Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. september 2020 19:30 Ríkissjóður hefur greitt um átta milljarðar króna í launagreiðslur starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30