Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Ís­land undaskilið al­þjóð­legum kolefniskvóta

Í ljósi landfræðilegrar legu Íslands hallar á þjóðina þegar kemur að því að uppfylla skuldbindingar að alþjóðlega kvótakerfi kolefnissporsins. Þetta kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir skort á gegnsæi, svikum og ósanngirni gagnvart smáríkjum eins og Íslandi. Hér eru aðeins hugrenningar um hvers vegna Ísland ætti að vera undanþegið þessu kerfi og hvers vegna núverandi skipulag er bæði óraunhæft og ósanngjarnt fyrir landið.

Skoðun
Fréttamynd

Hættu­lega heitir dagar fleiri og mann­skæðari en áður

Loftslagsbreytingar á jörðinni gerðu það að verkum að á árinu sem er að líða fjölgaði dögum þar sem hitinn er hættulegur mannfólki mikið, eða um sex vikur að meðaltali. Þetta þýðir að hitabylgjum hefur fjölgað og þær vara lengur í hvert skipti. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Guardian fjallar um í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hags­munir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti

Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Evrópu­þing­menn hvetja yfir­völd til að láta af hval­veiðum

Alls hafa 36 þingmenn Evrópuþingsins og umhverfisaktívistar sent ríkisstjórn Íslands áskorun um að binda enda á hvalveiðar. Í bréfi hópsins til ríkisstjórnarinnar segir að ákvörðun starfsstjórnar í síðustu viku stríði gegn alþjóðlegum skuldbindingum og sérstaklega þeim sem hafi verið gerðar í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­mál eru orku­mál

Mikið var rætt um þörfina fyrir aukna græna orkuöflun í aðdraganda alþingiskosninga. Það virðist vera samhljómur hjá flestum flokkum og hjá atvinnulífi um þörfina og það er ekki að ástæðulausu.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hál­frar gráðu múrinn

Öruggt er nú að árið sem er að líða verði það hlýjasta í mælingarsögunni samkvæmt evrópskum vísindamönnum. Árið 2024 verður jafnframt það fyrsta þar sem meðalhiti jarðar verður einni og hálfri gráðu yfir meðaltali fyrir iðnbyltingu.

Erlent
Fréttamynd

Skil­virkari og ein­faldari stjórn­sýsla í þágu al­mennings

Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ár­leg æfing í von­brigðum“

Guðmundur Steingrímsson varaformaður Landverndar segir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sé árleg æfing í vonbrigðum. Hann segir að skaðinn sem loftslagsbreytingar séu að valda í þróunarríkjum sé gríðarlegur.

Innlent
Fréttamynd

Upp­nám á COP29 er full­trúar þjóða strunsuðu út

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar.

Erlent
Fréttamynd

Bílar og byggingar­iðnaður losar mest í Reykja­vík

Losun gróðurhúsalofttegunda dróst saman um tæp tvö og hálft prósent í Reykjavík í fyrra. Meirihluti losunarinnar kemur frá samgöngum og byggingariðnaði. Bílaumferð í Reykjavík einni og sér var uppspretta um tíu prósenta samfélagslosunar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskt lofts­lags­flótta­fólk og kosningarnar

Hann Guðmundur Sigurðsson og Aðalheiður Jónsdóttir kona hans, langalangafi minn og langalangamma fluttu ásamt börnum sínum frá Skálum á Langanesi til Norður-Dakota í lok 19. aldar. Ástæðan; langvinn harðindi á Norðurlandi. Ís var fyrir landi sumarlangt, spretta engin og bústofn féll. Þau voru loftslagsflóttafólk.

Skoðun
Fréttamynd

Verða fyrst í heimi til að skatt­leggja losun frá bú­fénaði

Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Erlent