„Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 22:00 Víðir Reynisson segir ekki annað í stöðunni en að þjóðin verði samheldin á komandi vikum. Vísir/Vilhelm Ísland verður appelsínugult á litakóðunarkorti sóttvarnastofnunar Evrópu næsta fimmtudag, sem þýðir að strangari reglur gilda fyrir marga ferðamenn hér þegar þeir snúa aftur heim. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti og nú þurfa allir ferðamenn að framvísa neikvæðu covid-prófi við komu til landsins. Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Hertar reglur á landamærunum tóku gildi á miðnætti. Þær kveða á um að ferðamenn sem búsettir eru á Íslandi eða með tengslanet hér á landi ber að fara strax í skimun eftir dvöl sína erlendis. Fyrir og við komuna til Íslands þurfa farþegar að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf geng Covid-19. Ekki er ljóst hvort að hertar reglur muni hafa áhrif á ferðavilja fólks til landsins. Það sem getur líka haft áhrif er hvaða reglur gilda þegar fólk snýr aftur heim og horfa stjórnvöld víða til litakóðunarkorts sóttvarnastofnunar Evrópu sem metur stöðu kórónuveirufaraldursins á tveggja vikna frest og birtist næsta kort á fimmtudag. Mögulegt að Ísland verði rautt í næstu viku „Það eru allar líkur að við verðum orðin appelsínugul á fimmtudaginn og við verðum mögulega rauð næst en nýgengið þarf að vera 200 til að teljast rauð,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Bólusettir breskir ferðamenn sem hafa dvalið hér á landi þurfa frá fimmtudegi að skila neikvæðu Covid prófi áður en þeir fljúga heim og taka annað við komu. Ekki þarf að fara í sóttkví nema seinna prófið reynist jákvætt. Verði Ísland rautt bætist við að Bretar á heimleið þurfa að dvelja á sóttvarnahóteli í tíu daga. Bandaríkin horfa ekki til litakóðunarkorts Evrópu en þar gildir að bólusettir Bandaríkjamenn á heimleið þurfa að skila inn neikvæðu Covid prófi áður en lagt er af stað heimleiðis. Þá þurfa þeir að fara í annað próf þremur dögum eftir heimkomu. Verði Ísland rautt þurfa bólusettir Danir sem hafa ferðast hér að skila neikvæðu Covid prófi fyrir brottförina heimá leið, taka annað próf þegar heim er komið og fara í sóttkví þegar heim er komið. Hætta á að fólk verði strandaglópar kynni það sér ekki reglur Í dag flaug 81 flugvél um Keflavíkurflugvöll og var mikil örtröð á vellinum þegar mest var. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir að ágætlega hafi gengið á vellinum í dag en miklar kröfur séu á farþegum sem séu á leið úr landi. „Þeir þurfa að framvísa hér vottorðum í innritun samkvæmt þeim kröfum sem eru í því landi sem þeir eru að ferðast til. Þetta er mjög flókið og tímafrekt og því höfum við verið að biðja farþega að mæta hér tímanlega til að minnka raðirnar,“ segir Arngrímur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Stöð 2 Arngrímur mælir með því að fólk mæti á Leifsstöð þremur tímum fyrir brottför en þó virðist vera sem fólk nýti sér það ekki. Innritun á vellinum opnar klukkan hálf fimm á morgnanna en hann segir marga mæta um klukkan sex þrátt fyrir það. „Því miður gerist það hér oft og tíðum að fólk sem hyggst ætla að fljúga héðan að annað hvort hefur það ekki kynnt sér kröfurnar í því landi sem það ætlar að ferðast til og mætir hér án vottorða,“ segir Arngrímur. „Meira að segja farþegar og gestir hérna á Íslandi sem eru að fara aftur til síns heima, þeir hafa greinilega gleymt að kynna sér reglurnar í sínu heimalandi og eru því strandaglópar hér þar til þeir fara í sýnatöku og geta þá ferðast aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira