Innlent

Sótt­varna­læknir ræður fólki frá öllum ferða­lögum nema til Græn­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir Íslands
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir Íslands

Íslendingum er ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu til áhættusvæða í ljósi aukinna smita í löndum heims, sem í dag eru öll lönd og svæði heims nema Grænland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni á vef landlæknisembættisins.

Reglulega fer fram endurmat á hvaða lönd skuli fala undir áhættusvæði en sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að breyta þeim skilgreiningum að því er fram kemur í tilkynningunni. Stór hluti annarra þjóða sé enn óbólusettur og mikið um smit meðal óbólusettra. Þó smitist bólusettir einstaklingar líka og geta þeir smitað aðra, þó bólusetningin verji þá gegn alvarlegum sjúkdómi.

„Þeir sem þurfa að ferðast erlendis eru beðnir að sýna varúð og sinna persónulegum sóttvörnum á ferðalaginu og erlendis, þ.m.t. tíðum handþvotti, forðast mannþröng og nánd við ótengda aðila og nota andlitsgrímur. Allir eru hvattir til að fara í sýnatöku sem fyrst ef einkenna verður vart. Einkennalausir ferðamenn eru einnig hvattir til að fara í sýnatöku við heimkomu til Íslands, þó þeir séu bólusettir, sem hægt er að panta á heilsuvera.is,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

„Ég ætla ekki að biðja þjóðina afsökunar“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur áherslu á að gagnrýni stjórnarandstöðunnar þurfi að vera málefnaleg og standast skoðun, en það finnst henni ekki hafa gilt um alla þá gagnrýni sem komið hefur fram undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×