Eitt af verkefnum dagsins að fara yfir fjölmargar starfsumsóknir Um 160 manns dvelja nú í einangrun farsóttarhúsum á vegum Rauða krossins, þar af um fimmtán í þriðja farsóttarhúsinu sem opnað var í gær. Innlent 26. júlí 2021 12:30
Hert á reglum um sóttkví Hert verður á reglum um sóttkví sem verða þá eins og þær voru áður en bólusetningar hófust hér á landi. Ekki verður lengur tekið tillit til þess hvort útsettur einstaklingur sé bólusettur eða ekki, segir sérfræðingur á sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Innlent 26. júlí 2021 12:10
Tveir starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu smitaðir Starfsmaður á heilsugæslunni Sólvangi og starfsmaður heimahjúkrunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa greinst smitaðir af Covid-19. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Innlent 26. júlí 2021 11:45
Smit hjá Fylki og leiknum gegn Val frestað Leikmaður Fylkis hefur greinst með kórónuveiruna og liðið er komið í sóttkví. Íslenski boltinn 26. júlí 2021 11:15
71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. Innlent 26. júlí 2021 10:42
Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa. Innlent 26. júlí 2021 09:11
Ný rannsókn segir stafræn samskipti verri en engin samskipti Samskipti við ættingja og vini í gegnum fjarfundabúnað ollu því að margt eldra fólk fann fyrir auknum einmanaleika. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á andlegri heilsu fólks í heimfaraldrinum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Erlent 26. júlí 2021 08:04
Matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til viðskiptavina að bera grímur Fólk mun einungis þurfa að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eða þegar húsnæði er illa loftræst. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir óskýrleika í reglugerð. Innlent 25. júlí 2021 20:58
Unnið að því að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra: Sjúklingar skimaðir vikulega Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega. Innlent 25. júlí 2021 20:01
Grunur um að nokkrir hafi sýkst tvisvar af Covid-19 hér á landi Grunur er um að þrír til fjórir einstaklingar hér á landi hafi sýkst af Covid-19 í annað sinn. Eru tilvikin nú til rannsóknar hjá vísindamönnum Landspítalans. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir að smit virðist almennt vera mun útbreiddari í samfélaginu nú en í fyrri bylgjum. Innlent 25. júlí 2021 19:45
Heilbrigðisráðuneytið áréttar reglur um grímuskyldu vegna meints misskilnings Á miðnætti tók gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir sem felur meðal annars í sér eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu. Einhver óvissa hefur ríkt um grímuskylduna og hafa forsvarsmenn verslana meðal annars kallað eftir skýrari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. Innlent 25. júlí 2021 19:10
Segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra Yfirlögregluþjónn almannavarna segir mun meiri vörn felast í tveggja metra fjarlægðarreglunni en eins metra. Hann hefur áhyggjur af því hve illa gengur að hemja smitin sem nú séu komin út um allt land og finnast í öllum aldurshópum. Innlent 25. júlí 2021 18:31
Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. Innlent 25. júlí 2021 17:41
Farsóttarhúsin full og bráðvantar starfsfólk til að opna þriðja húsið Yfir 130 manns eru í einangrun á farsóttarhúsum Rauða krossins og eru hótelin tvö orðin full. Stefnt er að því að opna það þriðja í kvöld en það strandar á því að starfsfólk sárvantar. Innlent 25. júlí 2021 17:04
Íhugar að setja á laggirnar sóttvarnastofnun Heilbrigðisráðherra segir tímabært að horfast í augu við það að kórónuveiran verði hluti af okkar tilveru til lengri tíma. Því þarfnist heilbrigðiskerfi landsins varanlegrar styrkingar og að til greina komi að setja á laggirnar sérstaka sóttvarnastofnun. Innlent 25. júlí 2021 14:57
Engan áhuga á að prófa að hleypa veirunni inn á krabbameinsdeildir Yfirlæknir á Landspítalanum segir það vonbrigði hve illa bólusetningin virðist hemja veiruna meðal fólks þó að bólusetningin dragi verulega úr alvarlegum veikindum. Innlent 25. júlí 2021 14:20
Ráðherrar skuldi þjóðinni afsökunarbeiðni á kolrangri sóttvarnarstefnu Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og frambjóðandi flokksins í komandi Alþingiskosningum, segir að ríkisstjórnin eigi að biðja þjóðina afsökunar á því sem hann segir kolranga sóttvarnarstefnu sem sé rekin gegn augljósum meirihlutavilja þjóðarinnar. Innlent 25. júlí 2021 13:55
Veiran úti um allt samfélag, allt land og í öllum aldurshópum Yfirlögregluþjónn almannavarna segir að í þessari fjórðu bylgju faraldurins smiti hver og einn fleiri út frá sér en áður. Smit sé nú komið um allt land og finnst í öllum aldurshópum. 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru 54 utan sóttkvíar við greiningu. Innlent 25. júlí 2021 12:25
88 greindust smitaðir innanlands 88 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af greindust sex smit í handahófssýnatökum en 82 í einkennasýnatökum. 14 af þeim sem greindust voru óbólusettir. Innlent 25. júlí 2021 10:44
Ríkisstjórnin á að biðja þjóðina afsökunar Í dag eru 500 dagar síðan að fyrst voru settar á samkomutakmarkanir á Íslandi vegna kórónafaraldursins. Og þetta er líka fyrsti dagurinn í nýjum takmörkunum. Skoðun 25. júlí 2021 07:30
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og gilda til og með 13. ágúst. Meðal stærstu breytinga er að hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman er nú 200 og tekin er upp eins metra nálægðarregla. Innlent 25. júlí 2021 00:00
Engin ástæða til að missa trú á bólusetningum Doktor í faraldsfræði segir að þrátt fyrir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins sé alls engin ástæða til að missa trú á bólusetningum. Þvert á móti þurfi nú að leggja meiri áherslu á þær en áður. Innlent 24. júlí 2021 23:30
Aflýsa Sæludögum í Vatnaskógi Ákveðið hefur verið að aflýsa fjölskylduhátíðinni Sæludögum í Vatnaskógi sem halda átti um verslunarmannahelgina í ljósi nýrra samkomutakmarkana. Innlent 24. júlí 2021 21:06
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. Innlent 24. júlí 2021 20:00
„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. Innlent 24. júlí 2021 18:27
„Því færri sem hittast í hópi því betra“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að atburðir síðustu daga verði til þess að fólk hugsi sig um áður en það fer á fjöldasamkomur. Hann segir því færri sem hittist næstu vikurnar því betra. Innlent 24. júlí 2021 16:26
Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. Innlent 24. júlí 2021 14:58
Öðrum Lengjudeildarleik frestað vegna smits Leik Kórdrengja og Aftureldingar í Lengjudeild karla í fótbolta hefur verið frestað öðru sinni vegna smits í röðum Kórdrengja. Þetta er annar leikurinn á tveimur dögum sem fresta þarf í deildinni. Íslenski boltinn 24. júlí 2021 14:45
Grímuskylda í Strætó ef ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð Grímuskylda verður tekin upp í vögnum Strætó frá og með morgundeginum geti viðskiptavinir eða starfsmenn ekki tryggt eins metra fjarlæðgarmörk. Gilda reglurnar jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Innlent 24. júlí 2021 14:15
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. Viðskipti innlent 24. júlí 2021 13:30