Ríkissjóður hefur greitt átta milljarða í laun starfsmanna á uppsagnarfresti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. september 2020 19:30 Ríkissjóður hefur greitt um átta milljarðar króna í launagreiðslur starfsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á uppsagnarfresti. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ríkissjóður hefur þegar greitt tæpa átta milljarða króna vegna launakostnaðar starfsmanna á uppsagnafresti hjá fyrirtækjum tengd ferðaþjónustu síðustu mánuði. Í lögum um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnafresti starfsfólks sem tóku gildi í júní á þessu ári kemur fram að stuðningur ríkisins geti að hámarki verið 85% af launakostnaði launamanns á uppsagnafresti þó að hámarki 633.000 á mánuði. Frá því lögin tóku gildi hafa 272 fyrirtæki nýtt sér úrræðið og hafa samtals fengið greitt um átta milljarða króna úr ríkissjóði. Foto: HÞ Icelandair hefur fengið langmesta stuðninginn eða tæpa 2,9 milljarða króna vegna um 1900 starfsmanna. Flugleiðahótel eru næst stærst með 452 milljónir króna vegna 480 starfsmanna, Þá hefur Bláa lónið hefur fengið 425 milljónir vegna 540 starfsmanna. Átta fyrirtæki hafa fengið 100-200 milljónir í uppsagnastyrki. Ef rýnt er í listann af handahófi sést að Flugfélag Íslands hefur fengið 70 milljónir króna, Guide to Iceland um 28 milljónir, Landnámsetrið 18 milljónir, Hótel Húsafell 7,5 milljónir, Grillmarkaðurinn 6,2 milljónir og Tix miðasala um 4,6 milljónir króna. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Uppsagnafrestur starfsfólks er ýmist liðinn eða lýkur um næstu eða þar næstu mánaðarmót en fram kom í hádegisfréttum hjá formanni Samtaka ferðaþjónustunnar að um 90% af starfsfólki í greininni verði horfið úr greininni á næstu mánuðum. Úrræði stjórnvalda dugi skammt. Kallar eftir frekari styrkjum Enn er kallað eftir aðgerðum til hjálpar ferðaþjónustunni. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt sé að halda lykilfólki áfram í starfi svo hægt sé að rétta ferðaþjónustuna við hraðar þegar hægt verður að fara aftur á fulla ferð. Hann segir mikilvægt að ferðaþjónustan fái sértæka styrki til að „halda loganum lifandi.“ „Þetta snýst allt um það að verja verðmætasköpunaraflið sem liggur í útflutningsatvinnugreinunum, þar er ferðaþjónustan líklegust til að vera kvikust á fæturna fram í tímann þannig að við þurfum að halda loganum lifandi,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kallar eftir því að ferðaþjónustan fái beina styrki frá ríkinu til að halda lykilstarfsmönnum í vinnu. Vísir/vilhelm „Að geta haldið fólkinu, lykilfólkinu sem er með þekkinguna, viðskiptasamböndin, sér um fasteignirnar og tækin, selur inn í næsta sumar til þess að við fáum það út úr greininni sem við getum fengið sem samfélag. Það lágmarkar þá kostnaðinn sem við tökum út á þeim enda. Í rauninni snýst þetta um að leggja minna fé núna fram til að viðhalda verðmætasköpunaraflinu til að fá meira út úr því þegar við komumst af stað aftur.“ Hann segir skynsamlegt að ferðaþjónustan fái beina styrki til að halda fólki í starfi. Hann eigi þá ekki við víðtæka styrki heldur styrki til að halda lykilfólki í starfi. „Við erum með kerfi í gegn um uppsagnarstyrkina sem kemur í veg fyrir misnotkun, það er hægt að nýta það áfram, og það þýðir að við eigum möguleika á að halda loganum lifandi hjá fyrirtækjum sem að skapa verðmæti fyrir okkur öll inn í næsta ár.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30 „Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05 Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair mikilvægt í endurreisn Íslands Uppgangur í flugi og ferðaþjónustu síðasta áratuginn hefur gjörbylt efnahagslífi landsins, skapað verðmæti og störf, bætt lífskjör og haft góð áhrif á byggðaþróun. Samfara hröðum vexti hafa verðmæti innviða aukist til muna. 14. september 2020 17:30
„Við reiknum með að nánast allir verði farnir heim um næstu eða þarnæstu mánaðamót“ Að óbreyttu verða níutíu prósent starfsfólks í ferðaþjónustu búin að glata starfi sínu um næstu eða þarnæstu mánaðamót, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Greinin kallar eftir rekstrarstyrkjum. 14. september 2020 12:05
Bankarnir með líf margra ferðaþjónustufyrirtækja í sínum höndum Níu af hverjum tíu ferðaþjónustufyrirtækjum leggjast í dvala um næstu og þarnæstu mánaðarmót og fjöldi fólks er á leið á atvinnuleysisbætur að sögn framkvæmdastjóra Eldingar. Greinin tali fyrir því að fá rekstrarstyrki frá ríkissjóði svo hægt sé að viðhalda ráðningarsambandi við starfsfólk. 13. september 2020 20:30