Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 23:03 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur les leikmönnum sínum pistilinn Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. „Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum