Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 18. desember 2025 16:03 Afneitun loftslagsvísinda virðist lúta sínum eigin lögmálum. Hún hverfur aldrei alveg, heldur sekkur tímabundið undir yfirborðið og sprettur svo upp aftur. Sömu mýtur, mótrök og rangfærslur endurkastast aftur og aftur, stundum í nýjum búningi en oftar úr sama hráefni. Þannig dafnar hin síendurtekna afneitun í eins konar mýtuvaxtarækt, nærð af tortryggni og hálfkunnáttu, í jarðvegi þar sem samfélagsmiðlar hafa tekið við hlutverki heimilda. Gagnrýnin hugsun víkur fyrir einföldunum og hálfsannleika sem sjaldnast standast nánari skoðun. Sannarlega má finna sannleikskorn í sumum mýtum, en þau missa marks þegar þau hafa farið í gegnum síu afneitunarinnar og koma út sem hálfsannleikur eða tilbúningur, oft í dulargerfi fræðilegs yfirbragðs. Slíkt getur hljómað trúverðugt fyrir óreynda lesendur, sérstaklega þegar það er sett fram af fullu sjálfsöryggi. Loftslag jarðar stjórnast af fjölmörgum þáttum, m.a. inngeislun sólar, möndulhalla jarðar, braut hennar um sólina, hafstraumum, skýjafari, eldvirkni og gróðurhúsalofttegundum, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Þetta vita loftslagsvísindamenn mæta vel. Engu að síður kemur „gagnrýni“ afneitunarhópa reglulega fram í spurningum á borð við: „af hverju skoðið þið ekki sólina betur?“ eða „en eldfjöllin, þau spúa nú aldeilis?“ Eins og vísindamönnum hafi aldrei dottið það í hug! Sólin hefur reyndar verið mæld, greind og rannsökuð í áratugi, jafnvel aftur í tímann með óbeinum gögnum. Niðurstaðan er skýr, breytingar á inngeislun sólar geta ekki skýrt þá hraðfara hlýnun sem nú á sér stað. Sama gildir um geimgeisla, eldvirkni og brautarsveiflur jarðar, þetta hefur allt verið rækilega rannsakað. Samt heldur afneitunin áfram að lifa; hún þarf stundum bara nýtt andlit eða frjósamari jarðveg til að spretta upp á ný með það að markmiði að sá efasemdum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Afneitun fæðist sjaldan úr tómarúmi. Hún tengist oft pólitískri tortryggni, andúð á ríkisafskiptum og trú á óheft einstaklingsfrelsi sem andstæðu vísindalegrar rökhyggju. Þar verður gagnrýnin hugsun fyrsta fórnarlambið, og sannleikurinn það næsta. Ég hef fylgst með loftslagsumræðunni í um tvo áratugi. Á fyrstu árum þessarar aldar, þegar bloggsíður voru nýr vettvangur, var afneitunin hávær. Við félagarnir, Höskuldur Búi Jónsson jarðfræðingur og ég, ákváðum að bregðast við og stofnuðum vefinn loftslag.is árið 2009, m.a. í þeim tilgangi að svara mýtum með gögnum og rökum og reyna þannig að fræða og færa umræðuna upp á hærra plan. Smám saman virtist hávaðinn hjaðna og afneitunin dragast saman. Í kringum Parísarsamkomulagið 2015 varð umræðan raunsærri, fjölmiðlar áhugasamari og almenningur upplýstari. Afneitunin hvarf þó aldrei með öllu, hún beið þess bara að jarðvegurinn yrði frjór á ný. Sú bylgja kom eftir heimsfaraldurinn, þegar bóluefnaafneitun og nýjar samsæriskenningar veittu gömlu hugmyndunum endurnýjaðan kraft. Nýjasta dæmið er fyrrverandi alþingismaður sem gaf út bók þar sem sama gamla mantran er klædd í nýjan búning. Sumir kalla það „framlag“ til umræðunnar, en í raun er þar á ferð endurvinnsla afneitunarinnar, ef ekki sólin, þá geimgeislar, eldgos eða annað hentugt náttúruafl. Ofan á þetta bætist svo hið kunnuglega samsæri um að loftslagsaðgerðir séu ekkert annað en yfirhylming fyrir nýja skattpíningu stjórnvalda, dýrkeypt fyrir almenning og árangurslaus að auki. Allt er gert til þess að sá vafa um hvort mannkynið hafi nokkuð með núverandi loftslagsbreytingar að gera. Gömlu mótrökin vakna þannig til lífs á ný, tilbúin í blekkingarheim mýtuvaxtaræktarinnar. Þessu sinnir fyrrverandi þingmaðurinn af slíkri leikni að hætt er við að fleiri skrái sig í mýtuvaxtaræktina. Jarðvegurinn fyrir afneitunina hefur því miður sjaldan verið frjósamari. En, enn er þó hægt að snúa við blaðinu. Vísindaleg aðferðafræði, heiðarleiki í umræðu og vilji til að skilja heiminn og aðlagast breytingum í stað þess að óttast þær eru þau verkfæri sem hafa haldið okkur á réttri braut hingað til. Ef við göngum áfram í þá átt mun blekkingin fjara út, mýtuvaxtaræktin visna, og þá munu forvitnin, staðreyndirnar og skynsemin taka við. Greinarhöfundur er meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Afneitun