Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 20:35 Boðið var upp á skötu á Múlakaffi í dag. Vísir/Egill Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina. Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún. Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún.
Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira