Vilja að þing verði kallað saman vegna óvissu um bóluefni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. desember 2020 12:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að fjalla um bóluefni. Píratar taka undir ákallið og formaður Samfylkingar segir kröfuna eðlilega í ljósi misvísandi frétta og óvissu. Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman eigi síðar en mánudaginn 28. desember í ljósi óvissu sem flokkurinn segir ríkja um komu bóluefna vegna covid-19. Nauðsynlegt sé að þingheimur fái tækifæri til að ræða málið við ríkisstjórnina. Í samtali við fréttastofu segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis að fundum Alþingis hafi verið frestað með formlegum hætti hinn 18. desember fram til 18. janúar. Á þeim sama degi hafi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra flutt Alþingi ítarlega skýrslu um stöðu bóluefna. Þegar þingfundum hafi verið frestað með þessum hætti þurfi annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman eða að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Egill „Skil ekki hvað menn eru að tala um“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir óvissu eðlilega. „Auðvitað er óvissa í þessu sem mér finnst stjórnvöld hafa gert mjög góða grein fyrir. Í þessu eins og í faraldrinum, við erum búin að tala um það allan tímann að það er engin þjóð með samning við bóluefnaframleiðendur um nákvæma afhendingu og dreifingu, hvenær þau fá tiltekið magn og á hvaða tíma. Það er bara þannig. Og það eru ekki bara við Íslendingar, þetta er bara þannig að lyfjafyrirtækin geta ekki og vilja ekki gera þannig samning sem þau geta ekki staðið við,“ segir hann. „Við erum með upplýsingar núna um hvað við fáum mikið og hvenær út mars. Og allar Evrópuþjóðirnar eru í sömu sporum hvað það varðar. Þannig ég skil ekki hvað menn eru að tala um í þessu sambandi“ Píratar taka undir kröfu Miðflokksins.vísir/Vilhelm Píratar hafa tekið undir ósk Miðflokksins og segja aðhald með stjórnvöldum nauðsynlegt. Mikið sé um misvísandi upplýsingur um stöðu mála, það hafi valdið áhyggjum og óvissu sem þurfi að fá svör við. Svipað hljóð er í Loga Einarssyni, formanni Samfylkingar. Hann segir misvísandi fréttir um stöðuna og að óvissan sem því fylgi sé ólíðandi. Eðlilegt sé að ríkisstjórnin skýri þessi mál. Krafa Miðflokksins sé því ekki óeðlileg.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira