Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. september 2020 07:11 Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. EPA/Marcial Guillen Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. Þetta kemur fram í skýrslu frá nefndinni Global Preparedness Monitoring Board sem er nefnd á vegum Alþjóðabankans og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni, sem ber nafnið „Heimur í óreiðu“, segir einnig að viðvaranir hafi ítrekað litið dagsins ljós en lítið hafi verið hlustað á þær. Þar segir einnig að viðbrögð við faraldri Covid-19 séu enn ekki nægjanleg og það sé að miklu leyti vegna skorts á forystu frá pólitískum leiðtogum. Ítrekað er í skýrslunni að heimurinn þurfi að læra af faraldri nýju kórónuveirunnar. „Mistök við að læra lexíur Covid-19 og að bregðast við að grípa til aðgerða með tilheyrandi skuldbindingum, mun þýða að næsti faraldur, sem mun án efa eiga sér stað, mun hafa jafnvel verri afleiðingar,“ segir í skýrslunni. Aldrei fleiri smitast á einum degi WHO, segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda smita kórónuveirunnar á einum sólarhring í gær. Staðfest smit í heiminum öllum voru tæplega 308 þúsund og hafa aldrei verið fleiri frá upphafi faraldursins. Fyrra met stóð í tæplega 307 þúsund smitum á sólarhring. Þá létu 5.500 manns lífið í gær og er fjöldi látinna því kominn í 917 þúsund manns. Mesta aukningin í smitum er nú á Indlandi (94.372), í Bandaríkjunum (45.523) og í Brasilíu (43.718). Allt í allt hafa rúmar 28 milljónir smitast, flest í Norður- og Suður- Ameríku. WHO hefur einnig varað við því að dauðsföllum muni líklega fjölga í Evrópu í október og nóvember. Hans Kluge, yfirmaður stofnunarinnar í Evrópu, sagði að ástandið yrði erfiðara. Nýsmituðum hefur farið hratt í nokkrum Evrópuríkjum að undanförnu og þá helst á Spáni og í Frakklandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna