Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra Snorri Másson skrifar 28. júlí 2021 11:51 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar. Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Um 6000 sýni voru tekin í gær, en þau hafa aldrei verið fleiri frá því að faraldurinn hófst. Af þeim hafa hingað til 115 greinst en enn er verið að greina sýni, þannig að þeim gæti fjölgað. Fimm sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahús í gær eftir að Covid-göngudeildin mat það nauðsynlegt. Runólfur Pálsson, yfirlæknir göngudeildarinnar, segir að átta liggi á sjúkrahúsi og þar af eru allir bólusettir, nema sá sem liggur á gjörgæslu. Sá sem liggur á gjörgæslu er einnig sá eini sem er yngri en 60 ára. „Ástand þeirra er stöðugt. Það er einn einstaklingur sem var fluttur á gjörgæslu til frekari vöktunar en ástand þeirra er annars stöðugt.“ Nú eru 853 einstaklingar í eftirliti hjá göngudeildinni, sem þýðir að hún leitast við að fylgjast með líðan þeirra. Mun fleiri eru þó líklega smitaðir úti í samfélaginu einkennalausir, að mati Runólfs. Spítalinn átti von á að innlögnum myndi fjölga en ekki er tímabært að fullyrða um hvort þær séu jafntíðar og í fyrri bylgjum. „Ég á von á því að fjöldinn sem veikist alvarlega og muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, að hlutfallið sem lendi í þeirri stöðu verði miklu lægra heldur en áður hefur verið.“ Ekki beri að oftúlka innlagnirnar hingað til Helsta verkefni stjórnvalda þessa stundina er að fylgjast með hlutfalli alvarlegra veika á meðal þeirra sem fengið hafa bólusetningu. Því lægra sem það reynist, þeim mun minni samkomutakmörkunum má búast við. Heilbrigðisráðherra hefur kallað eftir þolinmæði á meðan þessara upplýsinga er aflað. „Næstu dagar munu kannski skýra myndina betur en ég myndi ekki leggja of mikið upp úr því á þessu stigi þótt þessar innlagnir hafi átt sér stað í gær.“ 14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100.000 íbúa mælist nú 217,3 hér á landi, sem bendir til þess að Ísland kemst æ nærri því að teljast rautt land samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Það getur haft mikil áhrif á flæði ferðafólks til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29 Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Tveir heimilismenn á Grund greindust smitaðir Tveir heimilismenn Grundar að Hringbraut hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Smitið má rekja til starfsmanns heimilisins sem var í vinnu í síðustu viku. 28. júlí 2021 09:29
Vill „mikið frelsi innanlands“ ef alvarleg veikindi reynast mjög fátíð Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar mikið frelsi innanlands ef alvarleg veikindi á meðal bólusettra reynast fátíð á næstu vikum. 27. júlí 2021 18:35