Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 08:44 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur meðal annars komið á fundi með forsætisráðherra og yfirmanni bóluefnamála hjá Pfizer. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir kára að viðræður hans við framleiðendur séu „á eins yfirborðskenndu stigi og hægt er“ og að ekkert sé öruggt í þessum efnum. Um sé að ræða tilraun til þess að tryggja Íslendingum bóluefni fyrr en seinna. „Hvort það tekst eða ekki er algjörlega óvíst en ég er á bólakafi í að reyna það,“ hefur blaðið eftir Kára, sem segir að ein leið gæti verið að rannsaka áhrif bóluefnis hér á landi í samstarfi við framleiðendur. Óljóst sé þó hvort framleiðendur eigi afgangsbóluefni til að sjá af í slíka rannsókn. Gagnrýnir ekki Svandísi Kári telur samstarf Íslands við Evrópusambandið um kaup á bóluefni að einhverju leyti undarlegt. Honum virðist sambandið hreyfa sig á „skringilegan máta“ í þeim efnum og það kunni að hafa veðjað á ranga hesta í bóluefnakapphlaupinu. Ísland þjáist nú fyrir það veðmál. Kári tekur hins vegar fram í viðtalinu að hann sé ekki að gagnrýna nálgun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á bóluefnamál. Hann telji hins vegar að hagsmunum Íslands sé ekki endilega best borgið með Evrópusambandinu þegar kemur að því að semja um kaup á bóluefni. Kári segir ómögulegt að segja til um hvort nokkuð komi út úr viðræðum hans við lyfjaframleiðendur. Hann vilji einfaldlega nýta tíma sinn og sambönd, en hann kom meðal annars á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og yfirmanns bóluefnadeildar Pfizer síðastliðinn mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. 23. desember 2020 12:15
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent