Aukning í heildarkortaveltu í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 11:14 Íslendingar virðast hafa bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. vísir/vilhelm Neysla Íslendinga jókst verulega milli ára í mars, en 24% aukning var í kortaveltu innanlands tengd verslun og þjónustu miðað við fast verðlag. Samanlagt jókst kortavelta um 20% milli ára miðað við fast gengi og fast verðlag en 2% samdráttur var í kortaveltu Íslendinga erlendis. Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Er þetta í fyrsta sinn sem aukning mælist á heildarkortaveltunni milli ára frá upphafi faraldursins. Um er að ræða mikla breytingu frá því sem verið hefur síðustu mánuði en í febrúar mældist aukningin innanlands 5,6% og var 45% samdráttur í neyslu erlendis frá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en Seðlabanki Íslands birti í gær gögn um veltu innlendra greiðslukorta í mars. Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 74 milljörðum króna í mánuðinum. Reiknuðu með viðsnúningi „Það mátti búast við því að viðsnúningur á 12 mánaða þróun myndi mælast nokkur í mars þar sem nú er verið að bera saman tímabil þar sem takmarkanir á neyslu fólks vegna Covid-faraldursins voru við lýði bæði fyrir og eftir. Ef við berum tölur marsmánaðar í ár saman við marsmánuð 2019, þegar engin áhrif voru af Covid-faraldrinum, sést að kortavelta innanlands eykst um 15% miðað við fast verðlag en dregst saman um 44% erlendis miðað við fast gengi,“ segir í Hagsjánni. Í heild mælist aukningin milli mars í ár samanborið við mars árið 2019 3% sem bendir til að Íslendingar hafi bætt sér ágætlega upp þá neyslu sem hefði að öðrum kosti farið fram erlendis. Á fyrsta ársfjórðungi mældist kortavelta Íslendinga alls 2% meiri en í fyrra, mæld á föstu verðlagi. Kortavelta innanlands jókst um 11% en dróst saman um 35% erlendis. Að sögn Landsbankans er þetta er í fyrsta sinn síðan á fjórða ársfjórðungi árið 2019 sem aukning mælist milli ára í kortaveltu Íslendinga á stökum ársfjórðungi. Miðað við þetta má einnig gera ráð fyrir því að það mælist lítils háttar aukningu í einkaneyslu milli ára á fjórðungnum en einkaneysla hefur fylgt þróun kortaveltu nokkuð náið frá því að faraldurinn hófst.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira