Telur ekki ástæðu til að grípa til harðari aðgerða á landamærum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur ekki ástæðu á þessu stigi til þess að grípa til harðari aðgerða á landamærum hér þrátt fyrir nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Bretlandi og virðist vera meira smitandi en önnur afbrigði. Innlent 21. desember 2020 10:24
Svona var 148. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví. Innlent 21. desember 2020 10:17
Sex greindust með smit í Ilulissat Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu. Erlent 21. desember 2020 08:23
Ræða hvernig skuli taka á nýju afbrigði veirunnar Fulltrúar aðildarríkja Evrópusambandsins munu ræða það síðar í dag hvernig taka skuli á hinu nýja afbrigði kórónuveirunnar sem grasserar nú í Bretlandi. Erlent 21. desember 2020 07:55
Munu grafa upp milljónir minkahræja vegna mengunarhættu Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá. Erlent 21. desember 2020 07:33
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Erlent 20. desember 2020 23:31
Svíar og Frakkar loka á Bretland Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 19:54
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Innlent 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Innlent 20. desember 2020 18:24
Rúmlega tvö hundruð í sóttkví fyrir jól eftir smit í skóla Rétt tæplega tvö hundruð börn og fjörutíu starfsmenn úr tveimur skólum í Reykjanesbæ eru í sóttkví eftir að covid-19 smit kom upp á báðum skólum. Þeir sem eru í sóttkví fara ekki í skimun fyrr en á aðfanga- og jóladag. Innlent 20. desember 2020 17:28
Fauci bólusetti jólasveininn Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur. Lífið 20. desember 2020 14:17
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 13:30
Vísbendingar um að faraldurinn gæti verið á uppleið Ákveðnar vísbendingar eru um að faraldurinn gæti verið á uppleið hér á landi að sögn sóttvarnalæknis sem segir veiruna úti í samfélaginu. Innlent 20. desember 2020 12:21
Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru átta í sóttkví við greiningu. Fimm voru utan sóttkvíar. Öll greindust í einkennasýnatöku. Innlent 20. desember 2020 11:01
WHO í samskiptum við Breta vegna nýja afbrigðisins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) fylgist grannt með stöðu mála í Bretlandi vegna nýja afbrigðisins af kórónuveirunni sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnaborg og suðausturhluta Bretlands. Stofnunin er í nánum samskiptum við yfirvöld og verið er að rannsaka afbrigðið. Erlent 20. desember 2020 08:42
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. Erlent 20. desember 2020 07:58
Réðst á starfsmann sem fór fram á grímunotkun Einn var handtekinn í verslun í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi fyrir að ráðast á starfsmann. Starfsmaðurinn hafði beðið viðkomandi um að nota grímu inni í versluninni. Innlent 20. desember 2020 07:16
Gögn frá Facebook: Höfuðborgarbúar meira á ferðinni í desember Með auknum umsvifum og hreyfingu fólks aukast líkur á dreifingu SARS-CoV-2, segja vísindamennirnir sem standa að baki spálíkaninu um líklega þróun Covid-19 faraldursins á Íslandi. Innlent 19. desember 2020 23:21
„Núna kom í fyrsta skipti tímabil þar sem maður náði andanum“ Þórður Jörundsson byrjaði ungur í hljómsveitum og ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður. Hann vann við það samhliða öðru í rúmlega tíu ár með hljómsveitinni Retro Stefson. Hönnunin heillaði þó og nú er hann með vöru til sölu í verslun bróður síns Jör. Tíska og hönnun 19. desember 2020 20:00
Nýja afbrigðið mögulega 70% meira smitandi Nýtt afbrigði Covid-19 sem hefur náð töluverðri dreifingu í Lundúnum og suðausturhluta Bretlands er talið vera allt að 70% meira smitandi en önnur afbrigði. Enn sem komið bendir ekkert til þess að það valdi alvarlegri sjúkdóm eða sé banvænna. Erlent 19. desember 2020 19:15
Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. Innlent 19. desember 2020 17:03
Níu létust þegar öndunarvél sprakk á Covid-deild spítala Níu eru látin eftir að öndunarvél sprakk á spítala fyrir kórónuveirusjúklinga í suðurhluta Tyrklands. Erlent 19. desember 2020 14:51
Biden bólusettur eftir helgi Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Dr. Jill Biden, eiginkona hans, munu fá fyrri skammt bóluefnis við Covid-19 á mánudaginn. Erlent 19. desember 2020 13:53
Skelltu sér saman í bústaðinn og smituðust af Covid-19 Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar við greiningu. Rekja má smit sem greindust í gær til hóps sem fór saman í sumarbústað, sem sýni vel að veiran sé enn úti í samfélaginu. Innlent 19. desember 2020 12:21
Þrettán greindust innanlands í gær Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átta voru í sóttkví við greiningu en fimm utan sóttkvíar. Innlent 19. desember 2020 10:55
Útgöngubann yfir hátíðirnar á Ítalíu Öll svæði Ítalíu hafa nú verið skilgreind sem hættusvæði og útgöngubann verður í gildi yfir hátíðirnar. Ítalir mega aðeins ferðast til og frá vinnu og til þess að leita sér heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. Erlent 19. desember 2020 08:43
Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. Erlent 19. desember 2020 08:18
Sagðist ekki þurfa að nota grímu og neitaði að yfirgefa verslunina Rétt fyrir miðnætti þurfti lögregla að hafa afskipti af konu í verslun í Garðabæ sem þvertók fyrir það að nota andlitsgrímu og neitaði jafnframt að yfirgefa verslunina. Þegar lögreglu bar að garði vildi hún ekki gefa upp nafn og kennitölu og gaf á endanum upp rangt nafn. Innlent 19. desember 2020 08:01
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. Innlent 19. desember 2020 08:00
Of margir á staðnum og gestir með leiðindi við lögreglu Lögreglan sinnti göngueftirliti í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem staðan var tekin á veitingahúsum bæjarins. Sérstaklega var hugað að þeim stöðum sem fengu athugasemdir síðustu helgi en samkvæmt dagbók lögreglu var ástandið almennt mjög gott. Einn staður var þó rýmdur vegna brota á samkomubanni. Innlent 19. desember 2020 07:44