loftslagsvísinda virðist lúta sínum eigin lögmálum. Hún hverfur aldrei alveg, heldur sekkur tímabundið undir yfirborðið og sprettur svo upp aftur. Sömu mýtur, mótrök og rangfærslur endurkastast aftur og aftur, stundum í nýjum búningi en oftar úr sama hráefni. Þannig dafnar hin síendurtekna afneitun í eins konar mýtuvaxtarækt, nærð af tortryggni og hálfkunnáttu, í jarðvegi þar sem samfélagsmiðlar hafa tekið við hlutverki heimilda. Gagnrýnin hugsun víkur fyrir einföldunum og hálfsannleika sem sjaldnast standast nánari skoðun. Sannarlega má finna sannleikskorn í sumum mýtum, en þau missa marks þegar þau hafa farið í gegnum síu afneitunarinnar og koma út sem hálfsannleikur eða tilbúningur, oft í dulargerfi fræðilegs yfirbragðs. Slíkt getur hljómað trúverðugt fyrir óreynda lesendur, sérstaklega þegar það er sett fram af fullu sjálfsöryggi. Loftslag jarðar stjórnast af fjölmörgum þáttum, m.a. inngeislun sólar, möndulhalla jarðar, braut hennar um sólina, hafstraumum, skýjafari, eldvirkni og gróðurhúsalofttegundum, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. Þetta vita loftslagsvísindamenn mæta vel. Engu að síður kemur „gagnrýni“ afneitunarhópa reglulega fram í spurningum á borð við: „af hverju skoðið þið ekki sólina betur?“ eða „en eldfjöllin, þau spúa nú aldeilis?“ Eins og vísindamönnum hafi aldrei dottið það í hug! Sólin hefur reyndar verið mæld, greind og rannsökuð í áratugi, jafnvel aftur í tímann með óbeinum gögnum. Niðurstaðan er skýr, breytingar á inngeislun sólar geta ekki skýrt þá hraðfara hlýnun sem nú á sér stað. Sama gildir um geimgeisla, eldvirkni og brautarsveiflur jarðar, þetta hefur allt verið rækilega rannsakað. Samt heldur afneitunin áfram að lifa; hún þarf stundum bara nýtt andlit eða frjósamari jarðveg til að spretta upp á ný með það að markmiði að sá efasemdum um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Afneitun fæðist sjaldan úr tómarúmi. Hún tengist oft pólitískri tortryggni, andúð á ríkisafskiptum og trú á óheft einstaklingsfrelsi sem andstæðu vísindalegrar rökhyggju. Þar verður gagnrýnin hugsun fyrsta fórnarlambið, og sannleikurinn það næsta. Ég hef fylgst með loftslagsumræðunni í um tvo áratugi. Á fyrstu árum þessarar aldar, þegar bloggsíður voru nýr vettvangur, var afneitunin hávær. Við félagarnir, Höskuldur Búi Jónsson jarðfræðingur og ég, ákváðum að bregðast við og stofnuðum vefinn loftslag.is árið 2009, m.a. í þeim tilgangi að svara mýtum með gögnum og rökum og reyna þannig að fræða og færa umræðuna upp á hærra plan. Smám saman virtist hávaðinn hjaðna og afneitunin dragast saman. Í kringum Parísarsamkomulagið 2015 varð umræðan raunsærri, fjölmiðlar áhugasamari og almenningur upplýstari. Afneitunin hvarf þó aldrei með öllu, hún beið þess bara að jarðvegurinn yrði frjór á ný. Sú bylgja kom eftir heimsfaraldurinn, þegar bóluefnaafneitun og nýjar samsæriskenningar veittu gömlu hugmyndunum endurnýjaðan kraft. Nýjasta dæmið er fyrrverandi alþingismaður sem gaf út bók þar sem sama gamla mantran er klædd í nýjan búning. Sumir kalla það „framlag“ til umræðunnar, en í raun er þar á ferð endurvinnsla afneitunarinnar, ef ekki sólin, þá geimgeislar, eldgos eða annað hentugt náttúruafl. Ofan á þetta bætist svo hið kunnuglega samsæri um að loftslagsaðgerðir séu ekkert annað en yfirhylming fyrir nýja skattpíningu stjórnvalda, dýrkeypt fyrir almenning og árangurslaus að auki. Allt er gert til þess að sá vafa um hvort mannkynið hafi nokkuð með núverandi loftslagsbreytingar að gera. Gömlu mótrökin vakna þannig til lífs á ný, tilbúin í blekkingarheim mýtuvaxtaræktarinnar. Þessu sinnir fyrrverandi þingmaðurinn af slíkri leikni að hætt er við að fleiri skrái sig í mýtuvaxtaræktina. Jarðvegurinn fyrir afneitunina hefur því miður sjaldan verið frjósamari. En, enn er þó hægt að snúa við blaðinu. Vísindaleg aðferðafræði, heiðarleiki í umræðu og vilji til að skilja heiminn og aðlagast breytingum í stað þess að óttast þær eru þau verkfæri sem hafa haldið okkur á réttri braut hingað til. Ef við göngum áfram í þá átt mun blekkingin fjara út, mýtuvaxtaræktin visna, og þá munu forvitnin, staðreyndirnar og skynsemin taka við. Greinarhöfundur er meðlimur í loftslagshópnum París 1,5, sem vinnur að því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun