Blekking við neytendur eða leið til að halda „þægilegri verðpunkti“? Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 11:02 Heimsmarkaðsverð á súkkulaði hefur hækkað mjög síðustu misseri. Stór pakkning af Góu-súkkulaðirúsínum hefur verið minnkuð úr 500 grömmum og niður í 420 grömm. Vísir/vilhelm Neytendur eru sífellt meðvitaðri um svokallaða shrinkflation, magnskerðingu, sem matvælaframleiðendur hafa gripið til svo hægt sé að forðast beinar verðhækkanir. Framkvæmdastjóri Bónuss segir erfitt að bregðast við magnskerðingu; helsta vopnið sé að halda vöruúrvali fjölbreyttu. Stór bjór á barnum er nærtækt dæmi um shrinkflation, eða magnskerðingu. Almenn stærð á honum, eins og margir muna eflaust, var eitt sinn 0,5 lítrar. Hún er nú víðast hvar 0,4 lítrar. Og ekki lækkar verðið í samræmi. Magnskerðingarhugtakið er ekki nýtt af nálinni. Það komst til að mynda í heimsfréttirnar árið 2016 þegar tilkynnt var að bilið milli stykkjanna í Toblerone yrði stækkað og súkkulaðið þannig minnkað; breyting sem horfið var frá vegna harkalegra viðbragða. Neytendasamtökin lýstu magskerðingu nú á dögunum sem verðhækkun í kyrrþey, vara minnkuð án vitundar neytenda en verðið stendur í stað. Og neytendur virðast æ meðvitaðri um aðferðina, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Við fáum dæmi, eins og farið er yfir í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Í frostpinnapakka frá Kjörís voru eitt sinn tíu pinnar en þeir eru nú átta. Því ber að halda til haga að fyrirtækið skrifar fækkun pinnanna alfarið á breytingu við framleiðslu; pakkaverð var lækkað samhliða en stykkjaverð á hverjum pinna hækkaði vissulega við breytinguna. Stór pakki af súkkulaðirúsínum frá Góu vó einu sinni 500 grömm en vegur nú 420 grömm. Og í Extra tyggjópakka voru forðum 25 stykki en þau eru nú aðeins 21. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Arnar Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónuss segir fyrirtækið hafa fylgst vel með þessu síðustu ár. Lítið sé hægt að gera, annað en að stuðla að samkeppni. „Ef bara einn framleiðandinn er að fara í það að minnka vörurnar sínar en halda vöruverði eins, þá tökum við inn aðrar vörur á lægra verði í meira magni og getum ýtt undir það að fólk kaupi hagstæðari einingu,“ segir Björgvin. Snakk og sælgæti Hann bendir á þvottaefnið í hillunum á bak við hann sem dæmi. Þar hafi stórir, þekktir framleiðendur gerst sekir um magnskerðingu en þá sé passað að ódýrari og umfangsmeiri kostir standi fólki til boða á móti. Björgvin merkir ekki aukningu í magnskerðingu en þekkir til nokkurra dæma. „Snakkframleiðendur, þeir hafa bætt við lofti [svo umbúðir virðist stærri]. Og eflaust sælgæti, súkkulaði er orðið mikið dýrara út af hráefnisverði og þá er reynt að gera ýmislegt,“ segir Björgvin. „Það er hægt að horfa á þetta með tvennu móti, annað er að segja að framleiðendur séu að plata þig til að borga meira fyrir minna. En sumir eru að grípa til þessa ráðs til að geta komið vörunni út á þægilegri verðpunkti.“ Þá skal tekið fram að neytendur á magnskerðingarvaktinni hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Því hefur til að mynda verið velt upp hvort pylsubrauðin á Bæjarins beztu hafi verið minnkuð. Eigendur vísa því alfarið á bug. Umfang þjóðarréttarins stendur semsagt algjörlega óbreytt frá því sem áður var. Neytendur Verslun Matur Matvöruverslun Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Stór bjór á barnum er nærtækt dæmi um shrinkflation, eða magnskerðingu. Almenn stærð á honum, eins og margir muna eflaust, var eitt sinn 0,5 lítrar. Hún er nú víðast hvar 0,4 lítrar. Og ekki lækkar verðið í samræmi. Magnskerðingarhugtakið er ekki nýtt af nálinni. Það komst til að mynda í heimsfréttirnar árið 2016 þegar tilkynnt var að bilið milli stykkjanna í Toblerone yrði stækkað og súkkulaðið þannig minnkað; breyting sem horfið var frá vegna harkalegra viðbragða. Neytendasamtökin lýstu magskerðingu nú á dögunum sem verðhækkun í kyrrþey, vara minnkuð án vitundar neytenda en verðið stendur í stað. Og neytendur virðast æ meðvitaðri um aðferðina, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Við fáum dæmi, eins og farið er yfir í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan. Í frostpinnapakka frá Kjörís voru eitt sinn tíu pinnar en þeir eru nú átta. Því ber að halda til haga að fyrirtækið skrifar fækkun pinnanna alfarið á breytingu við framleiðslu; pakkaverð var lækkað samhliða en stykkjaverð á hverjum pinna hækkaði vissulega við breytinguna. Stór pakki af súkkulaðirúsínum frá Góu vó einu sinni 500 grömm en vegur nú 420 grömm. Og í Extra tyggjópakka voru forðum 25 stykki en þau eru nú aðeins 21. Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss.Vísir/Arnar Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri Bónuss segir fyrirtækið hafa fylgst vel með þessu síðustu ár. Lítið sé hægt að gera, annað en að stuðla að samkeppni. „Ef bara einn framleiðandinn er að fara í það að minnka vörurnar sínar en halda vöruverði eins, þá tökum við inn aðrar vörur á lægra verði í meira magni og getum ýtt undir það að fólk kaupi hagstæðari einingu,“ segir Björgvin. Snakk og sælgæti Hann bendir á þvottaefnið í hillunum á bak við hann sem dæmi. Þar hafi stórir, þekktir framleiðendur gerst sekir um magnskerðingu en þá sé passað að ódýrari og umfangsmeiri kostir standi fólki til boða á móti. Björgvin merkir ekki aukningu í magnskerðingu en þekkir til nokkurra dæma. „Snakkframleiðendur, þeir hafa bætt við lofti [svo umbúðir virðist stærri]. Og eflaust sælgæti, súkkulaði er orðið mikið dýrara út af hráefnisverði og þá er reynt að gera ýmislegt,“ segir Björgvin. „Það er hægt að horfa á þetta með tvennu móti, annað er að segja að framleiðendur séu að plata þig til að borga meira fyrir minna. En sumir eru að grípa til þessa ráðs til að geta komið vörunni út á þægilegri verðpunkti.“ Þá skal tekið fram að neytendur á magnskerðingarvaktinni hafa ekki alltaf rétt fyrir sér. Því hefur til að mynda verið velt upp hvort pylsubrauðin á Bæjarins beztu hafi verið minnkuð. Eigendur vísa því alfarið á bug. Umfang þjóðarréttarins stendur semsagt algjörlega óbreytt frá því sem áður var.
Neytendur Verslun Matur Matvöruverslun Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira