„Enginn dómari hefur komið til mín og sagst vera að hætta því hann fái ekki nógu vel greitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2023 23:01 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. Vísir Körfuboltadómarar á Íslandi hafa verið með lausan samning við Körfuknattleikssambandið í níu ár. Sambandið kveðst ekki skylt að semja sérstaklega við verktakastétt. Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Dómarar höfnuðu í þessum mánuði samningi sem gerður var á milli Körfuknattleiksdómarafélags Íslands og Körfuknattleikssambandsins. KKÍ lýsti yfir vonbrigðum með vinnubrögð dómara í málinu. „Samkvæmt lögum og reglum KKÍ þá er það KKÍ sem á að gefa út gjaldskrá og allt sem tengist dómurum. Það er KKÍ og dómaranefnd KKÍ sem eru yfirmenn dómaramála á landinu. Við getum alveg samið við þá og talað við þá enda gerðum við það. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár,“ sagði Hannes S. Jónsson í samtali við Andra Má Eggertsson fréttamann í vikunni. KKÍ kveðst ekki skylt að skrifa undir samninga við dómara en þá yfirlýsingu voru dómarar ekki sáttir með. „Ég held það hafi ekkert farið öfugt ofan í þá, við höfum alltaf verið tilbúnir til að taka spjallið. Það hafa ekki verið samningar undanfarin ár en við vorum til í það og þess vegna settumst við niður og gerðum með þeim samning. Okkur er ekki endilega skylt að gera það, þá er ég ekki þar með að segja að við getum það ekki eða gerum það ekki. Þannig er regluverkið.“ Samningar hafa verið lausir síðan árið 2014. Hannes segir að sambandið hafi gert umtalsverðar hækkanir á kjörum dómara og breytt umhverfi dómara sem geri þeim þægilega að fara í ferðalög. „Dómgæsla snýr líka niður í yngri flokka og við höfum verið að leggja áherslu á að hækka gjöldin þar upp á síðkastið og það er að frumkvæði KKÍ. Það hækkuðu laun fyrir síðasta tímabil um 16-46% í yngri flokkum og um 10% í efsta laginu í Subway-deildum og á fleiri stöðum.“ Hannes segir enga dómara hafa komið til sín og segist vera að hætta því hann fái ekki nóg greitt heldur sé starfsumhverfi dómara erfitt enda þeim sýnd vanvirðing og dónaskapur í leikjum af þeim sem taka þátt. Allt viðtalið við Hannes má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira