Innlent

Rektor Háskóla Íslands í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er í sóttkví ásamt tveimur öðrum.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er í sóttkví ásamt tveimur öðrum. vísir/vilhelm

Um helgina greindist starfsmaður Háskóla Íslands með Covid-19 sjúkdóminn. Sá sem greindist með sjúkdóminn starfar í Aðalbyggingu háskólans.

Þetta kemur fram í tölupósti sem Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, sendi nemendum og starfsfólki nú rétt í þessu. Rektorinn sjálfur er á meðal þeirra sem þarf að fara í sóttkví en auk hans þurfa tveir starfsmenn Aðalbyggingar að sæta sóttkví.

Starfsmaður Háskóla Íslands hefur greinst með Covid-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm

Gripið hefur verið til allra nauðsynlegra ráðstafana í samstarfi við smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis. Starfsstöðvar þeirra sem eru í sóttkví hafa verið sótthreinsaðar rækilega, að því er fram kemur í orðsendingu rektors.

Jón Atli hvetur starfsfólk og nemendur til að nota rafræna kosti til fundarhalda og til að fylgja reglum sóttvarnaryfirvalda í einu og öllu í ljósi stöðunnar. Finni einhver fyrir minnstu einkennum skuli sá hinn sami í öllum tilvikum halda sig heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×