Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2021 21:21 Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Fyrir aftan er verið að landa úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Sigurjón Ólason Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41
Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15