Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir fjölda smitaðra um borð Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. júlí 2021 18:00 Hópur stúdenta frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19 eftir heimkomu frá Krít. Samsett Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41