Með sóttvarnir á heilanum Guðmundur Einarsson skrifar 16. apríl 2021 09:01 Viltu ekki halla þér þarna á bekkinn og segja mér af hverju þér líður svona illa? Það er fullbókað hjá mér en ég bara skaut þér inn. Hvernig byrjaði þetta? Ég er búinn að vera rólegur allan COVID tímann. Þríeykið hefur alveg verið með þetta og Svandís og ríkisstjórnin bökkuðu þau upp. Það hefur náttúrulega verið dálítið basl í Sjálfstæðisflokknum, en Bjarni hefur séð um hann. Hvaða basl? Jú, þau voru alltaf að tala um að það þyrfti að spyrja spurninga. Fyrst voru það Sigríður Andersen og Brynjar og svo byrjaði Þórdís Kolbrún; sagði að það þyrfti að spyrja óþægilegra, erfiðra og gagnrýninna spurninga. Er það ekki bara gott? Víðir segir að það sé mikilvægt að spyrja. Jú, jú. En þau eru fyrsta fólkið sem fær öll svör sem eru til. Þingflokksfundirnir hjá Sjöllunum hljóta að hafa verið hundleiðinlegir. Eins og spurningakeppni. Veistu svarið. Ég er ekki hissa á að Páll Magnússon nenni þessu ekki lengur. En hvað gerðist svo? Jú. Það voru allir að bíða eftir fréttum frá Héraðsdómi um sóttvarnarhúsið. Svo kom úrskurðurinn um að reglugerðin væri ónýt. Varðstu þá hræddur? Nei, nei. Þeir Kári og Þórólfur, báðir læknar, og hann Reynir hjá Læknafélaginu voru alveg klárir á því að þetta væri vont fyrir sóttvarnirnar og Kári sagði að dómarinn hefði gert mistök, og Svandís sagði að hún ætlaði að skoða annaðhvort lagabreytingu eða nýja reglugerð. En hvenær byrjaði þá kvíðakastið? Það var þegar lögfræðingarnir byrjuðu. Dómarafélagið sagði að svona fullyrðingar græfu undan stoðum réttarríkisins og ég er svo mikið fyrir réttarríkið. Og formaður Lögmannafélagsins skrifaði að viðbrögð læknanna hefðu ekki verið þeim til sóma og undirstrikuðu hlutverk lögmanna og dómstóla sem væri að standa vörð um réttarríkið. En er það ekki gott? Líður þér þá ekki betur fyrst lögmennirnir standa vörð? En þeir eru alltaf að gagnrýna dóma sjálfir. Ef þeir tapa máli, fara þeir beint í næsta hljóðnema og segja að „niðurstaðan líti fram hjá höfuðatriðum málsins og dómnum verði áfrýjað“. Er ekki áfrýjun yfirlýsing um ósanngjarnan eða rangan dóm? Ég skil þetta ekki. Og þeir bættu meira að segja við einu dómsstigi, Landsdómi, til að geta áfrýjað oftar. Og svo eiga þeir Strassborg í bakhöndinni. Það er sko að vera dómharður. Lögmennirnir hafa atvinnu af efanum en skamma svo Kára, Þórólf og Reyni fyrir þeirra „viðbrögð“. En það er auðvitað full ástæða til að hafa varann á sér. Ég var að lesa í Fréttablaðinu að á þremur árum hafi Landsréttur snúið við tíu sakfellingardómum Héraðsdóms og tveir Landsréttardómar hafi verið ómerktir í Hæstarétti og.... Vertu ekki svona æstur. Ég skal auka skammtinn þinn. Fannst þér hann ekki góður þessi að þeir séu dómharðir. Skilurðu; dóm-harðir. Er tíminn að verða búinn? Má ég taka einn punkt enn? Þennan hjá Dómarafélaginu með að grafa undan stoðum réttarríkisins? Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var einu sinni hæstaréttardómari, skrifaði smápistil út af þessu sóttvarnareglugerðarmáli um daginn. Heyrðu, hann er með svo góðan aðgang að Mogganum að hann bara fær einhverja hugljómun og þá fer hún beint inn í leiðaraopnuna. WiFi beint úr hausnum á honum í gegnum skýið, skilurðu. Hann segir að „menn“, einhverjir menn, nefnir engin nöfn, megi ekki missa stjórn á hugsunum sínum út af þessu máli. Bíddu við. Af hverju ertu endilega að blanda Jóni Steinari inn í þetta? Það gagnrýndu fleiri læknana. Heyrðu , þetta er sami gaurinn og skrifaði bók sem heitir „Deilt á dómarana“ og aðra sem heitir „Með lognið í fangið. Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Hann sagði í bókinni að Hæstiréttur hefði framið sjálfsmorð, nei ég meina dómsmorð. Einn kollegi hans úr réttinum kærði hann fyrir meiðyrði. Bæði Héraðsdómur og Landsdómur sýknuðu hann, en í seinni dómnum stóð samt að í ummælum Jóns Steinars í bókinni fælust alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í málinu. Líklega missti hann stjórn á hugsunum sínum. En svo mega Kári og þeir ekkert segja. En voru ekki fleiri sem hjóluðu í læknana? Jú, jú. Það var líka slatti af öðrum lögfræðingum sem skrifuðu greinar. Þeir voru dálítið hrokafullir og sögðu eiginlega: OK, Kári minn. Þú ert flottur vísindamaður en þú veist ekkert um lögfræði. Láttu okkur um hana. Einn skrifaði t.d. grein sem hét: „Læknir gerist lagaspekingur“. Hann hefði átt að segja lögspekingur, betri hrynjandi. En ég held bara að Kári ætti að segja eins og Stephan G: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur “. Sko. Í fyrsta lagi. Hann er frábær læknir. Tók hann eina mínútu að fatta hvað var að mér í hnénu. Var búinn að vera að drepast í sex mánuði. Í öðru lagi. Greinin hans um lögfræðina í sóttvarnarhússmálinu er um sóttvarnir og sóttkví en hinir lögfræðingarnir eru bara að tuða um hús. Og prestur? Veit ekki hvernig hann væri í að skíra og gifta, en hann er fínn í að jarða menn. Jæja. Þetta er orðið gott í dag? Hvað viltu tala um næst? Lögfræðinga? Ert‘ekki dáldið með þá á heilanum? Nei, nei. Bara pínu svekktur út af þessu með sóttvarnalögin. Það byrjaði allt svo vel með Páli Hreinssyni. En svo komu starfshópur og velferðarnefnd sem voru stútfull af lögfræðingum. Hafa örugglega líka hellt upp á kaffið. Og svo smíðuðu þeir þessa reglugerð. Allt varð verra og verra, sko. Og nú er strax byrjað að tala um endurskoðun. En mínir bestu vinir og vinnufélagar eru lögfræðingar. Og við erum með einn í stórfjölskyldunni. Hann er er yndislegur. Við tölum alltaf við hann áður en við gerum eitthvað. Svona til öryggis. Eins og maður kaupir sér flugnanet fyrir Mývatnsferð. Til að vera ekki stunginn. Af öðrum lögfræðingum. Eigum við þá að segja heila töflu á dag? Höfundur er lífeðlisfræðingur og hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Viltu ekki halla þér þarna á bekkinn og segja mér af hverju þér líður svona illa? Það er fullbókað hjá mér en ég bara skaut þér inn. Hvernig byrjaði þetta? Ég er búinn að vera rólegur allan COVID tímann. Þríeykið hefur alveg verið með þetta og Svandís og ríkisstjórnin bökkuðu þau upp. Það hefur náttúrulega verið dálítið basl í Sjálfstæðisflokknum, en Bjarni hefur séð um hann. Hvaða basl? Jú, þau voru alltaf að tala um að það þyrfti að spyrja spurninga. Fyrst voru það Sigríður Andersen og Brynjar og svo byrjaði Þórdís Kolbrún; sagði að það þyrfti að spyrja óþægilegra, erfiðra og gagnrýninna spurninga. Er það ekki bara gott? Víðir segir að það sé mikilvægt að spyrja. Jú, jú. En þau eru fyrsta fólkið sem fær öll svör sem eru til. Þingflokksfundirnir hjá Sjöllunum hljóta að hafa verið hundleiðinlegir. Eins og spurningakeppni. Veistu svarið. Ég er ekki hissa á að Páll Magnússon nenni þessu ekki lengur. En hvað gerðist svo? Jú. Það voru allir að bíða eftir fréttum frá Héraðsdómi um sóttvarnarhúsið. Svo kom úrskurðurinn um að reglugerðin væri ónýt. Varðstu þá hræddur? Nei, nei. Þeir Kári og Þórólfur, báðir læknar, og hann Reynir hjá Læknafélaginu voru alveg klárir á því að þetta væri vont fyrir sóttvarnirnar og Kári sagði að dómarinn hefði gert mistök, og Svandís sagði að hún ætlaði að skoða annaðhvort lagabreytingu eða nýja reglugerð. En hvenær byrjaði þá kvíðakastið? Það var þegar lögfræðingarnir byrjuðu. Dómarafélagið sagði að svona fullyrðingar græfu undan stoðum réttarríkisins og ég er svo mikið fyrir réttarríkið. Og formaður Lögmannafélagsins skrifaði að viðbrögð læknanna hefðu ekki verið þeim til sóma og undirstrikuðu hlutverk lögmanna og dómstóla sem væri að standa vörð um réttarríkið. En er það ekki gott? Líður þér þá ekki betur fyrst lögmennirnir standa vörð? En þeir eru alltaf að gagnrýna dóma sjálfir. Ef þeir tapa máli, fara þeir beint í næsta hljóðnema og segja að „niðurstaðan líti fram hjá höfuðatriðum málsins og dómnum verði áfrýjað“. Er ekki áfrýjun yfirlýsing um ósanngjarnan eða rangan dóm? Ég skil þetta ekki. Og þeir bættu meira að segja við einu dómsstigi, Landsdómi, til að geta áfrýjað oftar. Og svo eiga þeir Strassborg í bakhöndinni. Það er sko að vera dómharður. Lögmennirnir hafa atvinnu af efanum en skamma svo Kára, Þórólf og Reyni fyrir þeirra „viðbrögð“. En það er auðvitað full ástæða til að hafa varann á sér. Ég var að lesa í Fréttablaðinu að á þremur árum hafi Landsréttur snúið við tíu sakfellingardómum Héraðsdóms og tveir Landsréttardómar hafi verið ómerktir í Hæstarétti og.... Vertu ekki svona æstur. Ég skal auka skammtinn þinn. Fannst þér hann ekki góður þessi að þeir séu dómharðir. Skilurðu; dóm-harðir. Er tíminn að verða búinn? Má ég taka einn punkt enn? Þennan hjá Dómarafélaginu með að grafa undan stoðum réttarríkisins? Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var einu sinni hæstaréttardómari, skrifaði smápistil út af þessu sóttvarnareglugerðarmáli um daginn. Heyrðu, hann er með svo góðan aðgang að Mogganum að hann bara fær einhverja hugljómun og þá fer hún beint inn í leiðaraopnuna. WiFi beint úr hausnum á honum í gegnum skýið, skilurðu. Hann segir að „menn“, einhverjir menn, nefnir engin nöfn, megi ekki missa stjórn á hugsunum sínum út af þessu máli. Bíddu við. Af hverju ertu endilega að blanda Jóni Steinari inn í þetta? Það gagnrýndu fleiri læknana. Heyrðu , þetta er sami gaurinn og skrifaði bók sem heitir „Deilt á dómarana“ og aðra sem heitir „Með lognið í fangið. Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Hann sagði í bókinni að Hæstiréttur hefði framið sjálfsmorð, nei ég meina dómsmorð. Einn kollegi hans úr réttinum kærði hann fyrir meiðyrði. Bæði Héraðsdómur og Landsdómur sýknuðu hann, en í seinni dómnum stóð samt að í ummælum Jóns Steinars í bókinni fælust alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í málinu. Líklega missti hann stjórn á hugsunum sínum. En svo mega Kári og þeir ekkert segja. En voru ekki fleiri sem hjóluðu í læknana? Jú, jú. Það var líka slatti af öðrum lögfræðingum sem skrifuðu greinar. Þeir voru dálítið hrokafullir og sögðu eiginlega: OK, Kári minn. Þú ert flottur vísindamaður en þú veist ekkert um lögfræði. Láttu okkur um hana. Einn skrifaði t.d. grein sem hét: „Læknir gerist lagaspekingur“. Hann hefði átt að segja lögspekingur, betri hrynjandi. En ég held bara að Kári ætti að segja eins og Stephan G: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur “. Sko. Í fyrsta lagi. Hann er frábær læknir. Tók hann eina mínútu að fatta hvað var að mér í hnénu. Var búinn að vera að drepast í sex mánuði. Í öðru lagi. Greinin hans um lögfræðina í sóttvarnarhússmálinu er um sóttvarnir og sóttkví en hinir lögfræðingarnir eru bara að tuða um hús. Og prestur? Veit ekki hvernig hann væri í að skíra og gifta, en hann er fínn í að jarða menn. Jæja. Þetta er orðið gott í dag? Hvað viltu tala um næst? Lögfræðinga? Ert‘ekki dáldið með þá á heilanum? Nei, nei. Bara pínu svekktur út af þessu með sóttvarnalögin. Það byrjaði allt svo vel með Páli Hreinssyni. En svo komu starfshópur og velferðarnefnd sem voru stútfull af lögfræðingum. Hafa örugglega líka hellt upp á kaffið. Og svo smíðuðu þeir þessa reglugerð. Allt varð verra og verra, sko. Og nú er strax byrjað að tala um endurskoðun. En mínir bestu vinir og vinnufélagar eru lögfræðingar. Og við erum með einn í stórfjölskyldunni. Hann er er yndislegur. Við tölum alltaf við hann áður en við gerum eitthvað. Svona til öryggis. Eins og maður kaupir sér flugnanet fyrir Mývatnsferð. Til að vera ekki stunginn. Af öðrum lögfræðingum. Eigum við þá að segja heila töflu á dag? Höfundur er lífeðlisfræðingur og hitt og þetta.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar