Gjörólíkir og óvenjulegir kosningafundir hvor á sinni sjónvarpsstöðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 07:25 Donald Trump var í Flórída en Joe Biden í Pennsylvaníu. AP Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, sátu báðir fyrir svörum í beinni útsendingu hvor á sinni bandarísku sjónvarpsstöðinni í gær. Báðir viku þeir sér undan að svara tilteknum lykilspurningum hreint út en í erlendum fjölmiðlum er þessum kosningafundum í sjónvarpinu lýst sem algjörum andstæðum, bæði vegna mismunandi framkomu þeirra Trump og Biden og gjörólíkrar sýnar þeirra á flest ef ekki öll málefni. Trump sat fyrir svörum á NBC-sjónvarpsstöðinni og var sent út frá Miami í Flórída. Biden var á ABC-sjónvarpsstöðinni sem sendi út frá Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Það má segja að þessir kosningafundir, sem sýndir voru á sama tíma í beinni útsendingu, hafi verið óvenjulegir enda komu þeir í stað kappræðna frambjóðendanna sem áttu að fara fram í gær. Vegna kórónuveirufaraldursins stóð til halda kappræðurnar rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í slíkum kappræðum. Því var hætt við þær og komu þessir fundir í sjónvarpinu í staðinn. watch on YouTube Fór kannski í sýnatöku fyrir kappræðurnar Að því er segir í frétt BBC vék Trump sér meðal annars undan því að afneita samsæriskenningum hópsins QAnon um að forsetinn sé að berjast við leynilegt kerfi af elítum sem tengjast meðal annars Satan og barnaníðshringjum. Þá kvaðst hann ekki muna hvort hann hefði farið í sýnatöku fyrir kórónuveirunni daginn sem hann mætti Biden í kappræðum í lok síðasta mánaðar. „Kannski gerði ég það, kannski ekki,“ sagði Trump. Á móti svaraði Biden ekki beint hvað hann hyggst fyrir varðandi Hæstarétt Bandaríkjanna. Töluvert hefur verið rætt um möguleikann á því að hann bæti við dómurum við réttinn til að auka jafnvægið á milli frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða við réttinn. Spurður út í áætlanir sínar í þessum efnum í gær svaraði Biden því ekki hreint út. Hann gaf þó í skyn að hann væri opinn fyrir möguleikanum að bæta dómurum við réttinn. „Við erum sigurvegari“ Trump var í vörn þegar viðbrögð hans og ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum komu til umræðu á fundinum í Miami. Hann hélt því til að mynda fram að baráttu bandarísku þjóðarinnar við veiruna yrði lokið innan skamms, þrátt fyrir að svo virðist sem að faraldurinn sé í uppsveiflu víðast hvar í landinu. „Við erum sigurvegari. Við höfum unnið stórkostlega vinnu og þetta er hinu megin við hornið. Og bóluefnin eru að koma og lyfin eru að koma,“ sagði Trump meðal annars á NBC. Á meðan gagnrýndi Biden viðbrögð Trumps við faraldrinum eins og hann hefur ítrekað gert í kosningabaráttunni. „Hann missti af gríðarstórum tækifærum og hélt áfram að segja hluti sem voru ósannir,“ sagði Biden og benti á að forsetinn hafi vitað hversu hættulegur kórónuveiran sem veldur Covid-19 en ekki sagt almenningi frá því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira