Staðan í Evrópu geti versnað hratt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:17 Sérfræðingar telja að ef um 95% fólks notaði grímur og fylgdi öðrum sóttvarnatilmælum mætti bjarga um 281.000 mannslífum fram að febrúar. Myndin er af lestarstöð í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Sean Gallup/Getty Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58