Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Smit í Öldu­túns­skóla í fimmta sinn

Nemandi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði greindist með kórónuveiruna í gær. Hátt í þrjátíu nemendur í 5. bekk skólans og þrír starfsmenn þurfa í sóttkví. Þetta er í fimmta sinn sem smit kemur upp í skólanum frá því faraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri bólusettir í dag en búist var við

Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára.

Innlent
Fréttamynd

Smitin möguleg vísbending um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til

Verulegar tilslakanir verða gerðar á samkomutakmörkunum á fimmtudag þegar opna má á ný sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, leikhús og bari. Sóttvarnalæknir segir smit sem greindust utan sóttkvíar í gær þó mögulega vísbendingu um að veiran sé útbreiddari en vonir stóðu til. Tilslakanir verða endurskoðaðar ef svo reynist.

Innlent
Fréttamynd

Fresta dreifingu á bólu­efni Jans­sen í Evrópu

Bandaríska lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur ákveðið að fresta dreifingu á Janssen-bóluefninu í Evrópu. Þetta er gert í kjölfar ákvörðunar Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins líkt og sagt var frá í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Söguleg reglugerð Svandísar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag um tilslakanir innanlands á grundvelli tillagna Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Svandís segist hafa farið í einu og öllu að tillögum Þórólfs nema að einu leyti. Reglugerðin tekur gildi einum degi fyrr en Þórólfur lagði til.

Innlent
Fréttamynd

Íþróttir leyfðar að nýju

Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Sport
Fréttamynd

Fimm þúsund bólusettir í Laugardalshöll í dag

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og klárað að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk utan stofnanna. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir útlitið gott varðandi bólusetningar í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðva notkun bóluefnis Johnson & Johnson tímabundið

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum ætla að kalla eftir því að hlé verði gert á notkun bóluefnis Johnsons & Johnson vegna blóðtappatilfella sem hafa greinst. Alríkið mun hætta notkun bóluefnisins um tíma og einstök ríki hvött til þess að gera hið sama.

Erlent
Fréttamynd

„Pólitískar skoðanir Kára eru ekki vísindi“

„Ég er hlynnt ströngum sóttvarnarráðstöfunum og tel að rétt hefði verið að hefta komur ferðamanna til landsins strax í febrúar 2020. Það gleður mig að Kári skuli setja sóttvarnir ofar hagsmunum ferðaþjónustunnar.“

Innlent
Fréttamynd

Svandís komin með minnisblað Þórólfs

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir hef­ur af­hent Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra minn­is­blað sitt með tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

Innlent
Fréttamynd

Námsmenn fá launahækkun í sumar

2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum.

Innlent