Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. september 2020 07:11 Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. EPA/Marcial Guillen Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira