Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 09:01 Konar hellir vatni á höfuð aldraðs manns vegna hitans í Dauðadalsþjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum í ágúst. AP/John Locher Árið sem er að líða er á meðal þeirra þriggja hlýjustu frá því að mælingar hófust samkvæmt greiningu vísindamanna. Meðalhiti síðustu þriggja ára mælist nú í fyrsta skipti yfir viðmiðunarmörkum Parísarsamkomulagsins. Helstu alþjóðlegu stofnanir sem halda utan um mælingar á meðalhita jarðar hafa ekki enn birt lokatölur sínar fyrir árið. Samtökin World Weather Attribution birtu hins vegar í dag greiningu sína sem bendir til þess að árið 2025 endi sem eitt þriggja hlýjustu áranna í mælingasögunni. Niðurstaða hópsins er einnig að meðalhiti síðustu þriggja ára sé rúmlega 1,5 gráðum hærri en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu. Það er þá í fyrsta skipti sem það gerist frá því að ríki heims sömdu um að reyna að halda hnattrænni hlýnun innan við eina og hálfa gráðu í Parísarsamningnum árið 2015. Hópurinn sem greindi hitamælingarnar er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á hversu mikil áhrif hnattræn hlýnun af völdum manna hefur á einstaka veðurviðburði. Hann greindi meðal annars áhrifin á hitabylgjuna á Íslandi í maí og komst að því að hlýnunin hefði gert hana fjörutíu prósent líklegri en ella og þremur gráðum hlýrri. Á annað hundrað veðuröfgaatburðir Einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar er vaxandi veðuröfgar. Hópurinn greindi 157 veðurviðburði sem hann telur öfgafulla á árinu. Skilgreiningin á slíkum atburðum er að þeir hafi valdið fleiri en hundrað mannslátum, haft áhrif á meira en helming íbúa á tilteknu svæði eða að neyðarástandi hafi verið lýst yfir vegna þeirra. Mannskæðustu veðuröfgarnar í ár voru hitabylgjur. Sumar þeirra voru allt að tífalt líklegri til þess að eiga sér stað nú en fyrir áratug vegna þeirrar manngerðu hlýnunar sem hefur orðið. „Hitabylgjurnar sem við höfum orðið vitni að í ár eru tiltölulega tíðir viðburðir í okkar loftslagi en nær ómögulegt hefði verið að þær ættu sér stað án hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hún hefur gríðarleg áhrif,“ segir Friederike Otto, vísindamaður frá Imperial College í London og einn stofnenda World Weather Attribution. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Helstu alþjóðlegu stofnanir sem halda utan um mælingar á meðalhita jarðar hafa ekki enn birt lokatölur sínar fyrir árið. Samtökin World Weather Attribution birtu hins vegar í dag greiningu sína sem bendir til þess að árið 2025 endi sem eitt þriggja hlýjustu áranna í mælingasögunni. Niðurstaða hópsins er einnig að meðalhiti síðustu þriggja ára sé rúmlega 1,5 gráðum hærri en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu. Það er þá í fyrsta skipti sem það gerist frá því að ríki heims sömdu um að reyna að halda hnattrænni hlýnun innan við eina og hálfa gráðu í Parísarsamningnum árið 2015. Hópurinn sem greindi hitamælingarnar er þekktastur fyrir rannsóknir sínar á hversu mikil áhrif hnattræn hlýnun af völdum manna hefur á einstaka veðurviðburði. Hann greindi meðal annars áhrifin á hitabylgjuna á Íslandi í maí og komst að því að hlýnunin hefði gert hana fjörutíu prósent líklegri en ella og þremur gráðum hlýrri. Á annað hundrað veðuröfgaatburðir Einn fylgifiska hnattrænnar hlýnunar er vaxandi veðuröfgar. Hópurinn greindi 157 veðurviðburði sem hann telur öfgafulla á árinu. Skilgreiningin á slíkum atburðum er að þeir hafi valdið fleiri en hundrað mannslátum, haft áhrif á meira en helming íbúa á tilteknu svæði eða að neyðarástandi hafi verið lýst yfir vegna þeirra. Mannskæðustu veðuröfgarnar í ár voru hitabylgjur. Sumar þeirra voru allt að tífalt líklegri til þess að eiga sér stað nú en fyrir áratug vegna þeirrar manngerðu hlýnunar sem hefur orðið. „Hitabylgjurnar sem við höfum orðið vitni að í ár eru tiltölulega tíðir viðburðir í okkar loftslagi en nær ómögulegt hefði verið að þær ættu sér stað án hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hún hefur gríðarleg áhrif,“ segir Friederike Otto, vísindamaður frá Imperial College í London og einn stofnenda World Weather Attribution.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila