Segir frábært hvað ræst hefur úr fisksölu í faraldri Kristján Már Unnarsson skrifar 16. apríl 2021 21:21 Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Fyrir aftan er verið að landa úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Sigurjón Ólason Aflabrögð á vetrarvertíð í Grindavík hafa verið mjög góð frá áramótum. Hjá stærstu útgerðinni, Þorbirni, hefur sala sjávarafurða á erlenda markaði gengið vonum framar og verðlækkanir vegna covid-faraldursins reynst minni en óttast var. Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Grindavík hefur í gegnum tíðina verið næst stærsta löndunarhöfn landsins í botnfiski, á eftir Reykjavík, en í hópi tíu kvótahæstu útgerða landsins eiga Grindvíkingar tvær; Þorbjörn hf. og Vísi hf. Í fréttum Stöðvar 2 sáum við löndun á frystum afurðum úr togaranum Tómasi Þorvaldssyni, sem Þorbjörn gerir út, en búið var að vinna aflann um borð. Fiskverkendur þurftu í fyrra að laga sig að breyttum neysluvenjum vegna heimsfaraldursins til að selja fiskinn úr landi. Frá Grindavíkurhöfn. Sjómenn á Sighvati GK-57, skipi Vísis hf., búa sig undir róður.Sigurjón Ólason „En það tókst allt fyrir rest og um áramótin síðustu til dæmis áttum við minni birgðir af vöru heldur en við áttum um áramótin þar á undan þegar var ekkert covid. Þannig að það er eiginlega frábært hvað okkar viðskiptavinir hafa náð að snúa vörn í sókn í þessu,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Menn neyddust þó til að sætta sig við lækkun á fiskverði, þó ekki eins mikla og í kjöti. „Þar fór það alveg niður fyrir fimmtán prósent. Við höfum ekki farið svo langt niður. En við lækkuðum, það er alveg rétt.“ Gunnar segir þetta ár fara vel af stað í fisksölunni. „Það er bara ágætis neysla. Og eins og ég segi; á síðasta ári voru menn að læra á covidið. Núna kunna þeir á það. Og stórmarkaðirnir úti í Evrópu og Bandaríkjunum, og bara út um heim, þeir hafa aldrei lifað betri tíma og þeir eru okkar stærstu viðskiptavinir í dag.“ Framkvæmdastjóri Þorbjarnar ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Sigurjón Ólason Hér er langt liðið á vetrarvertíð. „Núna er þorskurinn hérna á miðunum að hrygna út í eitt eins og enginn sé morgundagurinn og það er búið að loka hérna svæðum svo hann fái að hrygna í friði. Skipin okkar eru svolítið að leita á aðrar slóðir á meðan.“ Og það hefur aflast vel. „Fiskeríið byrjaði bara mjög vel. Bara strax í janúar var mikið fiskerí og hefur bara gengið mjög vel. Það var svona heldur lakara síðastliðið haust en svo kom það bara til baka núna og hefur gengið framar öllum vonum,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Grindavík Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20 Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41 Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Grindvíkingar sultuslakir þótt gjósi bak við hólinn Nærri fjögurra vikna eldgos í bakgarði Grindavíkur virðist ekki hafa truflað daglegt líf Grindvíkinga. Það er rétt eins og gosið sé orðið eðlilegur hluti mannlífsins. 14. apríl 2021 23:20
Aukin útbreiðsla Covid-19 tefur efnahagsbata Aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í helstu viðskiptalöndum og tafir á bólusetningum dregur efnahagskreppuna á langinn og hefur áhrif á viðskiptakjör Íslands langt fram á þetta ár. Nýleg lántaka ríkisins í útlöndum stuðlar að auknu jafnvægi að mati Seðlabankans. 3. febrúar 2021 19:41
Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. 13. febrúar 2020 21:15