BBQ kóngurinn: Grilluð Chicago-style pizza Ný sería af BBQ kónginum fór af stað í gærkvöldi þegar grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson tók upp grillspaðann á nýjan leik. Lífið 30. júní 2023 09:02
Sögð ætla að lýsa vinsælt sætuefni mögulegan krabbameinsvald Undirstofnun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) er sögð ætla að lýsa gervisætuefnið aspartam mögulegan krabbameinsvald í næsta mánuði. Aspartam er notað í fjölda sykurlausra gosdrykkja og tyggigúmmí svo eitthvað sé nefnt. Erlent 29. júní 2023 12:20
Veru mathöll lokað Veru mathöll, sem rekin hefur verið í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík, verður lokað á laugardaginn 1. júlí. Viðskipti innlent 27. júní 2023 23:06
Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum. Lífið 27. júní 2023 16:43
Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Neytendur 27. júní 2023 16:31
Besti veitingastaður heims er í Perú Besti veitingastaður í heimi er í Perú. Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Valencia á Spáni í vikunni. Þetta er í 21. sinn sem besti veitingastaður heims er tilnefndur og í fyrsta sinn sem veitingastaður í Suður-Ameríku hlýtur nafnbótina. Erlent 25. júní 2023 14:30
„Þegar ég var sautján ára sagði líkaminn minn stopp“ „Ég hvet alla til að elta draumana sína þó þeir virki stórir, mikilvægast er að taka bara fyrsta skrefið og missa aldrei trúna á sjálfri sér,“ segir heilsumarkþjálfinn og jógakennarinn Anna Guðný Torfadóttir, sem leggur upp úr því að finna aðgengilegar og auðveldar leiðir fyrir heilbrigðan lífsstíl. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra frá hennar vegferð í lífinu. Lífið 24. júní 2023 07:01
„Ekkert eðlilegt að finna svona geðsýkissvengd koma yfir sig“ Næringarþjálfarinn Ástrós Helga Hilmarsdóttir hefur undanfarnar vikur verið með leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson í mjög stífu aðhaldi en á stuttum tíma tók hann að sér tvö hlutverk þar sem líkamsform hans átti að vera mjög ólíkt. Heilsa 23. júní 2023 20:00
Ekkert áfengi og minna kjöt en meira af fiski og baunum Það er best fyrir heilsu manna og umhverfið að þeir neyti sem mest af matvælum úr jurtaríkinu, borði mikið af fiski og dragi úr kjötáti. Þetta eru niðurstöður sérfræðinga sem hafa lagst yfir vísindalegar rannsóknir um áhrif matvæla á heilsu. Innlent 20. júní 2023 11:45
Hveitikökur eru góðar með öllu áleggi Flestir kannast við vestfirskar hveitikökur. Hvort sem þær eru borðaðar hversdags eða til hátíðarbrigða geta matgæðingar sammælst um ágæti þeirra. Laufey Rós Halldórsdóttir matartæknir deilir hér sinni eftirlætis uppskrift. Lífið 19. júní 2023 14:54
Kjörræðismaður Rússlands hættir hjá Kaupfélaginu Ólafur Ágúst Andrésson, kjörræðismaður Rússa á Íslandi og forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eftir 27 ára starf fyrir félagið. Viðskipti innlent 16. júní 2023 17:29
Sláandi munur á risarækjum sem kostuðu jafnmikið Eyþór Jóvinsson, bóksali, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann vakti athygli á sláandi mun á tveimur risarækjuréttum sem hann borðaði. Réttirnir kostuðu báðir 3500 krónur en munurinn á framsetningu og bragði var gífurlegur. Neytendur 14. júní 2023 12:40
„Nú er þetta fyrsta hótelið á Íslandi sem er með Michelin-stjörnu“ Veitingastaðirnir Dill og Óx fá að halda sínum Michelin-stjörnum og á verðlaunahátíð Michelin í Finnlandi í gærkvöldi fékk veitingastaðurinn Moss í Bláa lóninu stjörnuna eftirsóttu í fyrsta sinn. Viðskipti innlent 13. júní 2023 22:53
Hæstánægður með stjörnuna og bauð stjörnukokkum upp á íslenskan rófurétt í Turku Einn eigenda veitingastaðarins Óx er himinlifandi með að staðurinn hafi haldið Michelinstjörnunni sinni þrátt fyrir flutninga á síðasta ári. Hann er nýlentur á Íslandi eftir að hafa sótt Michelin-verðlaunaafhendingu í Finnlandi en þar bauð hann, ásamt matreiðslufólki Óx, stjörnukokkum að gæða sér á íslenskum rófurétti. Viðskipti innlent 13. júní 2023 13:02
„Reksturinn er orðinn erfiðari“ Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu að Bankastræti, að sögn rekstrarstjóra vegna hækkunar á leigu og erfiðari reksturs. Viðskipti innlent 12. júní 2023 14:39
Segir þunglyndi og offitu meiri á Íslandi en víðast hvar Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir telur ekki ólíklegt að Íslendingar séu sólgnari í sykur en aðrar þjóðir. Innlent 12. júní 2023 11:46
Eldsteikt folald með krömdum sveita-jarðeplum Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það eldsteikt folald með krömdum sveita-jarðeplum og gráðostasósu. Lífið 7. júní 2023 08:39
Kvenfélagskonur vilja ekki deila bollastelli með Grundarfjarðarbæ Kvenfélagið á Grundarfirði hefur hafnað beiðni bæjarstjóra um að sameina bollastellið og matarstellið í samkomuhúsinu. Bæjarstjóri segir að allir séu þó vinir. Innlent 6. júní 2023 18:23
Núðluréttur sem leikur við bragðlaukana Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það taílenskur núðluréttur sem leikur við bragðlaukana. Lífið 31. maí 2023 11:13
Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Innlent 30. maí 2023 15:12
Ekkert eðlilegt við að sjá verðhækkanir samhliða hagnaði fyrirtækja Verðbólgan heldur áfram að bíta en hún stendur nú í 9,5 prósentum. Verð á öllum neysluvörum heldur áfram að hækka. Ný úttekt Alþýðusambands Íslands sýnir gríðarlega hækkun á matvöruverði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir fyrirtæki verða að gyrða sig í brók. Innlent 27. maí 2023 23:05
„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. Lífið 27. maí 2023 10:50
Eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Loki Foods vann til verðlauna í flokki nýliða í vikunni á Nordic Statups Award, verðlaunahátíð sem fram fór í Grósku. Fyrirtækið var eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna. Viðskipti innlent 26. maí 2023 16:51
Tekur við sem þjálfari Kokkalandsliðsins Snædís Xyza Mae Ocampo matreiðslumaður hefur verið valin þjálfari Íslenska Kokkalandsliðsins sem Klúbbur matreiðslumeistara heldur utan um og rekur. Matur 25. maí 2023 09:10
Tuddi með hvítlauks- og eldpiparmæjó Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það pönnusteikt nautalund með hvítlauks- og eldpiparmæjó, getur ekki klikkað! Lífið 24. maí 2023 07:00
Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Lífið 18. maí 2023 07:01
Grillaðar kótilettur með guðdómlegri sultu Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega. Í þetta skiptið er það gamli skólinn á nýja mátann, hér eru kótilettur með brennivíns-beikon sultu, kartöflum og gulrótum í hvítlaukssmjöri. Lífið 17. maí 2023 09:00
Kryddhúsið minnkar kolefnisspor með nýjum umbúðum Kryddhúsið hefur sagt skilið við plaststauka og ál í öllum umbúðum kryddlínunnar. Ýmsar spennandi nýjungar eru einnig væntanlegar frá Kryddhúsinu. Ólöf Einarsdóttir, annar eigenda og framkvæmdastjóri segir stefnu Kryddhússins að starfa í sátt við umhverfið. Lífið samstarf 15. maí 2023 09:16
Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Innlent 13. maí 2023 09:00
Eva Laufey deilir uppskriftum að hinni fullkomnu Eurovision veislu Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er þaulvön þegar kemur að hverskyns veisluhöldum. Hún átti því ekki í erfiðleikum með að gefa góð ráð fyrir komandi Eurovision-partí. Matur 11. maí 2023 14:37