Breska lögreglan: „Hafnið hátíðahöldum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 14:49 Djammið í London. Ef vel er að gáð má sjá sjö manna hóp standa og spjalla saman. Frá og með mánudeginum verður slíkt ekki leyfilegt í borginni. Victoria Jones/PA Images via Getty Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra. Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi hefur varað almenning við því að nýta líðandi helgi til hátíðarhalda og partístands þó að hertar reglur um samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á mánudag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Samtökum lögreglumanna að veruleg hætta sé á því að almenningur muni reyna að „nýta sér“ núverandi reglur til þess að skemmta sér saman áður en hinar hertu reglur taka gildi. Reglurnar sem taka gildi eftir helgi kveða á um að hámarksfjöldi fólks sem kemur saman í Englandi verði sex. Reglurnar munu gilda um alla aldurshópa. Reglurnar voru settar þar sem útlit er fyrir að Bretland gæti farið að „missa stjórn“ á kórónuveirufaraldrinum. Sektin fyrir fyrsta brot á reglunum nemur 100 Sterlingspundum, eða rúmlega 17.000 krónum. Sektin tvöfaldast svo fyrir hvert brot sem bætist við það fyrsta, þar til hámarki sektarheimildarinnar er náð eftir sex brot. Hámarkið er því 3.200 pund, eða um 560.000 krónur. Skotar, sem setja sínar eigin sóttvarnareglur, munu þá banna samkomur fleiri en sex innan- sem utandyra. Þó mega einstaklingar af sama heimili vera fleiri saman og reglurnar ná ekki til barna undir 12 ára aldri. Frá og með mánudeginum verða þá samkomur fleiri en sex innandyra ólöglegar í Wales, að því gefnu að um sé að ræða samkomu fólks af fleiri en einu heimili. Þó mega 30 manns enn hittast utandyra.
Bretland England Skotland Wales Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira