Rúnar: „Ég er stoltur af framlagi leikmanna minna“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 22. febrúar 2023 23:03 Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur les leikmönnum sínum pistilinn Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna, var svekktur en ekki yfirgengilega óánægður eftir naumt tap hans liðs gegn Val 74-77 fyrr í kvöld, í viðtali við fréttamann Vísis. „Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur af svari minna leikmanna frá því á sunnudaginn. Ég talaði um það fyrir leikinn að það var eitt af stóru atriðunum hvernig við mætum andlega til leiks og tökumst á við það sem er að gerast í leiknum. Það var bara stórbæting á því í kvöld. Þetta voru tvö mjög góð körfuboltalið að spila. Við komum til baka og komumst yfir, þær svara.“ „Við vorum að gefa þeim forystuna í fyrri hálfleik gegnum tapaða bolta. Í seinni hálfleik vorum við ekki að tapa boltanum jafn mikið en sóknarleikurinn hjá okkur stirðnaði. Það býr til auðveldari sóknir fyrir Val þegar við náum ekki að koma boltanum undir körfuna. Þá erum við seinni til baka og þær keyra svolítið á okkur. En ég er stoltur af framlagi leikmanna minna í dag. Þetta er eitthvað sem við byggjum á.“ Rúnar gerði helst athugasemdir við að hans leikmenn hefðu á köflum verið að drífa sig fullmikið. „Við erum að drífa okkur svolítið mikið í fyrri hálfleik að koma boltanum þangað sem við vitum að eru veikleikar hjá Val. Þá eru þær með hendur í sendingalínum og við töpum honum. Í seinni hálfleik erum að við að klikka á of mörgum „lay-upum“. Við vorum að senda boltann betur og búa til fín færi en við náðum ekki að klára þau og búa til tvö stig.“ „Það er það sem er mest svekkjandi að tapa með þremur og vera með, held ég, tíu klikkuð „lay-up“. Það svíður en framfarirnar eru miklar og það er það sem ég ætla að horfa á.“ Lavinia Da Silva náði sér mun betur á strik í þessum leik en síðasta leik Njarðvíkinga á undan. Aukin styrkur þeirra undir körfunni blasir við og Rúnar tók undir það. „Hundrað prósent. Hún lenti í því að leiðinlegur farþegi sat við hliðina á henni í vélinni og hún fékk afskaplega vonda flensu um síðustu helgi og er að jafna sig. Það var allt annað orkustig á henni í kvöld en á sunnudaginn en samt ekki hundrað prósent. Þegar hún er orðin það þá er ég með mjög gott körfuboltalið í höndunum. Ég og hópurinn trúum að við getum unnið öll liðin.“ Rúnar ætlaði að leggja það fyrir sína leikmenn að einblína á það jákvæða í leiknum en ekki þau litlu atriði sem féllu ekki með þeim. „Hausinn upp og við þurfum að undirbúa okkur fyrir stríð í Grindavík næsta miðvikudag,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Njarðvík - Valur 74-77 | Valur vann tólfta sigurinn í röð með herkjum Njarðvík og Valur mættust fyrr í kvöld í tuttugustu og fyrstu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta á heimavelli Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni og það var hart barist í leiknum. 22. febrúar 2023 21:58