Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 23:03 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur les leikmönnum sínum pistilinn Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. „Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58