Telja að innan við eitt prósent bólusettra sem smitist þurfi innlögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 20:00 Alma Möller landlæknir segir að há smittíðni ráðist af bólusettum sem hafi smitast og smiti aðra. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands og í gær eða 123 og voru 88 utan sóttkvíar. Langflestir hafa smitast af öðrum Íslendingum að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki hefur tekist að rekja smit allra innanlands vegna gríðarlegrar fjölgunar síðustu daga. Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00
„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40
123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26