Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 14:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi fram á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal, ehf., sem er dótturfyrirtæki Kerecis hf., hefur sett á markað umrædda munnúða. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal segir að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar,“ segir í tilkynningu Viruxal. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi aðeins heyrt af málinu í fréttum. Þar hafi hann hins vegar tekið eftir því að talað sé um að úðinn virki gegn veirunni í tilraunaglösum en ekki liggi fyrir niðurstöður úr tilraunum á mönnum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. Það gildir um öll lækningarlyf. Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ segir Þórólfur. Úðinn sagður eyða 99,97% af veirunni í tilraunaglösum Fram kemur í tilkynningu frá Viruxal að úðinn hafi verið notaður á sjúkrastofnunum víðs vegar um heiminn í þeim tilgangi að græða sár og koma í veg fyrir sýkingar. Þannig hafi úðanum til að mynda verið sprautað í háls og munn sjúklinga með byrjunareinkenni Covid-19 á Ítalíu. Niðurstöður á virkni úðans hafi lofað góðu og í framhaldinu þróaðar tvær „samverkandi lækningavörur til notkunar í nef og munni“. Þá segir í tilkynningu að úðinn hafi meðal annars verið rannsakaður hjá Ríkisháskólanum í Utah. Þær rannsóknir hafi leitt í ljós að úðinn eyði 99,97% af veirunni. „Í tilrauninni var Viruxal fitusýrunum og SARS-CoV-2 veirum blandað saman og látnar standa í 30 mínútur áður en veirunni var gefið tækifæri til að komast inn í frumur. Einnig var mælt hversu mikið af veirunum eyddust og fóru ekki inn í frumur. Í þeim tilraunaglösum sem innihéldu Viruxal fitusýrur reyndust 99,97% SARS-CoV-2 veirunnar óvirkar og sýktu því ekki frumurnar.“ Rannsóknir á virkni úðans á mönnum eru einnig í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni. Í fyrri útgáfu þessarar fréttar kom fram að nef- og munnúðinn væri lyf. Úðinn flokkast hins vegar sem lækningatæki, að því er fram kemur á vef Lyfjastofnunar, og því gilda aðrar reglur um hann en lyf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29 Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48 Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Sjá meira
Hvetur fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveitina Alma Möller, landlæknir, hvatti í dag fleiri heilbrigðisstarfsmenn til að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins. 15. október 2020 12:29
Víðir segir KSÍ hafa brugðist: „Fyrst og fremst vonbrigði“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það fyrst og fremst vonbrigði að starfsmenn karlalandsliðsins í fótbolta hafi verið í snertingu við leikmenn þvert á loforð KSÍ. 15. október 2020 11:48
Stór hópur greindist með veiruna eftir ferðalag erlendis Stór hópur ferðalanga, sem búsettir eru hér á landi, greindist með kórónuveiruna á landamærum í gær. 15. október 2020 11:18