Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 14:01 Það var mikið fjör hjá ísáhugafólki um helgina á Kjörísdeginum stóra. Aðsend Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig. Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Hátíðin stóð frá 11:00 til 14:00 en í fréttatilkynningu segir að mikið álag hafi skapast á gatnakerfið. „Raðir mynduðust langt upp alla Kambana og lang leiðina til Reykjavíkur. Allt gekk þó upp þó vel upp og flestir fengu bílastæði í Hveragerði, enda hafði bærinn gert ráðstafanir hvað varðar bílastæði fyrir gesti. Óhætt er að segja að það hafi verið algjör metþátttaka í ár enda viðburðurinn orðinn vel kynntur og fastur liður hjá mörgum fjölskyldum. Valdimar Hafsteinssonn framkvæmdastjóri Kjörís setti hátíðina en kynnir var Villi Naglbítur. Boðið var upp á fjölbreytt skemmtiatriði á stóra Kjörís sviðinu. Þar voru atriði eins og GDRN, hljómsveitin Slysh og fleiri. Jafnframt voru viðburðir á svæðinu eins og þrautabraut Hjalta Úrsusar og fleira.“ Hljómsveitin Slysh steig á stokk.Aðsend Kjörís bauð gestum upp á fjölbreytt úrval af ís. Allt frá Mjúkís ársins 2024 til ýmissa furðutegunda sem voru sér framleidd fyrir þennan dag. Það má segja að það hafi krafist hugrekkis að smakka sumar þeirra. „Mesta athygli vöktu að venju furðuísarnir sem að þessu sinni voru harðfiskís, laxaís, beikonís með karamellusósu og til að toppa daginn var gott að enda á Habanero chilly ís. Sunneva Einars og Birta Líf Teboðsskvísur og áhrifavaldar voru á svæðinu og fylgdu eftir nýjustu afurðinni Bestís.“ Þar segir sömuleiðis að margir hafi nýtt tækifærið og tekið mynd með skvísunum. Aðdáendur nýttu tækifærið og fengu mynd með Birtu Líf og Sunnevu Einars.Aðsend Kjörís notar þennan dag til að kynnast bragðlaukum landans og er óhætt að segja að margt hafi komið á óvart. „Mjög margir þurftu ábót af Biscoff ís sem saman stendur af biscoff kexi og nutella og því ekki ótrúlegt að hann muni sjást í verslunum í nánustu framtíð. Þessi hátíð hefur verið haldin ár hvert með örfáum undantekningum í kringum Covid þegar samkomutakmarkanir voru og ekki þótti heppilegt að boða til fjöldasamkoma. Mjólkurfræðingar og bragðgæðingar Kjörís nota þetta tækifæri til að kynna viðskiptavinum fjölbreytta möguleika í vöruþróun og er þessi hátíð grunnurinn á vali að Mjúkís ársins, sem er árlegur kynningarviðburður okkar í janúar.“ Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir til viðbótar af deginum: Sáttir ísáhugamenn - kannski að smakka laxaísinn?Aðsend Sunneva og Birta kynntu Bestís.Aðsend Langar raðir mynduðust en skipulagið gekk vel.Aðsend Viðburðurinn var vel sóttur af ísáhugafólki úr öllum áttum.Aðsend Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði.Aðsend
Ís Matur Samkvæmislífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira