Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. október 2020 12:31 Fv: Svanhildur Sverrisdóttir, Ásdís Eir Símonardóttir. Leifur Geir Hafsteinsson, Hafsteinn Bragason. Inngrip með þremur jákvæðum hlutum, Pollýanna, styrkleikasamtöl og hugræn atferlismeðferð eru meðal atriða sem koma fram hjá mannauðstjórum fjögurra ólíkra fyrirtækja sem öll leggja áherslu á jákvæða sálfræði sem lið í uppbyggingu á vellíðan og ánægju starfsfólks. Jákvæð sálfræði nýtist ekki síst nú á tímum Covid en þó þarf að haga í huga að hamingjan er í okkar eigin höndum. Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig hægt er að nýta jákvæða sálfræði á tímum kórónufaraldurs. Í þessari þriðju grein af þremur voru viðmælendur dagsins beðnir um að svara eftirfarandi spurningu: „Með hvaða hætti hefur það nýst ykkar vinnustað vel að vinna eftir aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði og telur þú jákvæða sálfræði geta nýst vinnustöðum sérstaklega vel á tímum sem þessum?“ Rannsóknir styðja Pollýönnu Ásdís Eir Símonardóttir hjá OR og formaður Mannauðs.Vísir/Vilhelm Ásdís Eir Símonardóttir vinnusálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykjavíkur: „Við þekkjum það flest að vera uppteknari af því að bæta veikleika okkar en þekkja og næra styrkleika okkar. Jákvæða sálfræðin einblínir hins vegar á að draga fram bestu eiginleika manneskjunnar og skoðar hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks með áherslu á styrkleika í stað veikleika. Það er ekki bara okkur Pollýönnunum sem finnst jákvæðni og áhersla á styrkleika borga sig, heldur sýna rannsóknir margvíslegan ávinning. Það að hagnýta jákvæða sálfræði á vinnustað felur þó ekki í sér eintóm hlátursköst, „hæfæv“ á göngunum og almenna kátínu kátínunnar vegna. Við hjá OR samstæðunni höfum nýtt okkur jákvæða sálfræði við að ná árangri og byggja upp menningu þar sem starfsfólk er umbótasinnað, sér tækifæri frekar en vandamál og er óhrætt við að læra af mistökum. Á tímum sem þessum þar sem við höfum þurft að gera gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu og hvernig við nálgumst okkar daglegu verk hefur þetta hugarfar reynst lykill að árangri. Það að geta haldið í jákvæðnina þrátt fyrir óvissu og krefjandi aðstæður er alveg ótrúlega mikilvægt. Það reynir á þrautseigju starfsfólks og stjórnenda þessi misserin, og það er mikilvægt að sýna hvort öðru umhyggju og stuðning,“ segir Ásdís Eir en en Ásdís er einnig formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Fólk ræðir styrkleikana sína reglulega „Til að ná árangri hefur áherslan hjá okkur verið að horfa til hvernig megi nýta styrkleika fólks og þann fjölbreytileika sem felst í mannauðnum til að leysa viðfangsefni okkar. Það sem hefur gefist vel er að vefa markvisst styrkleikamiðaða nálgun inn í ferla og lykiláherslur í mannauðsmálum. Þannig er það til dæmis fastur liður í reglulegum starfsmannasamtölum að fólk ræðir sína styrkleika, hvernig þeir nýtast í starfi og hvort það sé tækifæri til að nýta styrkleikana enn betur eða með öðrum hætti. Þannig fókus höfum við líka í fræðslu- og starfsþróunarmálum þar sem áhersla er lögð á að efla fólk og styðja við vöxt starfsfólks og stjórnenda. Við trúum því að þannig búum við til vinnuumhverfi þar sem fólk er framsýnt, meira skapandi og tilbúið að takast á við áskoranir og breytingar. Undanfarin ár höfum við líka lagt áherslu á að þjálfa fólk í þrautseigju og seiglu, enda sýna rannsóknir að slíkt hefur jákvæð áhrif á líðan og virkar sem forvörn gegn streitu og kulnun. Ég tel svo styrkleikamiðaða nálgun gríðarlega mikilvæga þegar kemur að því að nýta tækifæri framtíðarinnar. Hjá OR samstæðunni höfum við farið í markvissa greiningarvinnu með starfsfólki, sem auðvitað þekkir sín störf best, til að kortleggja hvernig hlutirnir gætu breyst með þeim gríðarlegu tækniframförum sem eru í gangi og aukinni sjálfvirknivæðingu. Þannig höfum við saman greint allskonar tækifæri og starfsfólk fengið vettvang til að kafa ofan í hvað framtíðin ber í skauti sér og hvernig styrkleikar viðkomandi passa inn í það,“ segir Ásdís Eir. Lærum af árangri og af mistökum Hafsteinn Bragason, Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka: „Fyrir mér er jákvæð sálfræði að leggja áherslu á heilbrigði, árangur og ánægju starfsmanna. Að beina sjónum að því sem við erum gera vel og hvernig við getum lært af reynslunni er sú menning sem við reynum stuðla að hjá Íslandsbanka. Af hverju gekk þetta verkefni vel? Hvernig getum við lært af því og yfirfært árangur á fleiri verkefni? Við leggjum áherslu á það sem gengur vel og lærum af því og auk þess reynum við að læra af þeim mistökum sem við gerum. Við erum ekkert feimin við að prófa okkur áfram og gera mistök, svo framarlega sem við lærum af þeim,“ segir Hafsteinn. HAM á sérstaklega við á tímum Covid „Fræðsla, „tékk-inn samtöl, stjórnendaefling, verkefnamiðuð vinnuaðstaða og önnur tæki mannauðsstjórnunar miða að því að efla og þróa starfsmann til sjálfstæðra vinnubragða. Við trúum því líka að með því að einblína á styrkleika starfsfólks í okkar störfum þá farnast starfsmönnum betur í leik og starfi. Sem dæmi höfum við boðið upp á „styrkleikasamtal“ þar sem meðal annars er rætt hvenær starfsmenn hafa verið upp á sitt besta undanfarna mánuði, hvaða verkefni hafa gengið vel og af hverju, hvernig starfsmaður hefur vaxið og þróast í starfi sínu og hvaða styrkleika viðkomandi hefur nýtt til að takast á við áskoranir. Jákvæð og uppbyggileg sálfræði á alltaf við og ekki síður á tímum Covid. Við höfum lagt sérstaka áherslu á reglulegt uppbyggjandi upplýsingaflæði sem hefur jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Ég myndi síðan vilja bæta við að hugmyndafræði hugræna atferlisfærði, HAM, á sérstaklega vel við í dag. Að okkur líður eins og við hugsum. Það eru ekki aðstæður sem hafa áhrif á líðan okkar og hegðun, heldur hvernig við túlkum þessar aðstæður. Þess vegna virkar jákvæð uppbyggileg hugsun þegar tekist er á við áskoranir. Að að vera lausnamiðaður og einbeita sér að því sem maður hefur stjórn á hefur jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Við höfum reynt að koma þessu á framfæri við okkar starfsfólk á þessum Covid tímum,“ segir Hafsteinn. Allir þrá að vera heilbrigðir og hraustir Leifur Geir Hafsteinsson, Völku. Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðs- og fræðslustjóri Völku: „Valka er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir brautryðjandi hátæknilausnir fyrir framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi. Vinnustaðurinn samanstendur af heillandi mannlífsflóru forritara, sölumanna, málmiðnaðarmanna, verkfræðinga, rafvirkja, verkefnisstjóra, vélstjóra og fleiri skemmtilegra hópa. Þessir hópar vinna ólík störf, hafa ólíkan bakgrunn, hafa stundum ólíkar hugmyndir um hvernig vinnustaðir eigi að vera og ólíkar áherslur varðandi tilhögun vinnu. Það sem hefur reynst okkur vel hjá Völku er að halda því á lofti og gera að kjarna mannauðsstefnu okkar að það sem allt þetta ólíka fólk á sameiginlegt er að við erum öll manneskjur. Við þráum öll að vera heilbrigð og hraust, viljum að við séum metin að verðleikum, viljum vinna við áhugaverð og krefjandi verkefni í sanngjörnu umhverfi, viljum öll standa okkur vel á öllum vígstöðvum, viljum gera það sem við erum góð í, viljum finna hlýju og samkennd þegar við mætum í vinnuna og við höfum öll okkar hugmyndir um æskilegt jafnvægi í lífinu. Hornsteinar jákvæðrar sálfræði snúast um hamingju, velferð og heilbrigði manneskjunnar og þó Valka byggi ekki mannauðsstefnu sína með beinum eða meðvituðum hætti á jákvæðri sálfræði, er skörunin bæði augljós og mikil,“ segir Leifur. Hamingjan í okkar höndum á tímum Covid „Valka hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár, úr 30 starfsmönnum í um 100 á undir þremur árum. Ein helsta áskorunin sem fylgir slíkum vexti er að ná að varðveita frumkvöðlamenninguna, sköpunarkraftinn og þá nánu tengingu við fyrirtækið sem starfsmenn í litlum nýsköpunarfyrirtækjum upplifa svo oft. Áherslan á það sem sameinar okkur, á velferð og heilbrigði manneskjunnar hefur reynst okkur afar vel í að viðhalda orku, sköpun, samheldni og gleði á vinnustaðnum. Ánægt starfsfólk er besti meðmælandi vinnustaða og í harðri samkeppni á vinnumarkaði um bestu iðnaðarmennina, forritarana og verkfræðingana höfum við verið svo lánsöm að undanförnu að margir áhugasamir og mjög hæfir umsækjendur sækja um lausar stöður. Sú samkeppnishæfni um hæft starfsfólk er líklega dýrmætasti „ytri“ ávinningur þess að leggja rækt við mannlegt og nútímalegt vinnuumhverfi. Mikilvægustu skilaboð jákvæðrar sálfræði á COVID tímum eru líklega þau að svo lengi sem við og okkar nánustu erum heilbrigð er hamingja okkar og velferð að mestu leyti í okkar eigin höndum. Jú, aðstæður eru óvenjulegar, krefjandi og stundum hundleiðinlegar, en við höfum val um að gera það skásta úr stöðunni sem er komin upp, nýta nýjar aðstæður til lærdóms og þroska, útvíkka getu okkar og aðlögunarhæfni og koma út úr COVID tímanum sterkari, fjölhæfari og þroskaðri en áður,“ segir Leifur. Rannsókn á teymisvinnu Landhelgisgæslunnar Svanhildur Sverrisdóttir, Landhelgisgæslan.Vísir/Vilhelm Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðstjóri Landhelgisgæslu Íslands: „Nýlega lauk ég rannsókn á einkennum teymisvinnu hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og horfði þá meðal annars til þess hvað einkennir árangursrík teymi. Viðfangsefni þyrlusveitarinnar eru krefjandi þar sem válynd veður, mannleg þjáning og erfiðar ákvarðanir í lífshættulegum aðstæðum eiga í hlut. Oftar en ekki kemur til kasta þyrlusveitarinnar þegar aðrar bjargir þrýtur. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur skýrt fram að teymisvinna sem einkennist af trausti, jákvæðni, virðingu, auðmýkt og hvatningu er í huga þyrlusveitarinnar forsenda þess að hægt sé að fara af stað og ná árangri í svo krefjandi aðstæðum. Þá kemur einnig fram að í teymisvinnu er mikilvægt að þekkja styrkleika allra í teyminu. Það skapar traust en gerir það líka að verkum að teymið er líklegra til að ná settu marki. Þetta er teymi því enginn getur þetta einn. Á þessum vettvangi höfum við nýtt okkur aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og unnið markvisst með jákvætt hugarfar og styrkleika,“ segir Svanhildur. Styrkleikaspjöld Eddu Björgvinsdóttur Í vinnu okkar með starfsfólki Landhelgisgæslunnar í tengslum við styrkleika höfum við nýtt okkur styrkleikaspjöld sem Edda Björgvinsdóttir leikkona gaf út en þau eru einstaklega falleg og auðveld í notkun. Þessi spjöld notaði ég talsvert í námi mínu í jákvæðri sálfræði. Það þéttir teymið og eykur gæði samskipta að þekkja og tilgreina styrkleika samstarfsfélaganna. Það hefur verið áhugavert og skemmtilegt að sjá hversu vel þessi aðferðafræði jákvæðrar sálfræði á við, óháð samsetningu teymisins. Við höfum notað þetta í teymum þar sem karlmenn eru í meirihluta en einnig þar sem konur eru í meirihluta. Þessi vinna hefur í öllum tilfellum gefist vel. Það er mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um styrkleika starfsmanna og veiti þeim tækifæri til að nýta þá og næra. Með því móti eru meiri líkur á starfsánægju, vinnugleði og að starfsmenn blómstri í starfi. Á námskeiðum sem ég hef haldið fyrir meðal annars starfsfólk okkar á varðskipum og í stjórnstöð höfum við unnið með jákvæða inngripið þrír góðir hlutir. Það felst í því að rifja upp til dæmis í lok vinnudagsins þrjá góða hluti eða atburði sem áttu sér stað yfir daginn og þá aðild sem starfsmaðurinn sjálfur átti að þeim góða hlut. Þetta eru atriði sem hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á viðkomandi. Gjarnan eru þetta litlu atriðin sem við veitum ekki alltaf athygli. Hins vegar þegar starfsfólk fer að velta þeim fyrir sér sést oftar en ekki að jákvæðu þættirnir eru mun fleiri en við gerum okkur grein fyrir. Þessi æfing eflir jákvæðar tilfinningar sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan,“ segir Svanhildur. Stjórnun Heilsa Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Inngrip með þremur jákvæðum hlutum, Pollýanna, styrkleikasamtöl og hugræn atferlismeðferð eru meðal atriða sem koma fram hjá mannauðstjórum fjögurra ólíkra fyrirtækja sem öll leggja áherslu á jákvæða sálfræði sem lið í uppbyggingu á vellíðan og ánægju starfsfólks. Jákvæð sálfræði nýtist ekki síst nú á tímum Covid en þó þarf að haga í huga að hamingjan er í okkar eigin höndum. Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um það hvernig hægt er að nýta jákvæða sálfræði á tímum kórónufaraldurs. Í þessari þriðju grein af þremur voru viðmælendur dagsins beðnir um að svara eftirfarandi spurningu: „Með hvaða hætti hefur það nýst ykkar vinnustað vel að vinna eftir aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði og telur þú jákvæða sálfræði geta nýst vinnustöðum sérstaklega vel á tímum sem þessum?“ Rannsóknir styðja Pollýönnu Ásdís Eir Símonardóttir hjá OR og formaður Mannauðs.Vísir/Vilhelm Ásdís Eir Símonardóttir vinnusálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Orkuveitu Reykjavíkur: „Við þekkjum það flest að vera uppteknari af því að bæta veikleika okkar en þekkja og næra styrkleika okkar. Jákvæða sálfræðin einblínir hins vegar á að draga fram bestu eiginleika manneskjunnar og skoðar hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks með áherslu á styrkleika í stað veikleika. Það er ekki bara okkur Pollýönnunum sem finnst jákvæðni og áhersla á styrkleika borga sig, heldur sýna rannsóknir margvíslegan ávinning. Það að hagnýta jákvæða sálfræði á vinnustað felur þó ekki í sér eintóm hlátursköst, „hæfæv“ á göngunum og almenna kátínu kátínunnar vegna. Við hjá OR samstæðunni höfum nýtt okkur jákvæða sálfræði við að ná árangri og byggja upp menningu þar sem starfsfólk er umbótasinnað, sér tækifæri frekar en vandamál og er óhrætt við að læra af mistökum. Á tímum sem þessum þar sem við höfum þurft að gera gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfinu og hvernig við nálgumst okkar daglegu verk hefur þetta hugarfar reynst lykill að árangri. Það að geta haldið í jákvæðnina þrátt fyrir óvissu og krefjandi aðstæður er alveg ótrúlega mikilvægt. Það reynir á þrautseigju starfsfólks og stjórnenda þessi misserin, og það er mikilvægt að sýna hvort öðru umhyggju og stuðning,“ segir Ásdís Eir en en Ásdís er einnig formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Fólk ræðir styrkleikana sína reglulega „Til að ná árangri hefur áherslan hjá okkur verið að horfa til hvernig megi nýta styrkleika fólks og þann fjölbreytileika sem felst í mannauðnum til að leysa viðfangsefni okkar. Það sem hefur gefist vel er að vefa markvisst styrkleikamiðaða nálgun inn í ferla og lykiláherslur í mannauðsmálum. Þannig er það til dæmis fastur liður í reglulegum starfsmannasamtölum að fólk ræðir sína styrkleika, hvernig þeir nýtast í starfi og hvort það sé tækifæri til að nýta styrkleikana enn betur eða með öðrum hætti. Þannig fókus höfum við líka í fræðslu- og starfsþróunarmálum þar sem áhersla er lögð á að efla fólk og styðja við vöxt starfsfólks og stjórnenda. Við trúum því að þannig búum við til vinnuumhverfi þar sem fólk er framsýnt, meira skapandi og tilbúið að takast á við áskoranir og breytingar. Undanfarin ár höfum við líka lagt áherslu á að þjálfa fólk í þrautseigju og seiglu, enda sýna rannsóknir að slíkt hefur jákvæð áhrif á líðan og virkar sem forvörn gegn streitu og kulnun. Ég tel svo styrkleikamiðaða nálgun gríðarlega mikilvæga þegar kemur að því að nýta tækifæri framtíðarinnar. Hjá OR samstæðunni höfum við farið í markvissa greiningarvinnu með starfsfólki, sem auðvitað þekkir sín störf best, til að kortleggja hvernig hlutirnir gætu breyst með þeim gríðarlegu tækniframförum sem eru í gangi og aukinni sjálfvirknivæðingu. Þannig höfum við saman greint allskonar tækifæri og starfsfólk fengið vettvang til að kafa ofan í hvað framtíðin ber í skauti sér og hvernig styrkleikar viðkomandi passa inn í það,“ segir Ásdís Eir. Lærum af árangri og af mistökum Hafsteinn Bragason, Íslandsbanka.Vísir/Vilhelm Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka: „Fyrir mér er jákvæð sálfræði að leggja áherslu á heilbrigði, árangur og ánægju starfsmanna. Að beina sjónum að því sem við erum gera vel og hvernig við getum lært af reynslunni er sú menning sem við reynum stuðla að hjá Íslandsbanka. Af hverju gekk þetta verkefni vel? Hvernig getum við lært af því og yfirfært árangur á fleiri verkefni? Við leggjum áherslu á það sem gengur vel og lærum af því og auk þess reynum við að læra af þeim mistökum sem við gerum. Við erum ekkert feimin við að prófa okkur áfram og gera mistök, svo framarlega sem við lærum af þeim,“ segir Hafsteinn. HAM á sérstaklega við á tímum Covid „Fræðsla, „tékk-inn samtöl, stjórnendaefling, verkefnamiðuð vinnuaðstaða og önnur tæki mannauðsstjórnunar miða að því að efla og þróa starfsmann til sjálfstæðra vinnubragða. Við trúum því líka að með því að einblína á styrkleika starfsfólks í okkar störfum þá farnast starfsmönnum betur í leik og starfi. Sem dæmi höfum við boðið upp á „styrkleikasamtal“ þar sem meðal annars er rætt hvenær starfsmenn hafa verið upp á sitt besta undanfarna mánuði, hvaða verkefni hafa gengið vel og af hverju, hvernig starfsmaður hefur vaxið og þróast í starfi sínu og hvaða styrkleika viðkomandi hefur nýtt til að takast á við áskoranir. Jákvæð og uppbyggileg sálfræði á alltaf við og ekki síður á tímum Covid. Við höfum lagt sérstaka áherslu á reglulegt uppbyggjandi upplýsingaflæði sem hefur jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Ég myndi síðan vilja bæta við að hugmyndafræði hugræna atferlisfærði, HAM, á sérstaklega vel við í dag. Að okkur líður eins og við hugsum. Það eru ekki aðstæður sem hafa áhrif á líðan okkar og hegðun, heldur hvernig við túlkum þessar aðstæður. Þess vegna virkar jákvæð uppbyggileg hugsun þegar tekist er á við áskoranir. Að að vera lausnamiðaður og einbeita sér að því sem maður hefur stjórn á hefur jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Við höfum reynt að koma þessu á framfæri við okkar starfsfólk á þessum Covid tímum,“ segir Hafsteinn. Allir þrá að vera heilbrigðir og hraustir Leifur Geir Hafsteinsson, Völku. Leifur Geir Hafsteinsson, mannauðs- og fræðslustjóri Völku: „Valka er nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir brautryðjandi hátæknilausnir fyrir framsækin fyrirtæki í sjávarútvegi. Vinnustaðurinn samanstendur af heillandi mannlífsflóru forritara, sölumanna, málmiðnaðarmanna, verkfræðinga, rafvirkja, verkefnisstjóra, vélstjóra og fleiri skemmtilegra hópa. Þessir hópar vinna ólík störf, hafa ólíkan bakgrunn, hafa stundum ólíkar hugmyndir um hvernig vinnustaðir eigi að vera og ólíkar áherslur varðandi tilhögun vinnu. Það sem hefur reynst okkur vel hjá Völku er að halda því á lofti og gera að kjarna mannauðsstefnu okkar að það sem allt þetta ólíka fólk á sameiginlegt er að við erum öll manneskjur. Við þráum öll að vera heilbrigð og hraust, viljum að við séum metin að verðleikum, viljum vinna við áhugaverð og krefjandi verkefni í sanngjörnu umhverfi, viljum öll standa okkur vel á öllum vígstöðvum, viljum gera það sem við erum góð í, viljum finna hlýju og samkennd þegar við mætum í vinnuna og við höfum öll okkar hugmyndir um æskilegt jafnvægi í lífinu. Hornsteinar jákvæðrar sálfræði snúast um hamingju, velferð og heilbrigði manneskjunnar og þó Valka byggi ekki mannauðsstefnu sína með beinum eða meðvituðum hætti á jákvæðri sálfræði, er skörunin bæði augljós og mikil,“ segir Leifur. Hamingjan í okkar höndum á tímum Covid „Valka hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár, úr 30 starfsmönnum í um 100 á undir þremur árum. Ein helsta áskorunin sem fylgir slíkum vexti er að ná að varðveita frumkvöðlamenninguna, sköpunarkraftinn og þá nánu tengingu við fyrirtækið sem starfsmenn í litlum nýsköpunarfyrirtækjum upplifa svo oft. Áherslan á það sem sameinar okkur, á velferð og heilbrigði manneskjunnar hefur reynst okkur afar vel í að viðhalda orku, sköpun, samheldni og gleði á vinnustaðnum. Ánægt starfsfólk er besti meðmælandi vinnustaða og í harðri samkeppni á vinnumarkaði um bestu iðnaðarmennina, forritarana og verkfræðingana höfum við verið svo lánsöm að undanförnu að margir áhugasamir og mjög hæfir umsækjendur sækja um lausar stöður. Sú samkeppnishæfni um hæft starfsfólk er líklega dýrmætasti „ytri“ ávinningur þess að leggja rækt við mannlegt og nútímalegt vinnuumhverfi. Mikilvægustu skilaboð jákvæðrar sálfræði á COVID tímum eru líklega þau að svo lengi sem við og okkar nánustu erum heilbrigð er hamingja okkar og velferð að mestu leyti í okkar eigin höndum. Jú, aðstæður eru óvenjulegar, krefjandi og stundum hundleiðinlegar, en við höfum val um að gera það skásta úr stöðunni sem er komin upp, nýta nýjar aðstæður til lærdóms og þroska, útvíkka getu okkar og aðlögunarhæfni og koma út úr COVID tímanum sterkari, fjölhæfari og þroskaðri en áður,“ segir Leifur. Rannsókn á teymisvinnu Landhelgisgæslunnar Svanhildur Sverrisdóttir, Landhelgisgæslan.Vísir/Vilhelm Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðstjóri Landhelgisgæslu Íslands: „Nýlega lauk ég rannsókn á einkennum teymisvinnu hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og horfði þá meðal annars til þess hvað einkennir árangursrík teymi. Viðfangsefni þyrlusveitarinnar eru krefjandi þar sem válynd veður, mannleg þjáning og erfiðar ákvarðanir í lífshættulegum aðstæðum eiga í hlut. Oftar en ekki kemur til kasta þyrlusveitarinnar þegar aðrar bjargir þrýtur. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur skýrt fram að teymisvinna sem einkennist af trausti, jákvæðni, virðingu, auðmýkt og hvatningu er í huga þyrlusveitarinnar forsenda þess að hægt sé að fara af stað og ná árangri í svo krefjandi aðstæðum. Þá kemur einnig fram að í teymisvinnu er mikilvægt að þekkja styrkleika allra í teyminu. Það skapar traust en gerir það líka að verkum að teymið er líklegra til að ná settu marki. Þetta er teymi því enginn getur þetta einn. Á þessum vettvangi höfum við nýtt okkur aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og unnið markvisst með jákvætt hugarfar og styrkleika,“ segir Svanhildur. Styrkleikaspjöld Eddu Björgvinsdóttur Í vinnu okkar með starfsfólki Landhelgisgæslunnar í tengslum við styrkleika höfum við nýtt okkur styrkleikaspjöld sem Edda Björgvinsdóttir leikkona gaf út en þau eru einstaklega falleg og auðveld í notkun. Þessi spjöld notaði ég talsvert í námi mínu í jákvæðri sálfræði. Það þéttir teymið og eykur gæði samskipta að þekkja og tilgreina styrkleika samstarfsfélaganna. Það hefur verið áhugavert og skemmtilegt að sjá hversu vel þessi aðferðafræði jákvæðrar sálfræði á við, óháð samsetningu teymisins. Við höfum notað þetta í teymum þar sem karlmenn eru í meirihluta en einnig þar sem konur eru í meirihluta. Þessi vinna hefur í öllum tilfellum gefist vel. Það er mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um styrkleika starfsmanna og veiti þeim tækifæri til að nýta þá og næra. Með því móti eru meiri líkur á starfsánægju, vinnugleði og að starfsmenn blómstri í starfi. Á námskeiðum sem ég hef haldið fyrir meðal annars starfsfólk okkar á varðskipum og í stjórnstöð höfum við unnið með jákvæða inngripið þrír góðir hlutir. Það felst í því að rifja upp til dæmis í lok vinnudagsins þrjá góða hluti eða atburði sem áttu sér stað yfir daginn og þá aðild sem starfsmaðurinn sjálfur átti að þeim góða hlut. Þetta eru atriði sem hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á viðkomandi. Gjarnan eru þetta litlu atriðin sem við veitum ekki alltaf athygli. Hins vegar þegar starfsfólk fer að velta þeim fyrir sér sést oftar en ekki að jákvæðu þættirnir eru mun fleiri en við gerum okkur grein fyrir. Þessi æfing eflir jákvæðar tilfinningar sem hafa áhrif á hamingju og vellíðan,“ segir Svanhildur.
Stjórnun Heilsa Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Tengdar fréttir „Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Leyndarmál Rauðhólsgleðinnar“ virkar Rauðhóll er einn stærsti leikskóli landsins en þar hafa verið innleiddar aðferðir sem styðjast við jákvæða sálfræði. Guðrún Sólveig segir sem dæmi að á leikskólanum vinnur fólk saman í teymum og þar breyta þau teymunum óhrædd til að tryggja að fólk sem vinnur vel saman raðist sem best saman í teymi. 14. október 2020 11:48
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06