„Bjarni hlýtur að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 12:35 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir fordæmið sem Bjarni hefur sett geta haft gríðarlega slæm áhrif á samfélagið. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem setji sóttvarnareglur fari ekki sjálfir eftir þeim. Það sé grafalvarlegt og ráðherra þurfi að íhuga það alvarlega hvort þjóðin beri enn traust til hans. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, baðst í dag afsökunar á því að hafa verið viðstaddur, ásamt eiginkonu sinni, fjölmennu samkvæmi í gærkvöldi. Samkoman var leyst upp af lögreglu sem tilkynnti í morgun að ráðherra hafi verið viðstaddur 40-50 manna samkvæmi í miðborg Reykjavíkur. „Þetta er mjög alvarlegt. Þetta ber upp fyrir dag sem flestir Íslendingar álíta helgasta dag ársins og í þeim skilningi líka að þá hittast gjarnan fjölskyldur, ástvinir og ættingjar,“ segir Logi í samtali við fréttastofu. „Ríkisstjórnin hefur sett mjög takmarkandi en nauðsynlegar reglur sem rýra mjög lífsgæði fólks og möguleika þess til að hitta jafnvel afa sína og ömmur, pabba, mömmur og systkini. Það eru auðvitað bara mjög vond skilaboð að fulltrúar stjórnvalda sem að setja þessar reglur treysti sér ekki til að fara eftir þeim sjálfir,“ segir Logi. Telur Bjarna þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega Logi bendir á að Bjarni sé einn af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar sem setti það í stjórnarsáttmála að markmið ríkisstjórnarinnar væri að efla traust hjá almenningi á stjórnvöldum. „Ábyrgð hans er þess vegna mikil. Ég minni líka á að 30. október þá setur hann inn færslu í kjölfar þess að ríkisstjórnin setur fram aðgerðir, viðspyrnustyrki fyrir atvinnulífið. Þar segir hann að við megum allt til vinna til að koma atvinnulífinu í gang og þá þurfi líka að horfa til þess að góður árangur í sóttvarnahlutanum sé lykilatriði,“ segir Logi. „Hann biðlar til fólks að fara í einu og öllu eftir þessum tilmælum þótt þau séu erfið,“ segir Logi. Hann telur að Bjarni þurfi að íhuga stöðu sína alvarlega. „Ég tel að Bjarni hljóti að vera að íhuga stöðu sína og jafnvel afsögn. Ef að hann gerir það ekki þá er alveg augljóst að aðrir ráðherrar í ríkisstjórn stjórnarliðar þurfa að ræða sín á milli hvort að hann njóti fulls trausts og hvort að þau telji að samstarfið óbreytt geti hugsanlega ekki bara grafið undan viðhorfi almennings á þessum aðgerðum og þá orðið stórskaðlegt fyrir samfélagið,“ segir Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24 Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09 Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Eigendur Ásmundarsalar segjast hafa misst yfirsýn Aðstandendur Ásmundarsalar, þar sem samkvæmi sem lögregla leysti upp í gærkvöldi og Bjarni Benediktsson var á meðal gesta, biðjast afsökunar á að hafa misst yfirsýn yfir fjölda gesta viðburðarins. 24. desember 2020 12:24
Segir samkvæmið geta hleypt af stað ofurdreifaraviðburði Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítalanum, kallar eftir því að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segi af sér eftir að hafa verið viðstaddur 40 til 50 manna samkomu í gærkvöldi. 24. desember 2020 12:09
Sýnist að sóttvarnareglur hafi verið brotnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um samkvæmi sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var viðstaddur í gærkvöldi bendi til þess að sóttvarnareglur hafi verið brotnar. 24. desember 2020 11:18