Veirutímar og hlutverk laga Helgi Áss Grétarsson skrifar 16. apríl 2021 07:30 „Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Sóttvarnarlög og stjórnarskrá“ var yfirskrift fjarfundar sem haldinn var 15. apríl sl. á vegum Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands. Fundur þessi heppnaðist vel, m.a. vegna málefnalegs framlags frummælenda og fyrirspyrjenda. Ein pæling sneri að hlutverki lögfræðinnar á þessum skrítnu veirutímum. Fáein grundvallaratriði Það var ánægjulegt að á fyrrnefndum fundi gagnrýndi enginn, sem til máls tók, nýlega úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur um að tilteknir þættir í starfsemi sóttvarnarhúss hafi skort lagastoð. Það er vel vegna þess að niðurstaða héraðsdóms gat ekki verið önnur ef ætlunin er að hér gildi lögmætisregla sem takmarkar valdheimildir stjórnvalda á hverjum tíma. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu héraðsdóms vefengir enginn að bæði löggjafinn og stjórnvöld hafa umtalsvert svigrúm til að setja lög og framfylgja þeim í því skyni að ná tilteknum markmiðum í baráttunni við Covid-19 faraldurinn. Þetta þýðir að það er á ábyrgð þingsins að setja lög sem heimila sóttvarnaryfirvöldum að taka fullnægjandi ákvarðanir til að vernda líf og heilbrigði manna. Þegar lög og stjórnsýslufyrirmæli eru sett á sviði sóttvarna, sem og þegar þeim er hrint í framkvæmd, ber að gæta að hagsmunum sem njóta verndar stjórnarskrárinnar, svo sem athafnafrelsi einstaklingsins, aðgangi barna að fullnægjandi menntun og að landsmenn geti notið viðunandi heilbrigðisþjónustu. Aðalatriðið er að lög séu nægjanlega skýr og að ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda séu rökstuddar með hliðsjón af þeim markmiðum sem þeim er ætlað að ná. Skortur á slíkum rökstuðningi gerir það líklegra að sóttvarnarráðstafanir samrýmist ekki grundvallarreglum á borð við meðalhófsreglunni. Framkvæmd sóttvarnarráðstafana frá degi til dags þarf einnig að vera í lagi, t.d. að ferðamenn sem hingað koma fái viðunandi upplýsingar um stöðu sína sé þeim gert skylt að sæta sóttkví í húsnæði á vegum yfirvalda. Í faraldrinum geta börn einnig notið réttinda umfram aðra, m.a. þegar þeim ber að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Samspil laga og stjórnmála Hér á landi virðist sem að sóttvarnaryfirvöldum hafi tekist tiltölulega vel upp í baráttunni við Covid-19 faraldurinn í samanburði við mörg önnur ríki. Slík útkoma kemur hvorki af sjálfu sér né er tryggt að svo verði áfram, t.d. er augljóst að þreytu gætir um allt samfélagið vegna faraldursins. Við þær aðstæður er æskilegt að stjórnmálamenn geti staðið saman um að eyða orkunni í að finna skynsamleg úrræði til að lágmarka skaðann sem af Covid-19 faraldrinum leiðir, en ekki gera viðbrögð við honum að flokkspólítísku bitbeini. Auðvitað er það svo að öll úrræði koma til álita við að ráða niðurlögum árans sem þessi veira er. Aðkoma sérfræðinga í lögum hefur þó þýðingu þar eð álit þeirra skiptir máli við að afmarka hvað sé hægt að gera innan ramma stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Eftir því sem líður á faraldurinn munu lagaleg álitamál verða fleiri og varða stærri spurningar, t.d. hver er réttarstaða þess sem telur að orsakasamband sé á milli heilsutjóns síns og þess að hafa þegið bólusetningu við Covid-19? Hlutverk þeirra sem veita leiðsögn um lög mun því síst minnka á næstu misserum. Höfundur er lögfræðingur.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun