Komumst lítið áfram ef við ætlum að benda á hvert annað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 18:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum. Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, um allt sem hefur gengið á hjá sambandinu síðan Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna. Þá segir hún sambandið bíða upplýsinga frá almannavörnum svo hægt verði að taka ákvörðun með mótahald. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Klara: Komumst lítið áfram ef við ætlum að fara benda á hvort annað Þorgrímur fagnaði sigri Íslands á Rúmeníu vel og innilega að leik loknum. Gekk hann inn á völlinn og faðmaði mann og annan, þar á meðal fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson. Samt sem áður þurfti aðeins starfslið KSÍ að fara í sóttkví en enginn leikmaður. Nú hefur verið staðfest að Víðir Reynisson hefði ekki átt að gefa leyfi fyrir því að landsliðsþjálfarar Íslands, Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, gætu horft á leik Íslands og Belgíu innan úr einum af „glerbúrunum“ á Laugardalsvelli. „Það er alveg rétt að umræddur starfsmaður braut bæði nálægðarmörk og þær reglur sem eru gildandi innan knattspyrnuhreyfingarinnar um grímuskyldu starfsmanna. Okkur þykir það ákaflega miður, við höfum reynt að minna hvort annað á að við þurfum að fylgja þessum reglum. Höfum reynt að minna okkur sjálf og aðildarfélögin á að taka þátt í leiknum. Því miður gekk það ekki eftir í þessu tilfelli og það er staðfest að þarna var um að brot að ræða,“ sagði Klara í viðtali við Gaupa fyrir utan Laugardalsvöll í dag. Eru viðurlög við broti sem þessu hjá knattspyrnusambandi Evrópu? „Nei, ekki sem mér er kunnugt um. Þetta eru miklir doðrantar sem gilda um endurkomu leiksins. Ég held alveg örugglega að það sé rétt hjá mér að það séu ekki viðurlög innan UEFA um þetta. UEFA sendir sérstakan eftirlitsmann hingað til lands sem á að fylgjast með hversu vel við framfylgjum Covid-reglunum og það var búið að ganga mjög vel, og það gekk mjög vel að langflestu leyti. Við fengum mjög gott hrós fyrir framkvæmdina. Auðvitað var ýmislegt sem var erfitt, við vorum til að mynda með dómarana í klefum sem voru ekki með sturtum. Það var ýmislegt sem við þurftum að gera til að framkvæmdin myndi ganga upp og því miður var þetta eitt af því fá sem virðist hafa farið úrskeiðis hjá okkur.“ „Við höfum reynt að hlaupa ekki eftir því sem við höldum að sé að fara gerast heldur beðið eftir að fá staðfestar upplýsingar. Þess vegna er þetta kannski enn leiðinlegri uppákoma fyrir okkur en við erum öll mannleg og ég held að við höfum flest gert mistök í þessu. Gleymt okkur í nálægðarmörkum, grímuskyldu og öðru slíku. Við komumst lítið áfram ef við ætlum að fara að benda á hvert annað í þessari baráttu, við verðum að leggjast á eitt. Óvinurinn er veiran, hún er þessi óboðni vágestur sem því miður er hér út um allt,“ sagði Klara varðandi það hvernig KSÍ hefur reynt að tækla sín mál varðandi kórónuveiruna. Að lokum var Klara spurð út í mótahald KSÍ en mögulega þarf sambandið að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af. „Við reynum að afla okkur upplýsinga eins og við getum og vera á tánum. Við bíðum – eins og margir – eftir því hvað kemur í ljós á morgun [á upplýsingafundi Almannavarna]. Þá kemur vonandi reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu og svo verða ákvarðanir teknar á grundvelli þeirra upplýsinga og þeirra heimilda sem þar eru.“ „Ég öfunda ekki KSÍ af þeim ákvörðunum sem eru fram undan. Það eru engar góðar ákvarðanir, þær eru allar erfiðar fyrir einhverja. Það er ekkert létt í þessu en það standa allir frammi fyrir því sama,“ sagði Klara að lokum.
Fótbolti KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32 Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Mistök að hafa leyft þjálfurunum að vera á leiknum Þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefðu ekki átt að fá leyfi til að vera á leiknum gegn Belgíu í gær. 15. október 2020 11:32
Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Þorgrímur Þráinsson er sagður hafa brotið sóttvarnareglur þegar hann gekk inn á Laugardalsvöllinn eftir leikinn gegn Rúmeníu og faðmaði mann og annan. 15. október 2020 07:49