Arnar beint í smitpróf og lögfræðingurinn sér um boltakrakkana Lögfræðingur KSÍ hefur umsjón með boltakrökkunum á leiknum við Belgíu í kvöld og Arnar Þór Viðarsson er mættur til landsins og bíður niðurstöðu smitprófs. Fótbolti 14. október 2020 12:24
Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“ „Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists. Lífið 14. október 2020 12:24
Stefnir allt í að fleiri smitist nú en í fyrstu bylgjunni Aldrei hafa fleiri verið í einangrun vegna kórónuveirunnar hér á landi, eða rúmlega 1100 manns. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stefna í stærri bylgju en þá fyrstu. Innlent 14. október 2020 11:55
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. Atvinnulíf 14. október 2020 11:48
Aldrei fleiri verið í einangrun vegna Covid-19 hér á landi Samkvæmt uppfærðum tölum eru nú 1.132 í einangrun vegna Covid-19. Innlent 14. október 2020 11:08
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. Fótbolti 14. október 2020 11:07
88 greindust innanlands síðastliðinn sólarhring 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 45 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 43 ekki. 24 eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Innlent 14. október 2020 11:04
Leikskóladeild lokað á Akureyri eftir að barn greindist með veiruna Leikskóladeildinni Árholti við Glerárskóla á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Innlent 14. október 2020 10:53
Sex greindust með veiruna í Akurskóla Þrír nemendur í 7.-10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn. Innlent 14. október 2020 10:47
Telur sig hafa smitast í lauginni Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson glímir nú við Covid-19. Hann segir frá því á heimasíðu sinni að hann hafi vaktnað í svitabaði, kaldur og með dynjandi höfuðverk á laugardaginn. Lífið 14. október 2020 09:09
Lífið of stutt fyrir venjulegar töskur Heiðrún Björk Jóhannsdóttir hefur hannað og saumað töskur í 11 ár í bland við aðra fylgihluti. Síðustu fimm ár hefur hún nánast eingöngu framleitt töskur og fær innblástur frá flottum konum hér á landi og erlendis Tíska og hönnun 14. október 2020 09:01
Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar. Menning 14. október 2020 08:46
Smit í þremur handboltaliðum á Íslandi Kórónuveiran herjar á handboltalið á Íslandi og leikmenn þriggja liða eru nú í einangrun. Handbolti 14. október 2020 08:32
„Allt í einu eru miklu fleiri tilbúnari að prófa að versla á netinu“ Áhrif kórónuveirufaraldursins á vefverslun eru margvísleg að sögn Hebu Fjalarsdóttur, markaðsstjóra Mynto.is, fyrstu vefverslunarmiðstöðvarinnar hér á landi, sem opnaði í júlí síðastliðnum með útgáfu appsins Mynto. Viðskipti innlent 14. október 2020 07:31
Tugir söfnuðust saman í Liverpool eftir að barir lokuðu: „Hjarðónæmi, hér komum við“ Tugir söfnuðust saman á torgi í miðborg Liverpool í gærkvöldi nokkrum klukkustundum áður en hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar tóku gildi. Erlent 14. október 2020 07:07
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. Atvinnulíf 14. október 2020 07:06
Hert á takmörkunum víða um Evrópu Tékkar ætla að loka stórum hluta samfélagsins næstu þrjár vikurnar til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fleiri þjóðir boða hertar reglur. Erlent 14. október 2020 07:05
Biden sagði Trump fórna eldri borgurum í baráttunni við kórónuveiruna Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, fór hörðum orðum um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum á kosningafundi sem hann hélt með eldri borgurum í Flórída í gær. Erlent 14. október 2020 06:51
Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag. Innlent 13. október 2020 23:46
Þrettán sjúklingar á Kristnesspítala í sóttkví vegna covid-19 smits starfsmanns Þrettán sjúklingar og tíu starfsmenn Kristnesspítala í Eyjafirði eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður spítalans greindist smitaður af covid-19. Innlent 13. október 2020 21:40
Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Erlent 13. október 2020 21:00
Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. Innlent 13. október 2020 20:33
„Lýsir sér dálítið eins og maður sé í einhverjum heiftarlegum átökum“ Rögnvaldur Ólafsson, sem greindist með covid-19 á föstudaginn, ber sig nokkuð vel en segist hafa fundið fyrir klassískum einkennum covid-19. Innlent 13. október 2020 19:10
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. Innlent 13. október 2020 18:55
Fleiri börn hafa smitast af kórónuveirunni Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga. Innlent 13. október 2020 17:44
Sex smit rakin til morgunsunds á Hrafnagili Svo virðist sem rekja megi uppruna covid-19 smits í sex af þeim átta tilfellum, sem staðfest hafa verið í Eyjafjarðarsveit, til sundlaugarinnar á Hrafnagili í byrjun síðustu viku. Innlent 13. október 2020 17:40
Rögnvaldur hjá almannavörnum smitaður Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur greinst með kórónuveiruna. Innlent 13. október 2020 15:38
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. Fótbolti 13. október 2020 15:16
Fjörutíu í sóttkví eftir smit á Fífuborg Um þrjátíu börn og níu starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi eru í sóttkví eftir að starfsmaður leikskólans greindist með kórónuveiruna. Innlent 13. október 2020 14:46
Telja ekki meiri smithættu af stökum spilakössum en hraðbönkum Heilbrigðisráðuneytið metur það sem svo að ekki sé meiri smithætta af stökum spilakössum en til að mynda hraðbönkum, bensínsjálfsölum og sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. Innlent 13. október 2020 14:32
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent