„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2021 11:50 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44