhall og fengum það strax í gegn.“ Axel Ingi og Bjarni í verkinu Góðan daginn, faggi.Leifur Wilberg „Allt annað skrímsli á ensku“ Bjarni, Gréta Kristín og Axel Ingi skipa listhópinn Stertabenda og heitir á ensku Perplex Theatre Company. Þau hefur löngum langað út með verkið og segjast að mestu vera spennt þó svo að það hafi óvænt tekið á að þýða leikritið yfir á ensku. „Ásamt því að þýða verkið þurftum við að stytta það niður í klukkustund. Við byrjuðum að æfa þetta í upphafi sumarsins og þetta var allt annað skrímsli á ensku,“ segir Bjarni og hlær. „Maður þurfti að vinna alla vinnuna aftur og það var bara ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er, ég bjóst ekki við því. Ég hélt að ég myndi bara skella leikritinu yfir á ensku og læra það tiltölulega fljótt en þetta er allt annað. Það er einhver önnur tíðni og önnur tilfinningatenging við orðin og lögin og það var bara ótrúlega áhugavert. En ég hef rosa góða tilfinningu fyrir þessu núna.“ Margar hinsegin sýningar Hann bætir við að þau séu búin að vinna vel að þessu og leggja mikla vinnu í þessar breytingar. „Það er líka bara ótrúlega ögrandi að hugsa til þess að maður sé að fara úr íslensku litlu búbblunni og hoppa út í risastóra sjóinn sem er útlönd þar sem allt er á ensku. Svo eru ótrúlega margar hinsegin sýningar í gangi líka úti á hátíðinni sem verður mikill innblástur. Við ætlum að fara helst oft á dag á hverjum degi að sjá allt, hitta fólk og heyra þeirra pælingar. Núna er ég mjög vel stemmdur þó að ég hafi tekið smá bugunar tímabil í byrjun júní á fyrstu æfingunum. Það fylgir þessu.“ Þegar leikhópurinn byrjaði með sýninguna Góðan daginn, faggi héldu þau að sýningarnar yrðu í mesta lagi tíu. Nú hafa þau sýnt 115 sýningar og eru á leið erlendis með verkið.Leifur Wilberg 8 sýningar urðu að 115 Góðan daginn, faggi hefur með sanni slegið í gegn hérlendis en ásamt því að hafa sýnt fjöldann allan af uppseldum sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum hefur leikhópurinn ferðast um landið og sýnt víðs vegar. „Viðbrögðin hafa komið okkur mikið á óvart. Við héldum fyrst að við værum að fara að gera svona átta til tíu sýningar, núna eru þær komnar upp í 115 og inn í því eru tvö leikferðalög um landið þar sem við höfum heimsótt bæði grunn- og framhaldsskólana. Þetta er búið að vera ólýsanlegt ferli. Þvílík gjöf og forréttindi en auðvitað líka erfitt og alls konar. Að mestu leyti hefur þetta verið ótrúlega gaman en það var sérstaklega erfitt í fyrstu að æfa mig í að berskjalda mig svona. Svo stækkar þægindaramminn manns þegar maður fattar að maður er öruggur. Þá er þetta svo gefandi og magnað og það er alltaf sjúklega gaman að sýna. Ég get alveg gert 115 sýningar til viðbótar.“ Bók sem fer enn dýpra í hlutina Það er margt spennandi í gangi hjá leikhópnum en ásamt því að vera búin að gefa út plötu við leikritið er Bjarni að vinna að því núna að skrifa bók sem kemur út fyrir jólin. „Bókin er í raun leikritið í bókarformi nema tekið mikið lengra og farið mikið dýpra í hlutina. Allt sem var ekki pláss fyrir í sýningunni verður í bókinni. Svo verður Góðan daginn, faggi sýningin sýnd á RÚV á hinsegin dögum, sem er ótrúlega spennandi. Það varð svona ákveðið móment þegar upptökurnar fyrir RÚV voru búnar. Þá hugsuðum við okei þetta er frábært rönn. Nú getum við einbeitt okkur að enskunni og séð hvert það tekur okkur.“ View this post on Instagram A post shared by s ss (@bjarni.snaebjornsson) Spennandi tækifæri Bjarni segist mjög opinn fyrir því að sýna meira erlendis. „Við vitum af því að fólk frá alls konar listahátíðum er að koma á sýninguna okkar í Edinborg. Þar verða meðal annars forsvarsmenn listahátíða á borð við Dublin Gay Theatre og Sydney Fringe Festival sem eru að leita að verkum. Við ætlum samt bara að vera yfirveguð, við gerum allt ótrúlega vel og vitum það en auðvitað eru margar sýningar í gangi og fá spott sem eru í boði. Ég er því vongóður en með tempraðar væntingar og hlakka aðallega til að tengjast fólki þarna úti,“ segir Bjarni að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýningartímana úti. Leikhús Íslendingar erlendis Menning Hinsegin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Ráðstefna í Montreal kveikjan „Þetta er risa stór listahátíð og við hlökkum mikið til,“ segir Bjarni og bætir við að þau hafi lengi verið spennt fyrir Fringe. Ferlið hófst þegar þau fóru á tengiliðaráðstefnu sviðslista í Montreal síðastliðinn nóvember. „Þar kynntumst við fullt af fólki frá alls konar hátíðum úti í heimi, þar á meðal manni sem heitir Tom og er listrænn stjórnandi í leikhúsinu Summerhall í Edinborg.“ Bjarni segir að þeim hafi litist mjög vel á Tom og húsnæðið. „Við lærðum líka svo mikið af því að hlusta á fyrirlestur hjá honum. Þannig að við sóttum um að vera hjá honum í Summerhall og fengum það strax í gegn.“ Axel Ingi og Bjarni í verkinu Góðan daginn, faggi.Leifur Wilberg „Allt annað skrímsli á ensku“ Bjarni, Gréta Kristín og Axel Ingi skipa listhópinn Stertabenda og heitir á ensku Perplex Theatre Company. Þau hefur löngum langað út með verkið og segjast að mestu vera spennt þó svo að það hafi óvænt tekið á að þýða leikritið yfir á ensku. „Ásamt því að þýða verkið þurftum við að stytta það niður í klukkustund. Við byrjuðum að æfa þetta í upphafi sumarsins og þetta var allt annað skrímsli á ensku,“ segir Bjarni og hlær. „Maður þurfti að vinna alla vinnuna aftur og það var bara ógeðslega erfitt ef ég á að segja alveg eins og er, ég bjóst ekki við því. Ég hélt að ég myndi bara skella leikritinu yfir á ensku og læra það tiltölulega fljótt en þetta er allt annað. Það er einhver önnur tíðni og önnur tilfinningatenging við orðin og lögin og það var bara ótrúlega áhugavert. En ég hef rosa góða tilfinningu fyrir þessu núna.“ Margar hinsegin sýningar Hann bætir við að þau séu búin að vinna vel að þessu og leggja mikla vinnu í þessar breytingar. „Það er líka bara ótrúlega ögrandi að hugsa til þess að maður sé að fara úr íslensku litlu búbblunni og hoppa út í risastóra sjóinn sem er útlönd þar sem allt er á ensku. Svo eru ótrúlega margar hinsegin sýningar í gangi líka úti á hátíðinni sem verður mikill innblástur. Við ætlum að fara helst oft á dag á hverjum degi að sjá allt, hitta fólk og heyra þeirra pælingar. Núna er ég mjög vel stemmdur þó að ég hafi tekið smá bugunar tímabil í byrjun júní á fyrstu æfingunum. Það fylgir þessu.“ Þegar leikhópurinn byrjaði með sýninguna Góðan daginn, faggi héldu þau að sýningarnar yrðu í mesta lagi tíu. Nú hafa þau sýnt 115 sýningar og eru á leið erlendis með verkið.Leifur Wilberg 8 sýningar urðu að 115 Góðan daginn, faggi hefur með sanni slegið í gegn hérlendis en ásamt því að hafa sýnt fjöldann allan af uppseldum sýningum í Þjóðleikhúskjallaranum hefur leikhópurinn ferðast um landið og sýnt víðs vegar. „Viðbrögðin hafa komið okkur mikið á óvart. Við héldum fyrst að við værum að fara að gera svona átta til tíu sýningar, núna eru þær komnar upp í 115 og inn í því eru tvö leikferðalög um landið þar sem við höfum heimsótt bæði grunn- og framhaldsskólana. Þetta er búið að vera ólýsanlegt ferli. Þvílík gjöf og forréttindi en auðvitað líka erfitt og alls konar. Að mestu leyti hefur þetta verið ótrúlega gaman en það var sérstaklega erfitt í fyrstu að æfa mig í að berskjalda mig svona. Svo stækkar þægindaramminn manns þegar maður fattar að maður er öruggur. Þá er þetta svo gefandi og magnað og það er alltaf sjúklega gaman að sýna. Ég get alveg gert 115 sýningar til viðbótar.“ Bók sem fer enn dýpra í hlutina Það er margt spennandi í gangi hjá leikhópnum en ásamt því að vera búin að gefa út plötu við leikritið er Bjarni að vinna að því núna að skrifa bók sem kemur út fyrir jólin. „Bókin er í raun leikritið í bókarformi nema tekið mikið lengra og farið mikið dýpra í hlutina. Allt sem var ekki pláss fyrir í sýningunni verður í bókinni. Svo verður Góðan daginn, faggi sýningin sýnd á RÚV á hinsegin dögum, sem er ótrúlega spennandi. Það varð svona ákveðið móment þegar upptökurnar fyrir RÚV voru búnar. Þá hugsuðum við okei þetta er frábært rönn. Nú getum við einbeitt okkur að enskunni og séð hvert það tekur okkur.“ View this post on Instagram A post shared by s ss (@bjarni.snaebjornsson) Spennandi tækifæri Bjarni segist mjög opinn fyrir því að sýna meira erlendis. „Við vitum af því að fólk frá alls konar listahátíðum er að koma á sýninguna okkar í Edinborg. Þar verða meðal annars forsvarsmenn listahátíða á borð við Dublin Gay Theatre og Sydney Fringe Festival sem eru að leita að verkum. Við ætlum samt bara að vera yfirveguð, við gerum allt ótrúlega vel og vitum það en auðvitað eru margar sýningar í gangi og fá spott sem eru í boði. Ég er því vongóður en með tempraðar væntingar og hlakka aðallega til að tengjast fólki þarna úti,“ segir Bjarni að lokum. Hér má finna nánari upplýsingar um sýningartímana úti.
Leikhús Íslendingar erlendis Menning Hinsegin Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira