„Hefur ekkert með einhverja óvild að gera“ „Þetta snýst ekki um einhverja óvild. Það skiptir engu máli hvaða félag þetta hefði verið. Þetta dæmir sig sjálft,“ segir Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, um ásakanir Aþenu í garð deildarinnar. Körfubolti 26. ágúst 2021 12:30
Sáttur á Spáni en NBA draumurinn lifir góðu lífi Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við spænska úrvalsdeildarliðið Zaragoza. Tryggvi Snær er á leiðinni inn í sitt fimmta tímabil á Spáni og er nokkuð sáttur með lífið. Körfubolti 26. ágúst 2021 09:00
J. R. Smith fær leyfi til að keppa með skólaliðinu J. R. Smith, fyrrum leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, skráði sig nýverið í háskóla og ákvað að skrá sig í golflið skólans í leiðinni. Hann hefur nú fengið keppnisleyfi og mun því spila með skólaliðinu, NC A&T Aggies, á meðan námi stendur. Golf 25. ágúst 2021 08:30
Curry-hjónin skilja eftir 33 ára hjónaband Foreldrar NBA-stjörnunnar Stephens Currys, Dell og Sonya, hafa ákveðið að skilja eftir rúmlega þrjátíu ára hjónaband. Körfubolti 24. ágúst 2021 23:31
Þór Akureyri fær írskan liðsstyrk Þórsarar frá Akureyri hafa samið við írska landsliðsmanninn Jordan Blount um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Blount kemur frá Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni. Körfubolti 24. ágúst 2021 22:00
Aþena án heimavallar og segir „óvild“ Stjörnumanna um að kenna Kvennalið Aþenu er án heimavallar nú þegar rúmur mánuður er í að liðið leiki í fyrsta sinn á Íslandsmótinu í körfubolta. Félagið sakar körfuknattleiksdeild Stjörnunnar um að hafa komið í veg fyrir að Aþena spilaði heimaleiki sína á Álftanesi. Körfubolti 24. ágúst 2021 11:30
Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Körfubolti 24. ágúst 2021 10:31
Fyrrverandi NBA-leikmaður sagður á leið til Stjörnunnar Bandaríkjamaðurinn Josh Selby er sagður vera á leið til karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann á að baki leiki með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni vestanhafs. Körfubolti 23. ágúst 2021 19:34
Grískur reynslubolti til Njarðvíkur Njarðvík heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil í efstu deild karla í körfubolta og ljóst er að liðið ætlar sér stóra hluti í vetur. Körfubolti 23. ágúst 2021 15:30
Fyrrum NBA-stjarna sest aftur á skólabekk og stefnir á að spila golf Hinn 35 ára gamli J.R. Smith er sestur aftur á skólabekk og stefnir á að spila með golfliði skólans samhliða námi. Smith varð tvívegis NBA-meistari á ferli sínum en virðist hafa fundið sér ný áhugamál eftir að skórnir fóru upp í hillu. Golf 23. ágúst 2021 10:30
Fyrirliði Keflavíkur leggur skóna á hilluna Erna Hákonardóttir, fyrirliði Keflavíkur í körfubolta, hefur lagt skóna á hilluna. Þessa ákvörðun tók hún þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára gömul. Körfubolti 22. ágúst 2021 10:01
Breiðablik fær bandarískan liðsstyrk Breiðablik hefur samið við bandaríska bakvörðinn Reili Richardson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Richardson á að baki unglingalandsleiki fyrir Bandaríkin. Körfubolti 21. ágúst 2021 11:32
Hættur að leiðrétta það þegar honum er óskað til hamingju með NBA titilinn Brook Lopez varð NBA-meistari með Milwaukee Bucks liðinu í sumar en ekki tvíburabróðir hans Robin Lopez. Körfubolti 20. ágúst 2021 15:31
Dallas Mavericks ræður leikmann úr WNBA deildinni sem þjálfara hjá sér Kristi Toliver er að spila í WNBA deildinni í sumar og fer síðan að þjálfa í NBA-deildinni í vetur. Dallas Mavericks réð hana í gær. Körfubolti 20. ágúst 2021 12:30
Stelpurnar í riðli með Spánverjum í næstu undankeppni Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta komst að því í morgun hvernig riðill liðsins lítur út í undankeppni Evrópumótsins. Körfubolti 20. ágúst 2021 09:53
LeBron James hefur grætt níu milljarða á því að fjárfesta í Liverpool Það var mjög góð ákvörðun hjá LeBron James að ákveða að setja pening í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fyrir áratug síðan. Enski boltinn 20. ágúst 2021 08:01
Sinisa Bilic til liðs við nýliða Breiðabliks Slóveninn Sinisa Bilic mun leika með nýliðum Breiðabliks á komandi tímabili í Domino's deild karla. Hann kemur til liðsins frá Val, en hann hefur einnig leikið með Tindastól í efstu deild á Íslandi. Körfubolti 19. ágúst 2021 23:31
Tryggvi Snær framlengir við Zaragoza Tryggvi Snær Hlinason verður áfram í herbúðum Casademont Zaragoza í spænsku ACB deildinni út árið 2023, en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Körfubolti 19. ágúst 2021 20:16
Draymond og Durant kenna stjórninni um hvernig fór fyrir gullaldarliði Warriors Draymond Green og Kevin Durant, fyrrum samherjar hjá Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfubolta fóru yfir af hverju Durant yfirgaf eitt af bestu liðum NBA-sögunnar sumarið 2019. Körfubolti 19. ágúst 2021 16:01
Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Körfubolti 19. ágúst 2021 11:01
Haukakonur lentu á móti liði frá Portúgal Kvennalið Hauka í körfubolta mætir portúgalska liðinu Uniao Sportiva í undankeppni EuroCup en dregið var í dag. Haukar eru fyrsta kvennaliðið í fimmtán til að taka þátt í Evrópukeppni. Körfubolti 19. ágúst 2021 10:50
Skipt á milli NBA liða í annað skiptið á aðeins 48 klukkutímum Patrick Beverley var aðeins leikmaður Memphis Grizzlies í tvö sólarhringa því honum hefur nú verið skipt áfram til Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta. Körfubolti 18. ágúst 2021 17:46
Enn verið að borga NBA leikmönnum sem eru löngu hættir að spila Það eru sumir fyrrum körfuboltamenn sem fá enn vel borgað fyrir að gera ekki neitt. Skórnir eru kannski komnir upp á hillu en peningarnir streyma áfram inn á bankareikninginn. Körfubolti 18. ágúst 2021 15:31
Sigrún Sjöfn síðasta systirin til að yfirgefa Skallagrím Fjölnir hefur heldur betur styrkt sig fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Hin 32 ára gamla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Körfubolti 18. ágúst 2021 14:30
Elvar með flest stig og hæsta framlagið en liðinu gekk best með Kristófer á gólfinu Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni HM 2023 með nokkuð sannfærandi sigri á Dönum. Íslenska liðið vann tvo af fjórum leikjum sínum í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi og endaði í öðru sæti í riðlinum. Körfubolti 18. ágúst 2021 13:30
Stjörnumenn fá slóvenskan liðsstyrk Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá samningum við Slóvenann David Gabrovsek um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino's deild karla. Körfubolti 17. ágúst 2021 23:30
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 89-73 | Ísland komið áfram eftir þægilegan sigur á Dönum Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti í undankeppni HM með 16 stiga sigri á Dönum, 89-73, í síðasta leik sínum í riðlinum í forkeppninni í FIBA bubblunni í Svartfjallalandi. Körfubolti 17. ágúst 2021 20:36
Popovich sendi gagnrýnendum tóninn: Hvernig í fjandanum líst ykkur á okkur núna? Eftir óvænt töp í aðdraganda Ólympíuleikanna sem og fyrsta leik á leikunum sjálfum var umræðan í kringum bandaríska landsliðið í körfubolta ekki jákvæð. Gregg Popovich, þjálfari liðsins, sendi spekingum tóninn í ræðu sem hann hélt inn í klefa eftir að Bandaríkin höfðu tryggt sér gullið. Körfubolti 17. ágúst 2021 17:01
Sigur á Dönum í kvöld færir liðinu sæti í undankeppninni og um leið leiki í vetur Íslenska körfuboltalandsliðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í undankeppni HM í körfubolta á móti Svartfjallalandi í gær en strákarnir okkar fá annað tækifæri í kvöld. Körfubolti 17. ágúst 2021 15:01
Einhentur körfuboltamaður fékk boð um að spila í bandaríska háskólaboltanum Þegar viljinn og metnaðurinn er fyrir hendi er allt hægt. Dóminískur körfuboltastrákur lætur ekkert stoppa sig og fagnaði stórum tímamótum á dögunum. Körfubolti 17. ágúst 2021 12:30