Bjarni biðst afsökunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. desember 2020 10:49 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd. „Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann lögreglu hafa leyst samkvæmið upp, og það réttilega, þar sem hann segir of margt fólk hafa safnast þar saman. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni. Fréttastofa hefur ekki náð í Bjarna í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla rannsakar samkvæmið Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Í annarri tilkynningu sem lögregla gaf út fyrir skömmu kemur fram að samkvæmið sé nú til rannsóknar vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum. Þá segir að engar fleiri upplýsingar verði veittar um málið fyrr en eftir jól eða áramót. Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
„Á heimleið úr miðborginni í gærkvöldi fengum við Þóra símtal frá vinahjónum, sem voru stödd á listasafninu í Ásmundarsal og vildu gjarnan að við litum inn til þeirra og köstuðum á þau jólakveðju. Þegar við komum inn og upp í salinn í gærkvöldi hefði mér átt að verða ljóst að þar voru fleiri en reglur gera ráð fyrir,“ skrifar Bjarni á Facebook. Þá segir hann lögreglu hafa leyst samkvæmið upp, og það réttilega, þar sem hann segir of margt fólk hafa safnast þar saman. „Ég hafði verið í húsinu í um fimmtán mínútur og á þeim tíma fjölgaði gestunum. Rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa listasafnið strax þegar ég áttaði mig á að fjöldinn rúmaðist ekki innan takmarkana. Það gerði ég ekki og ég biðst innilega afsökunar á þeim mistökum,“ skrifar Bjarni. Fréttastofa hefur ekki náð í Bjarna í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla rannsakar samkvæmið Í dagbók lögreglu í morgun kom fram að lögregla hefði verið kölluð til vegna vegna samkvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur. „Veitingarekstur er í salnum í flokki II og ætti því að vera lokaður á þessum tíma. Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru samankomin í salnum, þar á meðal einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Ráðherra var ekki nefndur á nafn. Í annarri tilkynningu sem lögregla gaf út fyrir skömmu kemur fram að samkvæmið sé nú til rannsóknar vegna gruns um brot á samkomutakmörkunum. Þá segir að engar fleiri upplýsingar verði veittar um málið fyrr en eftir jól eða áramót. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27 Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50 Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Sjá meira
Netverjar bregðast við: „Hvaða ráðherra var í partíi í gær er besti jólaleikur ever“ Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var viðstaddur 40-50 manna gleðskap í Ásmundarsal í gærkvöldi, að því sem heimildir fréttastofu herma. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af veislunni og leysti hana upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. 24. desember 2020 10:27
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24. desember 2020 09:50
Ráðherra í fjölmennu samkvæmi sem lögregla stöðvaði Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var á meðal 40-50 gesta í samkvæmi í sal í miðbæ Reykjavíkur sem lögregla hafði afskipti af í gær vegna brota á samkomutakmörkunum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram um hvaða ráðherra er að ræða. 24. desember 2020 08:22