Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Ekkert innan­lands­smit í gær

Enginn greindist með kórónuveirusmit innanlands í gær. Á landamærunum greindist eitt smit og er þar beðið eftir niðurstöðum mótefnamælingar.

Innlent
Fréttamynd

Þögn á útvarpsstöðvunum í morgun

Tilgangur þagnarinnar var að vekja athygli á framlagi sjálfstætt starfandi tónlistarmanna til íslensks samfélags. Þeir hafa búið við mikið atvinnuleysi og fá úrræði síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru.

Innlent
Fréttamynd

Gætu gripið til hertra aðgerða

forsætisráðherra Noregs kveðst hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu og að vel mögulegt sé að grípa þurfi til hertari aðgerða til að stemma stigu við útbreiðsluna. Óvissan sé mikil og staðan alvarleg.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir greindust innan­lands

Fjögur smit greindust innanlands í gær og þrjú á landamærunum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Tveir þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví, en tveir ekki.

Innlent
Fréttamynd

Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir

Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst.

Erlent
Fréttamynd

Opið bréf til Þórólfs

Sæll Þórólfur. Á síðasta upplýsingafundi um Covid varpaðir þú fram eftirfarandi spurningum: Hvað eigum við að sætta okkur við að margir sýkist, hvað margir leggist inn á spítala og hve margir deyja af völdu Covid?

Skoðun
Fréttamynd

Tveir greindust innan­lands

Tvö smit greindust innanlands í gær og fjögur á landamærunum, en beðið er eftir niðurstöðum mótefnamælingar. Bæði sem greindust innanlands voru í sóttkví.

Innlent