„Ég hef nú ekkert meiri upplýsingar en það sem kemur fram í fjölmiðlum. Ef þær reynast réttar þá sýnist mér klárlega að sóttvarnareglur hafi verið brotnar,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu.
Hann segir þá að málið sé ekki á sínu borði, heldur alfarið í höndum lögreglu, sem rannsakar nú samkvæmið.